Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 64

Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 64
TÖLVUR, TÖLVUNET OG ALLAR HEIMSINS UPPLÝSINGAR Magnús Jóhannsson (magj oh@rhi. hi. is) Um þessar mundir er mikil umfjöllun, í fjölmiðlum og manna á meðal, um tölvunet og þá sérstaklega um Heimsnetið (Internetið). Þessi umræða hefur að hluta til verið mjög á skjön við veruleikann, sumir halda að netið sé mest klám og viðbjóður en aðrir halda að netið veiti einfaldan og fljótlegan aðgang að nánast öllum upplýsingum sem hugurinn girnist; báðir aðilar hafa rangt fyrir sér. í þessum greinarstúf ætla ég að rekja nokkur hagnýt atriði, sem byggjast að mestu á eigin reynslu, um það hvað þarf að gera til að tengjast Heimsnetinu, hvaða gagn má hafa af því og hvað þar er að finna um læknisfræði. Eitt er ágætt að hafa á hreinu: Telja má fullvíst að nær ailir sem þetta lesa verði á einn eða annan hátt farnir að nota Heimsnetið innan 2-3 ára, ef þeir eru það ekki nú þegar. Annað sem rétt er að nefna er að nú gerast hlutirnir svo hratt að telja má víst að margt í þessari ritgerð verði orðið úrelt þegar hún kemst á prent. TÖLVUR, MÓTÖLD OG TENGINGAR VIÐ NETIÐ. Allir starfsmenn Háskóla Islands, það með taldir stúdentar, hafa aðgang að háskólanetinu (Hlnet). Stúdentar fá úthlutað notendanöfnum hjá nemendaskráningu; sjá bæklinginn Leiðar- vísir að þjónustu Reiknistofnunar Háskólans, sem gefinn er út af Reiknistofnun. Þeir sem hafa notendanafn geta notað nettengdar tölvur, svo sem í tölvuverum Háskólans og einnig er hægt Höfundur er prófessor á Rannsóknastofu Háskóla Islands í lyfjafræði. að fá aðgang að slíkum tölvum í Þjóðarbókhlöðu. Tölvur starfsmanna í Læknagarði og víðar eru einnig nettengdar. Þeir sem hafa notendanafn geta þar að auki tengt sig við netið úr hvaða tölvu sem er ef tölvan er tengd mótaldi (modem) og síma. Til að fá myndrænt notendaviðmót Veraldarvefsins (World Wide Web, sjá neðar) með hjálp forritanna Mosaic eða Netacape er nauðsynlegt að tölvan sé nettengd eins áður er getið eða að notað sé hraðvirkt mótald, 14400 bás (bitar á sek.), og að notandinn hafi gert samning við Reiknistofnun eða annan aðila um sérstaka tengingu (SLIR PPP eða TIA). Reiknistofnun býður einungis upp á TIA (The Internet Adapter), sem er bráðabirgðalausn og gefur eins konar SLIP (Serial Line Internet Protocol) tengingu, en fyrirtæki eins og Miðheimar býður upp á PPP (Point-to-Point Protocol) tengingu sem er betri en kostar líka peninga. I samantekt er staðan þannig: 1) Tölva sem er tengd beint við netið, t.d. í einhverju af tölvuverum Háskólans, gefur alla vinnslumöguleika sem boðið er upp á hverju sinni, m.a. myndræn notendaskil Veraldarvefsins. 2) Tölva sem tengd er netinu um talsíma með hjálp hraðvirks mótalds og gerður hefur verið sérstakur samningur urn (t.d. TIA eða PPP), býður einnig upp á nokkurn veginn alla möguleika. 3) Tölva sem tengd er neti Háskólans um mótald, á minni hraða en 14400 bás, án sérstaks samnings (TIA), býður einungis upp á textaaðgang að Heimsnetinu. Þetta gefur í sjálfu sér aðgang að Heimsnetinu og Veraldarvefnum, 54 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.