Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 10

Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 10
BEINMERGSFLUTNINGAR tímabili sem sjúklingar eru með máttvana ónæmiskerfi er þeirn mjög hætt við sýkingum jafnt af bakteríum sem og veirum. Jafnframt geta sýklar þeir sem í dvala liggja í líkamanum vaknað á ný og valdið verulegum usla. Þannig eru sýkingar með CMV og herpes simplex algengar, sömuleiðis Epstein-Barr veiru. Síðkomnum aukaverkunum má skipta í íjóra meginflokka. í fyrsta lagi eru illkynja sjúkdómar. Bæði getur verið um að ræða að hinn upp- runalegi sjúkdómur komi á ný eða að nýir ill- kynja sjúkdómar hafi myndast vegna hinnar kröftugu meðferðar. I öðru lagi er vaxtarseinkun hjá þeim sem gangast undir meðferð ungir að árum. Einkum á þetta við ef geislameðferð er beitt. Vaxtarseinkun þessi kemur fram bæði vegna beinna áhrifa á bein, sem og vegna áhrifa á framleiðslu vaxtarhormóns. í þriðja lagi eru áhrif á hormónajafnvægi líkamans og ófrjósemi. Er hér einnig einkum um aukaverkanir að ræða hjá þeim sjúklingum sem undirgangast geisla- meðferð. í íjórða lagi eru ýmis líffæri sköðuð eftir meðferðina, þar með talin lungu, hjarta, augu og heili. Alvarlegar aukaverkanir á meðan á meðferð stendur eru frekar sjaldgæfar og dauðsföll á meðferðartímanum eru innan við 10%. Algengið er hins vegar afar mismunandi og fer eftir mörgum þáttum. Mikilvægustu áhrifavaldarnir eru 1) HLA samræmi beinmergsþegans og beinmergsgjafans (HLA compatibi 1 ity), 2) ábending BMF og undirliggjandi sjúkdómar og 3) reynsla og hæfni meðferðarteymisins. ÁRANGUR. Erfitt er að fullyrða almennt um árangur BMF. Mörg teymi í mörgum löndum framkvæma meðferðina og eru ábendingar mjög misjafnar. Eins og að framan greinir hafa margir þættir áhrif á tíðni aukaverkana og árangur. Niðurstöður EBMT (European Bonemarrow Transplantation Group) og ESID (European Society for Immunodeficiency) benda til að um 50% einstaklinga sem undirgangast BMF læknist. Mikill munur er hins vegar milli mismunandi sjúklingahópa. Þannig er árangur BMF við alvarlega ónæmisbresti milli 80 og 90%, ef beinmergsgjafinn er systkini með réttan vefjaflokk. Ef hins vegar þarf að notast við beinmerg frá einstaklingi sem ekki hefur sömu vefjaflokkun og sjúklingurinn, er árangur 40 - 50% (ESID, óbirtar niðurstöður). Margir þættir hafa áhrif á þessar niðurstöður. Árangur BMF er oft borinn saman við árangur krabbameinslyfjameðferðar sem beitt er gegn ANLL og ALL (acute non lymphatic leukaemia og acute Iymphatic leukaemia). Talið er að ef góður beinmergsgjafi finnst, sé árangur um 60% í ANLL, ef BMF er beitt eftir fyrsta bata (lst complete remission). í ALL er árangur hefðbundinnar meðferðar oftast það góður að ekki er ástæða til að beita BMF í upphafi sjúkdómsins. BMF er beitt í ALL ef um endurkomu sjúkdómsins er að ræða (2nd com- plete remission) og er árangur þá um 40%. Langt er síðan rannsóknir sýndu að ef góður beinmergsgjafi er fyrir hendi er árangur BMF betri en lyfjameðferðar við ofanskráðum ábend- ingum og enn betri við ýmsum meðfæddum sjúkdómum (22-30). Fáeinar rannsóknir draga þó þessar niðurstöður í efa (31). Þeir sjúklingar sem fá væg einkenni þess að hinn nýi beinmergur leitist við að hafna sjúklingnum (GvITD) farnast betur en þeim sem ekki fá slík einkenni. Er talið að i slíkum tilfellum örvist hið nýja ónæmiskerfi til að ráða niðurlögum illkynja frumna sem enn eru til staðar í líkama sjúklingsins (GvL, graft versus leukaemia)(32-35). Þetta er líklega einnig skýring þess að árangur er betri eftir BMF þar sem notast er við beinmergsgjafa frekar en eiginn beinmerg. UMRÆÐA. BMF er meðferð sem beitt er í vaxandi mæli við ýmsum sjúkdómum. Eftir því sem reynsla og þekking eykst og árangur batnar, eru nýjar ábendingar reyndar. BMF veitir lækningu í LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.