Læknaneminn - 01.10.1995, Page 24

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 24
BLÓÐÞYNNING BLOÐÞYNNING Þorvarður R. Hálfdanarson, Þorsteinn Gunnarsson og Vilhelmína Haraldsdóttir INNGANGUR. Blóðþynning er aðferð manna til þess að hemja blóðstorkukerfi líkamans og er nauðsynleg undir vissum kringumstæðum. A sjúkrahús- vöktum eru margir sjúklingar settir á blóð- þynningu eða eru á stöðugri blóðþynningu í lengri eða skemmri tíma. Aðstoðarlæknar eru oft fengnir til þess að skammta blóðþynningarlyf þegar niðurstöður storkuprófa liggja fyrir. Því er nauðsynlegt að allir lælcnar og læknanemar kunni skil á grundvallaratriðum blóðþynningar og hvernig á að framkvæma hana. í þessari grein ætlum við að skýra út hugmyndir manna um hvernig blóðþynningarlyf verka á storkukerfið. Einnig verður fjallað um helstu ábendingar og frábendingar fyrir blóðþynningu auk þess sem skýrt verður út hverning á að hefja og viðhalda henni. Verulegum hluta greinarinnar verður varið í að fjalla um warfarín og heparín þar sem allflestir sjúklingar á blóðþynnandi meðferð fá þau lyf og notkun þeirra krefst staðgóðrar þekkingar, eigi að beita þeim rétt.Til að skilja til hlítar verkun hinna ýmsu blóðþynnandi lyfja er lesendum ráðlagt að kynna sér ferli blóð- storknunar, sérstaklega hlutverk blóðflagna og storkuþátta en það eru þeir þættir sem blóðþynnandi lyf hafa mest áhrif á. Ymsar bækur og greinar16’21 henta vel til þessa og má nefna að bók sú er íslenskir læknanemar hafa notað sem lesefni í blóðsjúkdómum inniheldur einfaldan og góðan kafla um þetta efni32. Þorvarður og Þorsteinn eru aðstoðarlæknar á Borgarspítalanum. Vilhelmína er sérfrœðingur í hlóðmeinafrœði á Lyflœknisdeild Borgarspítalans. BLÓÐÞYNNINGARLYF. K-VÍTAMÍN BLOKKARAR (KÚMARÍN)27,29,59 VERKUNARHÁTTUR I þessum lyfjaflokki er að finna ýmis lyf með viðlíkan verkunarmáta. Hérlendis er sú stefna ríkjandi að nota einungis eina tegund og hefur lyfið warfarín (Kóvar®) verið mest notað og er stefnt að því að allir sem þurfi per os (p.o.) blóðþynningu noti það. Þess ber þó að geta að enn eru nokkrir einstaklingar á annarri tegund þ.e. Dikumarol® en þar gilda aðrar skammta- stærðir en hjá warfaríni. Þessir einstaklingar hafa venjulega verið lengi á Dikumarol® og eru yfirleitt undir góðri stjórn og því vart ástæða til að skipta um lyf. Þrátt fyrir að þessi lyf hafi verið lengi í notkun er verkun þeirra ekki þekkt til hlítar þó um þau sé mikið vitað. Verkun lyfjanna byggist á því að hamla K-vítamínháðri framleiðslu fjögurra storkuþátta (II, VII, IX, X) í lifrinni. Lyfin trufla umbreytingu K-vítamín epoxíðs í K- vítamín-H2 (hydroquinone). K-vítamín-H2 er nauðsynlegt fyrir karboxýleringu glútamats á hinum K-vítamínháðu storkuþáttum. Þannig er komið í veg fyrir kalsíumháða formbreytingu storkuþáttanna sem nauðsynleg er fyrir virkni þeirra í storkukerfinu. K-vítamínblokkararnir hindra ensím sem eru nauðsynleg fyrir áðurnefnda umbreytingu K-vítamíns og þannig gengur fljótlega allt K-vítamín-H2 til þurrðar. Einnig hindra þessi lyf karboxýleringu á próteinum C og S sem eru náttúrulegir hemlar á 18 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.