Læknaneminn - 01.10.1995, Side 76

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 76
SUDAN eins og sönnum þorpsbúum sæmir. Sama dag og við komum fengu þau rafmagn. Smám saman sá maður ljósum og rafmagnstækjum fjölga. Raf- magnið er skammtað og það var einungis á annaðhvert kvöid og stundum á daginn. Vatns- dælan sem áður var díselknúin var tengd við rafmagnið og átti það að tryggja nægilegt vatn, en því miður brást það nokkuð oft. Vatninu er dælt úr brunni sem liggur mjög djúpt og engin leið er að dæla því með handafli. Vatnið sem nýtt er til ræktunar er mengað af Schistosomiasis. Það er sýkill sem smýgur í gegnum húðina og kemur sér fyrir í æðum lifrarinnar. Þar verpir hann eggjum, sem dreifast um allan h'kamann og valda hinum ýmsu sjúkdómseinkennum. Það er því ekki drykkjarhæft og má helst ekki koma í snertingu við húðina, en því miður er erfitt að komast hjá þvi. Bændurnir standa í vatninu við vinnu sína og verða að fara út í díkin til að geta opnað lokana sem ldeypa vatninu inn á akrana. Einnig kemur oft upp sú staða að dælan virkar ekki í nokkra daga og þá er fólkið tilneytt til þess að nota vatnið úr dýkjunum tii þvotta og drykkju. Vatn er því eitt stærsta vandamálið. Það er ekki einungis erfitt að nálgast það heldur safnast oft fyrir „hættuiegt“ vatn, sem eng- in leið er að losna við. Bæði eiga áveituskurðirnir það tii að bresta, en einnig safnast fyrir vatn á rign- ingatímabilinu. Þá eru þorpin á kafi í vatni. Vegir eyðileggjast, rafmagns- stólpar hrynja og svo mætti lengi telja. Við þetta hlað- ast upp ýmis vandamál. Til þess að kóróna allt saman, þá fjölga moskító- flugurnar sér á vatns- yfirborðinu. Þær bera malaríu, sem er einn skæðasti sjúkdómur lands- ins og veldur mörgum dauðsföllum. Þetta er einungis sýnishorn af því sem við fengumst við. Eins og gefur að skilja nægir ekki að fræða fólkið um forvarnir. Það þarf að bæta ástandið almennt í þorpunum, þannig að fólkið geti lifað sem heilbrigðustu lífi. Það þarf að leysa mörg vandamál og benda þeim á hvað betur mætti fara. Við skiptum okkur af öllu og fólkið í þorpinu treysti á að við gætum hjálpað þeim. Það vantar drifkraft í fólkið. Með smá leiðsögn, var hægt að framkvæma margt. Við studdum þau ekki fjárhagslega, heldur kenndum þeim að nýta það sem þau hafa. Einnig reyndum við að þjálfa þau upp svo að þau geti haldið áfram á sömu braut eftir að verkefninu lýkur. Við sátum fundi með hinum ýmsum ráða- mönnum, bæði í þorpunum, en einnig ráðherrum og fleirum, bæði til þess að leiðbeina þeim, en einnig til þess að þau fengju það sem að þau hafa rétt á. Máiið er að í Súdan fær maður ekkert, nema maður sækist eftir því. Það er lítil sem engin heilbrigðisþjónusta á þessu svæði. Við byrjuðum því á að opna heilsugæslustöð. Læknar vinna ekki á heilsu- gæslustöðvum, heldur svokallaðir „medical Myiul 1 b. Þorpsslátrarinn með nýja fína borðið sitt. Fyrir utan það að hreinlœtið hefði mátt vera betra, þá vissi fólkið ekki hvaða kjöt það var að kaupa. Einni skepnu var slátrað á dag. 66 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.