Læknaneminn - 01.10.1995, Page 13

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 13
BEINMERGSFLUTNINGAR mörgum alvarlegum ónæmisgöllum, alvarlegu blóðleysi og í ýmsum tegundum af illkynja sjúkdómum. Miklar framfarir hafa átt sér stað á undanförnum árum og í sjónmáli eru ýmis ný og bætt meðferðarform, vafalaust til mikils gagns. Margir sjúklingar hafa ekki mergsgjafa. Því hefur mikil áhersla verið lögð á notkun eigin beinmergs í BMF. Reynt hefur verið að með- höndla beinmerg in vitro til að ná burtu þeim hugsanlegu ilkynja frumum, sem þar kunna að leynast. Jafnframt er reynt að einangra upphaf- legu stofnfrumurnar (stem cells) úr beinmerg- num. Þannig er reynt að velja úr CD 34+ frumur, t.d CD34+,Dr-,CD38- (36) sem gefa má sjúk- lingnum. Miklar framfarir eiga sér stað í þessari meðferð beinmergs utan líkamans (ex vivo). A undanförnum 10 árum hefur meðferðum með beinmerg úr óskyldum aðilum fjölgað mikið. Þannig eru nú á skrá um 3 rnillj. einstaklinga í heiminum, sem lýst hafa sig reiðubúna að gefa beinmerg, ef á þarf að halda (Machteld Oudshoorn, Europdonor). HLA vefjaflokkarnir eru hins vegar gífurlega marg- breytilegir og oft finnst enginn einstaklingur með samhæfða vefjagerð. Að finna, prófa, rannsaka og samræma aðgerðir með óskyldum beinmergs- gjafa er mikið verk og tímafrekt. Möguleikarnir eru þó greinilega til staðar og fjöidi sjúklinga lifir nú eðlilegu lífi eftir slíka meðferð. Á nokkrum stöðum í heiminum eru nú uppi áform um að safna naflastrengsblóði sem nota má í stað beinmergs(37). Naflastrengsblóð er nrjög ríkt af stofnfrumum. Hugmyndir eru uppi um að safna naflastrengsblóði úr fylgjuhlutanum, rannsaka og greina, frysta í fljótandi köfnunarefni og geyma. Romi fram sjúklingur sem þarf beinmerg með samsvarandi veijaflokkun, má ná í þær frumur úr frysti og gefa með litlum fyrirvara. Verkefni þetta er spennandi en mjög kostnaðarsamt. Víða um heim er nú unnið ötullega að rann- sóknum með gen og meðhöndlun gena í lækn- ingaskyni. Slíkri meðferð hefur nú þegar verið beitt á nokkra sjúklinga, þó árangur sé enn ófull- nægjandi. Þannig eru rannsóknir yfirstandandi í tengslum við sjúklinga með alvarlega ónæmis- bresti (severe combined immonu-deficiency, SCID, chronic granulomatous disease, CGD og fleiri), sem hugsanlega mætti meðhöndla með genameðhöndlun. Ef gena-gallinn er þekktur, er tæknilega mögulegt að koma eðlilegu geni fyrir í retro veirum, rækta þær veirur með beinmerg sjúklingsins, sem þá sýkist og tekur að framleiða þau efni sem vantaði samkvæmt réttri gena- forskrift. Rannsóknir þessar hafa tekist á dýrum (Peter Hoogerbrugge, Erasmus Universiteit) og jafnframt hefur blóð manna verið meðhöndlað á sama hátt með góðum árangri. Reynt hefur verið að beita slíkri meðferð á beinmerg veikra barna, en árangur er enn sem komið er ófullkominn (Peter Hooger-brugge, Erasmus Universiteit). Það er þó varla nema tímaspursmál, hvenær meðferð þessi mun takast, og er þess að vænta að fjölmargir möguleikar kunni að opnast i framtíðinni. Einn möguleiki er til dæmis að koma fyrir geni í beinmerg krabbameinssjúklinga sem geri beinmerginn ónæman fyrir krabba- meinslyfjum (multi resistance gene). Sjúkling- num má síðan gefa hærri skammta en áður af krabbameins-lyfjunum þar sem aukaverkanir á beinmerg eru ekki lengur til staðar. Ábendingar fyrir BMF voru í upphafi mjög fáar. Eingöngu sjúklingar með alvarlega ónæmis- bresti komu til greina á fyrstu árunum. Stöðugt fleiri ábendingar bætast nú við og fjöldi meðferða eykst hratt. Gerðar eru tilraunir með BMF við föstum æxlum og jafnframt við ákveðnum efnaskiptagöllum. Þá hafa dýratilraun- ir sýnt góðan árangur við notkun BMF í alvarlegum sjálfsónæmissjúkdómum. Með- höndlun gena í tengslum við BMF er heillandi verkefni. Á þeim þremur áratugum sem BMF hefur verið beitt, hafa framfarir verið stórstígar og reynsla og þekking aukist mikið. Mikið starf er þó enn óunnið. Framtíðin mun án efa leiða í ljós margar áhugaverðar nýjungar á þessu sviði. LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.