Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 70
TOLVUNET
US National Library of Medicine (NLN):
http://www.nlm.mli.gov/
US National Institute of Health (NIH):
http://www.nih.gov/
HVERNIG VERÐUR
FRAMTÍÐIN?
„Það er erfitt að spá, einkum um framtíðina“
sagði einhver. Þetta á svo sannarlega við um
Heimsnetið og Veraldarvefinn, sem fáir höfðu
heyrt talað um fyrir 2-3 árum, en eru nú á allra
vörum og verða trúlega komin inn á annað hvert
heimili í landinu fyrr en varir. Hjá undirrituðum
hófst „upplýsingabyltingin“ fyrir 10 árum þegar
ég fékk mitt fyrsta mótald og gat farið að leita
sjálfur í MEDLINE; síðan þá hefur mér ekki
fundist ég vera einangraður frá umheiminum.
Það sem nú er rétt að byrja er annars eðlis og
miklu stærra í sniðum og kemur þar að auki tii
með að ná inn á flestar skrifstofur, stofnanir og
heimili innan fárra ára. A Vefnum er ekki ennþá
að finna mikið magn af bitastæðum upplýsingum
í læknisfræði en þetta breytist daglega og komin
er í gang þróun sem heldur áfram með sivaxandi
hraða. Veraldarvefurinn er að sjálfsögðu ekkert
lokastig heldur, hann heldur áfram að þróast og
þar að auki hljóta að koma fram nýjar aðferðir til
að dreifa gögnum á Heimsnetinu.
Enn ein nýjung, sem er á næstu grösum, er
ótalin en það er Samnet Pósts & síma (ISDN).
Um er að ræða nýja tækni, sem ætlunin er að
taka í notkun hér á landi í lok þessa árs, og
byggist á því að sendingar um símakerfið verða á
stafrænu formi. í þessu nýja kerfi verða mótöld
óþörf (annað tæki kemur í staðinn),
flutningshraðinn verður 4-8 sinnum meiri en nú
og hægt verður að tala í símann þó að tölvan sé
tengd Netinu.
HEIMILDIR.
Hér þarf aðgát, sem stafar af því hversu hröð
þróunin er. Bækur og rit sem eru meira en 1 -2 ára
gömul eru flest gagnslíti 1 eða gagnslaus. í
Bóksölu stúdenta er alltaf að finna fjölda bóka
um þetta vinsæla efni. Hér á eftir eru talin upp
nokkur rit sem undirritaður notar um þessar
mundir, ásamt athugasemdum.
Netscape. Quick tour: Stuart Harris og
Gayle Kidder. Ventana Press, 1995. (Ágæt bók til
að komast í gang með Netscape Navigator; 160
bls.).
1’he Internet: Resources in the field of
medicine and health. Laurel A. Clyde. Lindin
hf, mars 1995. (50 bls. ódýrt og mjög gagnlegt
hefti).
New Rider’s Official World Wide Web
Yellow Pages. New Riders Publishing 1995.
(Þetta er 670 bls. „símaskrá“, gefin út árlega og
er nánast ómissandi fyrir þá sem vilja leita vítt
og breitt á Netinu að ýmsum gögnum).
The Internet Navigator: Paul Gilster. John
Viley & Sons, 1994. (590 bls. bók fyrir þá sem
vilja komast dýpra).
Finding it on the Internet. The essential
guide: Paul Gilster. John Viley & Sons, 1994.
(300 bls. ágæt bók, nafnið lýsir innihaldinu vel).
An introduction to the Internet. Course
Manual. Laurel A. Clyde. Lindin hf, des. 1994.
(100 bls. ódýrt og mjög gagnlegt hefti).
Notkun Unix véla hjá Reiknistofnun.
Magnús Logi Magnússon. Reiknistofnun
Háskólans, ágúst 1994. (60 bls. hefti sem, þrátt
fyrir nafnið, er að mestu leyti um Heimsnetið og
einnig eru kenndar nokkrar algengar Unix-
skipanir fyrir þá sem eru með lághraða tengingu
við Hengil).
Ymis tímarit, en þar má t.d. nefna: Internet
and Comms Today, .net, Netguide og lnternet
World. (Svona tímarit er gaman að skoða stöku
sinnum til að lesa um það nýjasta sem er að
gerast og fá vistföng nýrra og spennandi staða á
netinu - ef maður hefur tíma).
60
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.