Læknaneminn - 01.10.1995, Side 86

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 86
STÚDENTASKIPTI sínum að annarri starfsenri en vísindaráðstefnum. A þinginu var stigið stórt skref í átt að því að styrkja svæðisbundin samtök læknanema. Staða samtaka læknanema í Afríku, Suður Ameríku og Evrópu var skilgreind innan IFMSA en verka- skiptingin milli IFMSA og þeirra samtaka hefur verið nokkuð óljós í gegnunr tíðina. Starfið á þinginu er skipt í tvennt, annars vegar funda allir fulltrúar saman og hins vegar er hópnum skipt niður í nefndir með ákveðin verksvið. A stóru fundunum sem allir fulltrúarnir sátu var mest verið að ræða stjórnskipuleg atriði en mikilvægasta starfið er unnið í nefndar- vinnunni. Þegar unnið var í nefndum háði það okkur talsvert hvað við vorunr fá og nefndirnar margar. Við þurftum því að deila okkur niður á nefndarfundina þannig að tíminn nýttist sem best.Nefndirnar er sanntals sex, SCOPE, SCOEE, SCOPH, SCORP, SCOAS og SCOME. SCOPE - STANDING COMMITTEE ON PROFESSIONAL EXCHANGE. SCOPE er senniiega sú nefnd innan IFMSA sem er íslenskum læknanemum hvað kunnust. Verksvið þessarar nefndar er að skipuleggja hin almennu stúdentaskipti milli landa og á síðasta ári voru þar um 6.000 læknanemarnir sem fóru í stúdentaskipti á vegum nefndarinnar. Nefndin er sú stærsta innan IFMSA þar sem nánast öll aðildarríkin taka einhvern þátt i skiptastarfinu. I Barcelona var rætt um mikilvægi þess að farið væri eftir reglum félagsins og að tímamörk umsókna og staðfestinga þeirra væru virt. Fulltrúar sjö nýrra landa kynntu félög sín og þá möguleika á stúdentaskiptum eða einhliða verkefnum sem þau hafa upp á að bjóða. Armenía kemur inn með stúdentaskipti og ber þar hæst endurhæfingarlækningar. Eftir jarðskjálftann mikla sem var í Armeníu fyrir nokkrum árum voru byggðar miklar endur- hæfingarmiðstöðvar til að taka á vandanum og telja Armenar sig nú geta boðið mjög fram- bærileg verkefni á sviði endurhæfinga. Nepal hefur nú þegar átt skipti við Svíþjóð og Holland og býður erlenda nema velkomna. Möguleikar eru á að fá að vinna við heilsugæslu úti í sveitum landsins. Suður-Afn'ka býður heilsugæslu og fræðslu- verkefni frá og með næsta ári. Taiwan leggur áherslu á verkefni á sviði ófrjósemi og glasafrjóvgunar. Tanzanía býður einhliða stúdentaskipti í verkefnum í heilsugæslu. Tanzanía hefur áður verið með stúdentaskipti við Holland. Rúmenía býður hefðbundin skipti. Tatarstan, senr er í Rússlandi, býður hefð- bundin skipti. SCOPE berst nú fyrir þvi að klínísk stúdenta- skipti á vegum félagsins verði viðurkennd sem hluti náms í sem flestum læknaskólum aðildar- landanna. Víða er það skylda að taka hluta klíníska námsins utan skólatímans, við aðrar sjúkrastofnanir og jafnvel í öðrum löndum og hafa nrargir nýtt sér samtökin í þessum tilgangi. Þetta gerir þær kröfur að aðildarfélögin haldi uppi vissum lágmarkskröfum hvað snertir framboð á skiptiplássum svo og þær kröfur til nemanna að þeir taki skiptin alvarlega og noti þau til að læra. I Læknadeild H.I. er nánast ekkert valtímabil og íslenskir læknanemar eru ekki hvattir sérstaklega til þess að taka hluta námsins við aðra skóla. Þessu mætti ef til vill breyta þannig að íslenskum læknanemum verði gert auðveldara að stunda hluta síns náms við aðra læknaskóla og þá er IFMSA kjörinn vettvangur til að skipuleggja slíkt. Kosið var um besta sumarstarfið og var Egyptaland þar í fyrsta sæti, ísland var í öðru sæti og Svíþjóð í því þriðja. Þetta er mikilvæg viðurkenning á okkar sumarstarfi þar senr þetta ætti að verða til þess að auka eftirspurnina eftir því að komast til Islands. Það gerir það auð- veldara fyrir okkur að koma á skiptum við þau lönd sem íslenskir læknanemar hafa áhuga á að fara til. 76 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.