Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 10
BEINMERGSFLUTNINGAR
tímabili sem sjúklingar eru með máttvana
ónæmiskerfi er þeirn mjög hætt við sýkingum
jafnt af bakteríum sem og veirum. Jafnframt geta
sýklar þeir sem í dvala liggja í líkamanum
vaknað á ný og valdið verulegum usla. Þannig
eru sýkingar með CMV og herpes simplex
algengar, sömuleiðis Epstein-Barr veiru.
Síðkomnum aukaverkunum má skipta í íjóra
meginflokka. í fyrsta lagi eru illkynja sjúkdómar.
Bæði getur verið um að ræða að hinn upp-
runalegi sjúkdómur komi á ný eða að nýir ill-
kynja sjúkdómar hafi myndast vegna hinnar
kröftugu meðferðar. I öðru lagi er vaxtarseinkun
hjá þeim sem gangast undir meðferð ungir að
árum. Einkum á þetta við ef geislameðferð er
beitt. Vaxtarseinkun þessi kemur fram bæði
vegna beinna áhrifa á bein, sem og vegna áhrifa á
framleiðslu vaxtarhormóns. í þriðja lagi eru áhrif
á hormónajafnvægi líkamans og ófrjósemi. Er
hér einnig einkum um aukaverkanir að ræða hjá
þeim sjúklingum sem undirgangast geisla-
meðferð. í íjórða lagi eru ýmis líffæri sköðuð
eftir meðferðina, þar með talin lungu, hjarta,
augu og heili.
Alvarlegar aukaverkanir á meðan á meðferð
stendur eru frekar sjaldgæfar og dauðsföll á
meðferðartímanum eru innan við 10%. Algengið
er hins vegar afar mismunandi og fer eftir
mörgum þáttum. Mikilvægustu áhrifavaldarnir
eru 1) HLA samræmi beinmergsþegans og
beinmergsgjafans (HLA compatibi 1 ity), 2)
ábending BMF og undirliggjandi sjúkdómar og
3) reynsla og hæfni meðferðarteymisins.
ÁRANGUR.
Erfitt er að fullyrða almennt um árangur
BMF. Mörg teymi í mörgum löndum framkvæma
meðferðina og eru ábendingar mjög misjafnar.
Eins og að framan greinir hafa margir þættir áhrif
á tíðni aukaverkana og árangur.
Niðurstöður EBMT (European Bonemarrow
Transplantation Group) og ESID (European
Society for Immunodeficiency) benda til að um
50% einstaklinga sem undirgangast BMF
læknist. Mikill munur er hins vegar milli
mismunandi sjúklingahópa. Þannig er árangur
BMF við alvarlega ónæmisbresti milli 80 og
90%, ef beinmergsgjafinn er systkini með réttan
vefjaflokk. Ef hins vegar þarf að notast við
beinmerg frá einstaklingi sem ekki hefur sömu
vefjaflokkun og sjúklingurinn, er árangur 40 -
50% (ESID, óbirtar niðurstöður). Margir þættir
hafa áhrif á þessar niðurstöður.
Árangur BMF er oft borinn saman við
árangur krabbameinslyfjameðferðar sem beitt er
gegn ANLL og ALL (acute non lymphatic
leukaemia og acute Iymphatic leukaemia). Talið
er að ef góður beinmergsgjafi finnst, sé árangur
um 60% í ANLL, ef BMF er beitt eftir fyrsta
bata (lst complete remission). í ALL er árangur
hefðbundinnar meðferðar oftast það góður að
ekki er ástæða til að beita BMF í upphafi
sjúkdómsins. BMF er beitt í ALL ef um
endurkomu sjúkdómsins er að ræða (2nd com-
plete remission) og er árangur þá um 40%.
Langt er síðan rannsóknir sýndu að ef góður
beinmergsgjafi er fyrir hendi er árangur BMF
betri en lyfjameðferðar við ofanskráðum ábend-
ingum og enn betri við ýmsum meðfæddum
sjúkdómum (22-30). Fáeinar rannsóknir draga þó
þessar niðurstöður í efa (31).
Þeir sjúklingar sem fá væg einkenni þess að
hinn nýi beinmergur leitist við að hafna
sjúklingnum (GvITD) farnast betur en þeim sem
ekki fá slík einkenni. Er talið að i slíkum
tilfellum örvist hið nýja ónæmiskerfi til að ráða
niðurlögum illkynja frumna sem enn eru til
staðar í líkama sjúklingsins (GvL, graft versus
leukaemia)(32-35). Þetta er líklega einnig
skýring þess að árangur er betri eftir BMF þar
sem notast er við beinmergsgjafa frekar en eiginn
beinmerg.
UMRÆÐA.
BMF er meðferð sem beitt er í vaxandi mæli
við ýmsum sjúkdómum. Eftir því sem reynsla og
þekking eykst og árangur batnar, eru nýjar
ábendingar reyndar. BMF veitir lækningu í
LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg.