Læknaneminn - 01.10.1995, Page 77
SÚDAN
assistant“. Þeir hafa 3 ára
nám að baki þar sem þeir
læra að greina og með-
höndla algengustu sjúk-
dómana. Við höfðum hins
vegar lækni, sem mun
starfa þarna í 3 ár. Hlut-
verk hans er að leiðbeina
°g byggja UPP sem öflug-
asta þjónustu. Starfs-fólkið
kemur úr þorpinu og hefur
ágætis menntun. Ljós-
móðirin er mjög fær og
ætlar að taka að sér
mæðraverndina, en hún
þarf þjálfun í því. Við
erum búin að fá loforð um
að þarna muni rísa bólu-
setningarmiöstöð, sem mun þjóna næsta
nágrenni. Einnig er næringaráðgjafi á staðnum.
A rannsóknarstofunni er meinatæknir með
háskólamenntun og getur hann framkvæmt
nauðsynlegustu rannsóknirnar á blóði, saur og
þvagi. Tveir hjúkrunarfræðingar munu starfa
þarna, en sem stendur vinnur einn maður starf
þeirra. Þarna er einnig apótek með flestum
nauðsynlegum lyfjum.
Til að efla þekkingu í þorpinu héldum við
fyrirlestra í barna- og gagnfræðiskólanum um
hreinlæti og algengustu sjúkdóma á svæðinu.
Við reyndum að virkja þau og fá þau til þess að
sinna vissum störfum heima fyrir. Einnig vorum
við með verklega kennslu og fórum þá inn í
þorpið og bentum þeim á hvað betur mætti fara
og svo framveigis. Við fluttum fyrirlestrana á
ensku, en læknanemar frá Súdan þýddu þá á
arabísku. Þannig voru flest okkar samskipti við
þorpsbúa.
Við unnum mikið með konunum í þorpinu.
Við hittum þær reglulega í umræðuhópum. Þar
kynntum við okkur lifnaðarhætti þeirra, hjátrú og
siði. Við notuðum tækifærið bæði til þess að
fræða þær og að leiðbeina þeim. Til þess að
fylgja máli okkar eftir heimsóttum við þær til að
sjá hvort einhverjar breytingar hefðu átt sér stað.
Það var margt sem betur hefði mátt fara bæði
hvað hreinlæti og vinnuaðstöðu varðar. Dýrin eru
út um allt og þar á meðal í eldhúsinu. Fólkið
bograr rnikið yfir vinnu sinni svo manni verður
íllt í bakinu af að horfa á það. Börnin skríða um
leirgólfin ásamt dýrunum innan um margskonar
óþvera eins og hráka, en flestir eru síhrækjandi
út um allt. Einnig er þarna mjög góður
starfskraftur, sem nýttist illa. Konurnar virðast
t.d. hafa glatað kunnátu sinni í handavinnu og
þurfa því að kaupa öll föt. Fólkið hefur meira en
nóg af tíma og getur því auðveldlega bætt á sig
vinnu. Eitt af markmiðum okkar er að bæta
afkomu fólksins með því að auka getu þess til að
bjarga sér sjálft. Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin býður upp á aðstoð til að hjálpa fólki
að hetja atvinnurekstur. Það lánar þeim peninga,
sem það greiðir tilbaka á löngum tíma með
litlum vöxtum. Það eina sem fólkið þarf að gera
er að koma með áætlun um starfsemi og rekstur.
Fyrirhugað er saumanámskeið fyrir konurnar.
Innifalið í því er almenn fræðsla og reynt verður
að kenna þeim ólæsu að lesa og skrifa.
Markmiðið er að hver fjölskylda eigi eða hafi
aðgang að saumavél til að geta saumað föt á sig
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
67