Læknaneminn - 01.10.1995, Side 59

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 59
BÓLGUHNÚÐAR cryptócoccum eru ónæmisbældir. Húðeinkenni koma fyrir í um tíu prósentum smitaðra. Hnúða- bólga í lifur er sjaldgæf en þekkt sjúkdómsmynd. Cryptócoccar sjást vel í vefjasýnum með methenamine silfur eða periodic acid Schiff litunum. Candidiasis er algeng sem sýking í húð eða slímhúð heilbrigðra einstaklinga. Svæsnari sýking þar sem sveppurinn veldur blóðsýkingu eða sýkingu í innri líffærum, gerist nær eingöngu hjá ónæmisbældum einstaklingum. Þá sérstak- lega þar sem T frumu virkni er bæld og þar á nteðal eru sjúklingar með chronic granulomatous disease. Nocardiósis og actinómycósis stafa af gram jákvæðum æðri bakteríum af ætt actinomycetes. Hegðun þeirra sem sýkingarvaldur líkist sveppsýkingum og geta sýkingar af þeirra völum verið mjög langvinnar. Actinomycósis sem oftast er af völdum Actinomyces israelii veldur sýk- ingum á hálsi sem lýsir sér sem rauðleit fyrirferð sem síðar getur myndað fistla. Svæsnari verður sýkingin þegar hún nær í lungu eða kviðarhol. Nocardiósis veldur helst lungnbólgum en einnig sýkingu í heila eða undir húð. Infectious mónónucleósis eða einkirningasótt stafar af Epstein Barr (EB) veiru og lýsir sér sem hiti, eitlastækkanir og hálsbólga. Lifrarbólga kemur fyrir í flestum tilvikum. Venjulegast vinnur líkaminn á sýkingunni á 2-4 vikum og kemur sýkingin ekki upp aftur. Cytómegalóveira, CMV, er herpedóveira eins og EB veiran. Sýking af CMV getur verið dulin eða valdið einkennum svipuðum einkirninga- sótt, algengast er þó að fá hita, þreytu og slappleika en sjaldséðari er hálsbólga og eitlastækkanir. Psittacosis eða páfagaukasótt er af völdum bakteríunnar Chlamydia psittaci. Hægt er að smitast af nær öllum tegundum fugla sé nálægð nógu mikil, svo sem hjá þeim sem vinna í gæludýrabúðum, alifuglabúum, stoppa upp fugla eða eiga páfagauk. Er smitleið oftast um öndunarfæri en stundum eftir fuglsbit. Bakterían sest svo að í lungum, milta, lifur og frumum reticuloendothelial kerfisins. Einkenni eru misjöfn svo sem hiti, þurr hósti, höfuðverkur, takverkur, hálsbólga og eitlastækkanir á hálsi. Blóðnasir koma fyrir hjá fjórðungi smitaðra. Hækkun á complement bindandi mótefnum styður greiningu. Sárasótt, syphilis, er krónísk sýking af völdum spíróchettunnar Treponema pallidum sem smitast við samfarir. Meðgöngutími er 3-6 vikur, sár myndast þá á sýkingarstað og nefnast „chancre“ og eitlastækkanir verða á viðkomandi eitlasvæðum. Sárið grær á 2-6 vikum. Um 6-8 vikum eftir að sár er gróið kemur annars stigs sárasótt fram með útbrotum, maculopapular, á búk, lófum og iljum og útbreiddum eitlastækk- unum. Á þessu stigi getur lifrarbólga komið fram ásamt liðbólgum, það er þó sjaldgæft, en 50% sjúklinga með annars stigs sárasótt fá brenglun á lifrarprófum, sérstaklega ALP. Þetta stig hverfur á 2-6 vikum en þá fer sjúkdómurinn á dulið stig sem greinist aðeins með mótefnamælingum. Áður en sýklalyf komu fram fóru um þriðjungur sjúklinga á þriðja stig þar sem „gumma“ myndast og eru þau uppbyggð af bólguhnúðum og má þá sjá bólguhnúða í lifur. Tíðni sárasóttar fer nú stigvaxandi í heiminum en á Islandi er hún orðin sjaldgæft fyrirbrigði. Langvarandi bólgusjúkdómur í görnum (chronic inflammatory bowel disease) getur haft áhrif á lifrina. Colitis ulcerosa myndar ekki bólguhnúða, en Crohn’s sjúkdómur getur verið orsök bólguhnúða í lifur. Hann getur komið í hvaða hluta meltingarvegar sem er, allt frá slímhúð í munni niður í endaþarm. Orsök er óþekkt og er algengast að sjúkdómurinn komi fram á aldrinum 15-35 ára. Bólgan nær í gegnum allan þarma- vegginn og myndast stundum bólguhnúðar og fistlar. í 30% tilfella er bólgan einungis í ristli, í 30% aðeins í smáþörmum en í 40% bæði í ristli og smáþörmum. I fáum tilfellum getur Crohn’s sjúkdómur verið einungis í munni og getur greining þá vafist fyrir mönnum. Einkenni LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.