Læknaneminn - 01.10.1995, Side 28

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 28
BLOÐÞYNNING 3. Bæta upp skort á K-vítamínháðum storkuþáttum með fersku frosnu plasma eða storkuþáttaþykkni. Nota má eftirfarandi leiðbeiningar við and- verkun warfaríns. 1. INR of hátt en þó < 6 og siúklingur ekki blæðandi. Þarf ekki að laga hratt nema að aðgerð sé fyrirhuguð. Sleppa má warfaringöf næstu daga og hefja svo á ný með lægri skömmtum þegar viðunandi INR er náð. Sé sjúklingur einkenna- laus og INR ekki mjög hækkað (<6) þá er oft betra að draga úr skömmtum warfaríns (lækka í 1- 2 mg/dag) frekar en að sleppa þeim alveg og mæla svo þynninguna daglega uns ástandið batnar. 2, INR 6<x<10 og sjúklingur ekki blæðandi. Hér má beita K-vítamíni sem gefið er hægt í æð (0.5-1.0 mg) og má þá búast við lækkun á INR innan 8 klst. og margir eru með INR = 2.0-3.0 eftir sólarhring frá því að þessir skammtar voru gefnir. Ef INR er enn of hátt eftir 24 klst. þá má endurtaka með 0.5 mg í æð. Þá má hefja warfaríngjöf á ný en í lægri skömmtum en muna verður að full blóðþynning fæst ekki fyrr en eftir 2- 7 daga. K-vítamín gefið í æð hefur verið tengt aukinni tíðni á ofnæmislosti og því mæla sumir með því að það sé gefið undir húð (5-10 mg)11. Rétt er að taka fram að lifrarbilaðir sjúklingar svara K-vítamíni oft illa. 3) INR 10<x<20 og siúklingur ekki blæðandi. Gefa má K-vítamín í æð í hærri skömmtum en að ofan (3-5 mg) og eftir 6 klst. ætti að sjást talverð lækkun á INR. Mæla skal INR á 6-12 klst. fresti og bæta við K-vítamíni eftir þörfum. 4) Þörf er á hraðri leiðréttingu vegna alvarlegrar blæðingar eða verulegrar ofskömmtunar (INR > 20), Þá má gefa 10 mg af K-vítamíni hægt í æð og mæla svo INR á 6 klst. fresti. Oft þarf að endurtaka K-vítamíngjöfina á 12 klst. fresti og jafnvel gefa ferskt frosið plasma eða storkuþáttaþykkni. Ef þörf er á áframhaldandi blóðþynningu þá getur þurft að brúa bilið með heparíni uns verkunar warfaríns fer að gæta á ný. Áður en umfjöllun um warfarín lýkur er rétt að ítreka það að þungun er frábending fyrir notkun warfaríns sérstaklega á fyrsta og síðasta þriðjungi meðgöngunnar29. HEPARÍN OG SKYLD LYF28 30 53. VERKUNARHÁTTUR Heparín tilheyrir súrum slímfjölsykrungum og er í raun samsafn mjög misleitra (heterogen) sameinda þ.e. þungi þeirra er mjög mismunandi en að meðaltali um 15 kDa. Þetta veldur breytileika á virkni og lyfjafræðilegum eiginleikum heparíns. Heparínið sjálft hefur ekki mikla blóðþynnandi verkun en verkun þess er fólgin í bindingu við antithrombin III (AT III) og aukningu á virkni þess. Þetta veldur því að AT III óvirkjar (inaktiverar) thrombín og storkuþætti Xa, IXa, og Xla margfalt hraðar en það gerir alla jafna við eðlileg skilyrði. Thrombín og Xa eru næmust fyrir þessari áverkan hins virkjaða AT III. Virkni heparíns á thrombín er háð stærð heparínsameindarinnar og þarf ákveðna stærð til að verkun fáist. Minni sameindir heparíns eru ófærar um að óvirkja thrombín en nýtast oft vel til að óvirkja storkuþátt Xa sérhæft (sjá síðar). Heparín hefur flókin áhrif á blóðflögur en þar má nefna áhrif til aukinnar kekkjunar blóðflagna, en einnig hindrar það thrombínháða virkjun blóðflögunnar og er það talin skýring á því að stórir skammtar heparíns lengja storkutíma (storkutími blóðs er háður blóðflögum þ.e. myndun „primary hemostatic plug“ en ekki verkan storkuþátta þó þeir styrki segann síðar í ferlinu). Líklegt er að þessi áhrif á blóðflögurnar valdi einhverju um blæðingar af völdunr heparíns. Þar eð þessum áhrifum er að mestu valdið fyrir tilstilli thrombíns skýrir það sennilega minni áhrif léttheparína (smáheparína, low molecular weight heparíns) á blóðtlögur. Heparín hefur óveruleg áhrif á segaleysingu (thrombolysis) en er virkt í að hindra endurmyndun sega eftir að segaleysandi meðferð hefur verið beitt (t.d. eftir streptókínasa). 22 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.