Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 9
BEINMERGSFLUTNINGAR
Á síðustu árum hefur umtalsverð Ijölgun átt
sér stað í BMF úr óskyldum einstaklingum og
samkvæmt nýjunr ábendingum (5,15-17).
FRAMKVÆMD.
Undanfari hins eiginlega BMF er mjög
kröftug krabbameinsmeðferð, oft með lyfjum og
geislum. Markmiðið er að þurrka út allan æxlis-
vöxt í merg og utan mergs. Við þessa meðferð er
allur blóðmyndandi vefur útmáður. Beinmergur
frá beinmergsgjafa er síðan gefinn í æð,
frumurnar taka sér bólfestu i mergholinu og taka
að fjölga sér. í beinmergnum sem gefinn er, eru
marghæfar stofnfrumur (pluripotent stem cells)
og einnig þroskaðri form frumna. Framleiðsla
hins nýja mergs hefst fljótt og er algengt að hætta
megi gjöfum blóðflagna og blóðs 2 - 4 vikum
eftir beinmergsgjöfina. Hvít blóðkorn koma fljótt
fram í blóði, einkum kyrningar. Eitilfrumur eru
hins vegar skertar að getu og ná oft ekki eðlilegri
starfsemi fyrr en ári eftir meðferð.
Ef franrkvæma á BMF með eigin beinmerg er
valinn tími til að safna beinmerg sjúklingsins.
Beinmergur þessi er frystur og geymdur.
Meðferð er síðan gefin sem eyðir beinmerg
sjúklingsins. Þá er beinmergurinn sem frystur var
gefinn á ný (rescue). Ef hætta er á að illkynja
frumur séu til staðar í hinum frysta merg er
mögulegt að meðhöndla hann ex vivo með
lyljum. Einnig má velja úr mergnum þær frumur
sem nauðsynlegt er að gefa aftur, þ.e. stofn-
frumurnar.
Yfirleitt er eigin beinmergur eða beinmergur
úr systkini með sömu veijafiokkun fljótari til að
heija framleiðslu blóðs á ný eftir BMF heldur en
beinmergur sem verr passar (19,20).
Til er fjöldi dæma um sjúklinga þar sem
beinmergur er að hluta til frá beinmergsgjafanum
en að hluta frá sjúklingnum sjálfum eftir
meðferðina (chimerism). Bæði getur verið um að
ræða ákveðna frumulínu frá hvorum um sig eða
sambland þar á milli (21).
Á meðan að meðferðin er gefin er margs að
gæta. Á meðan að frumufæðin er mest er
sýkingahætta rnikil. Gefa þarf blóð og blóðhluta
eftir þörfum og einnig næringu og snefilefni. Þá
eru beinar og óbeinar aukaverkanir lyfja og
geislunar miklar, bæði líkamlegar og andlegar.
Framfarir eru örar, ný og áhrifarík lyf gegn
ógleði, ásanrt bættri greiningu og meðferð sýk-
inga auðvelda sjúklingum meðferðina nokkuð.
AUKAVERKANIR.
Aukaverkunum BMF má skipta í bráðar og
síðkomnar. Bráðar aukaverkanir eru:
1. Tökubrestur (graft failure).
2. Höfnun mergs á sjúklingi (graft-versus-
host disease, GvHD).
3. Sýkingar.
Aukaverkanir tengdar ýmsum lytjum og
geislum eru oft einnig afar alvarlegar.
Tökubrestur er sjaldgæfur hjá sjúklingum ef
vefjasamræmi er gott milli sjúklings og
beinmergsgjafa. Enn sjaldgæfari er tökubrestur
hjá þeim sem fá eigin beinmerg. Flætta á þessari
aukaverkun er fyrst og fremst hjá þeim sem fá
illa samræmdan beinmerg ellegar hafa aðra galla,
sem torvelda vöxt hins nýja beinmergs (19).
Höfnun mergs á sjúklingi (GvHD) er sömu-
leiðis aukaverkun, sem fyrst og fremst sést ef
ekki er fullkomið samræmi milli vefjaflokka
beinmergsgjafans og beinmergsþegans. Onæm-
iskerfi hins nýja beinmergs kann að líta á frumur
sjúklingsins sem framandi og ráðast gegn þeinr á
sama hátt og ígræddum líffærum kann að vera
hafnað af ónæmiskerfi sjúklingsins. Þær frumur
sem fyrst og fremst verða fyrir barðinu á þessari
aukaverkun eru þær frumur, sem mesta þéttni
hafa af HLA mótefnavökum á yfirborði sínu.
Hér er því fyrst og fremst um að ræða frumur á
yfirborði líkamans, húð, görnum og slímhimnum
en einnig í lifur. Ónæmisbælandi meðferð er beitt
við GvHD til að hamla virkni hins nýja ónæmis-
kerfis á frumur sjúklingsins. Þessi meðferð hefur
að sjálfsögðu margar aukaverkanir í för með sér.
Sýkingar eru algengur og alvarlegur vandi
eftir BMF. Alla sýkla verður að taka alvarlega,
greina snemma og meðhöndla markvisst. Á því
LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg.
7