Læknaneminn - 01.10.1995, Page 68

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 68
TOLVUNET hleypt inn, er næst að velja gagnasafn. Það gagnasafn í læknisfræði sem er best þekkt og mest er notað er án efa MEDLINE. í MEDLINE er að finna, allar götur frá árinu 1966, allar ritgerðir úr tæplega 3000 helstu læknisfræðitímaritum heims. Ritgerðirnar sjálfar eru að vísu ekki þarna en nöfn höfunda, tímarit, ár, árgangur, blaðsíður, stofnun, tungumál, lykilorð, flokkun, ágrip ef til er o.fl. Allar þessar upplýsingar er hægt að nota til leitar, venjulega til að finna þær ritsmíðar sem til eru um eitthvað afmarkað efni. MEDLINE er ekki eina gagnasafnió sem er gagnlegt fyrir okkur og má nefna til viðbótar EMBASE (Excerpta Medica), SCI- SEARCH (Science Citation Index), SED- BASE (Side Effects of Drugs Database), TOXLINE, CANCERLIT og AIDSLINE. Öll þessi gagnasöfn eru jafn ómissandi og MEDLINE. í Dialog eru þar að auki nokkur tímarit og handbækur þar sem allur textinn er til staðar (full text databases) og má þar nefna New England Journal of Medicine og lyfjahandbókina Martindale. Þegar Ieitað er í þessum söfnum, þarf að kunna 10-15 skipanir, sem ekki eru allar eins í hinum ýrnsu gagnasöfnum. Þó að þetta sé i sjálfu sér ekki mikið mál að kunna, uppfyllir það ekki nútímakröfur um þægileg og helst myndræn notendaskil og vissulega skiptir þetta máli t.d. fyrir þá sem ekki gera leitir reglulega. Þeir sem reka gagnabankana eru nú loksins að taka við sér og nýlega er konrið á markað forritið KR ProBase, eingöngu fyrir Windows-umhverfi enn sem komið er. Þetta forrit gerir leit í Data-Star eða Dialog mun þægilegri og einfaldari og getur þar að auki stytt tengitíma og þar nreð lækkað kostnað. Svipuð forrit hafa verið til í nokkur ár en hafa ekki fengið háa einkunn. Telja má víst að þetta sé einungis upphafið á þróun sem mun auðvelda og einfalda leitir í MEDLINE og öðrum gagna- söfnunr. Hin öra þróun Veraldarvefsins á síðustu 2 árurn gefur vísbendingu um að þessi þróun verði einnig hröð. LÆKNISFRÆÐI Á VERALDARVEFNUM, Það gerðist nú í lok maí s.l. að fyrsta virta tímaritið í læknisfræði, British Medical Journal, birtist á Vefnum (sjá umfjöllun í BMJ 27. maí 1995). Til að byrja með verða birt efnisyfirlit, sumar ritstjórnargreinar, útdrættir og sumar greinar í heild sinni, en ætlunin er að auka þetta smám saman. Vissulega erNew England Journal of Medicine búið að vera aðgengilegt í Dialog um nokkurt skeið, en þar borgar maður fyrir hverja mínútu og notkunin verður öðruvísi. Ritstjórar BMJ segja að þeir muni trúlega missa einhverjar áskriftir en þetta sé þróunin og framtíðin, sem elcki verði umflúin. Þeir segja einnig að þetta sé m.a. gert fyrir fátækar þjóðir sem ekki hafi efni á að borga áskriftir tímarita. Þetta eru merk tíðindi og áreiðanlega aðeins upphafið að þróun sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar. Ég sagði áður í þessari grein að ekki sé enn að finna rnikið af bitastæðri læknisfræði á Vefnum, en þetta er þó óðfluga að breytast. Því er spáð að innan skamms verði sæmilegt fram- boð af fræðsluefni með texta, myndum (t.d. röntgen), hljóðum (t.d. hjartahlustun) og stuttum kvikmyndum (t.d. hreyfingum sjúklings). Þetta er þegar byrjað, sbr. Virtual Hospital hér neðar. Læknadeildir margra erlendra háskóla lcynna sig á Vefnum en þessar síður valda manni yfirleitt verulegum vonbrigðum. Þessar kynningar eru flestar meira í ætt við auglýsingar en fræðsluefni. Ég hef leitað dálítið að upp- 58 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.