Læknaneminn - 01.10.1995, Side 74

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 74
SUDAN skýrsla um hvað hefur átt sér stað á meðan á dvölinni stóð og einnig gerð áætlun fyrir næsta hóp. Hver þáttakandi þarf að greiða flugfarið út, tryggingar og bólusetningar. Þetta getur því orðið dágóð upphæð. Það er þó ætlunin að reyna að semja við eitthvað flugfélag um afslætti. Ég fékk afslátt hjá Flugleiðum til Amsterdam en þaðan flaug ég til Kairó og síðan til Súdan. Ég sótti um styrk hjá Sighvati Björgvinssyni þáverandi heilbrigðismálaráðherra og borgaði ráðuneytið flugið fyrir mig. Einnig leitaði ég til íslensku lyfjafyrirtækjanna, en vegna samdráttar höfðu þau ekki efni á að styrkja mig. Ég var þarna í rúma 5 mánuði, fyrst voru tveir Svíar með mér en á seinna tímabilinu var ég eini útlendingurinn. Ég hafði með mér fullt af notuðum skurðáhöldum sem Landspítalinn gaf, fyrir milligöngu Jónasar Magnússonar, til spítalanna í Khartoum. Þau komu að góðum notum. Þetta var mikil og góð reynsla og mun reynast mér vel í framtíðinni. Vinnan var bæði skemmtileg og erfið. Eins og gefur að skilja lenti maður í ýmsu. A þessum 5 mánuðum sá ég ýmsar breytingar verða fyrir okkar tilstuðlan. Þetta gaf okkur von um að við værum að gera gagn. Súdan er stærsta land Afríku, 2.506.000 ferkílometrar að flatarmáli. Landið teygir sig frá Egyptalandi og Líbýu í norðri og suður til Zaire, Úganda og Kenýa. Eþíópía og Eriþrea liggja austan við landið en hluti af Norður-Súdan nær að Rauðahafi. Vestan við Súdan er síðan Chad og Miðafríku lýðveldið. í landinu er að finna eyðimerkur nyrst og regnskóga syðst. íbúar eru 25 milljónir, þar af eru 3-4 milljónir flóttamenn. Súdanska þjóðin er samsett af 500 mismunandi þjóðflokkum. Hver þjóðflokkur hefur sína siði, lifnaðarhætti og trúarbrögð. Fóikið er misdökkt og flokkar sig sjálft í gula, græna og bláa, þar sem blár er dekkstur. 75% þjóðarinnar eru múhameðstrúar, en hinir eru kristnir eða trúa á stokka og steina. Islam er ríkjandi í norðurhluta landsins og litast lifnaðarhættir af því. Fólkið þar talar arabísku en fyrir sunnan tala menn ýmiss konar mál frá Afríku. Núverandi ríkisstjórn er mynduð af stjórnmálaflokki sem nefnist Múslim- bræður. Mikil spilling viðgengst og mannrétt- indabrot eru mjög algeng. Þeir sem að voga sér að andmæla stjórninni hverfa sporlaust. Mest allir peningarnir fara í borgarastyrjöld sem ríkir í suður hluta Súdan. Hinn almenni borgari skiptir engu máli og enginn getur lifað af kaupi sínu, hvað þá framfleytt stórri fjölskyldu. Margar hjálparstofnanir vinna í landinu, en vegna lélegs stjórnarfars er þeim oft gert lífið leitt. Sem dæmi má nefna fá þeir bóluefni frá UNICEF handa öllum, en enginn sér um að dreifa því til fólksins. Það þarf því að sækjast eftir því sjálft. Það er bæði erfitt vegna lélegra samganga, en einnig vegna þess að sumir hafa enga trú á bóluefnum og eru jafnvel hræddir við það. Heilbrigðiskerfið er í molum. Þeir sem eiga peninga geta fengið ágætisþjónustu, en hinir verða að bjarga sér sjálfir. Læknarnir eru þó flestir vel menntaðir og læknanámið er nokkuð gott þarna. Aður en við byrjuðum eyddi ég nokkrum tíma á spítalanum í Khartoum. Þar uppgötvaði ég mikilvægi heilsugæslu og heilsuverndar. Það var grátlegt að horfa upp á það sem átti sér stað þarna. Burtséð frá ömurlegum aðstæðum á sjúkrahúsum og skorti á hjálpargögnum, þá var ástandið hrikalegt. Vanþekking almennings á mörgum grundvallaratriðum heilbrigðis var mjög áberandi. Alls konar misskilningur var í gangi sem er í mótsögn við heilbrigða skynsemi. Ungu stúlkurnar voru t.d. hræddar við að vera bólu- settar gegn stífkrampa af ótta við að verða ófrjóar. Það eitt að börn þurfi að borða o.fl. virtust sumir hafa óljósa hugmynd um. Ein móðirin kom með 18 mánaða gamlan son sinn, sem leit út fyrir að vera 5 mánaða. Hann hafði verið á brjósti eingöngu til 17 mánaða aldurs, en núna samanstóð fæða hans af 1/2 eggi og hrísgrjónavatni á morgnana og 1/2 kexköku á kvöldin ásamt 1/2 glasi af mjólk. Móðir hans leit alls ekki illa út og það var ekki hægt að sjá að 64 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.