Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 104
SLÉTTIR VÖÐVAR
SLÉTTIR VÖÐVAR -
NÝTT OG NOTAÐ
Hilmar Björgvinsson
EBELTOFT.
Dagana 19-24. ágúst 1994 sótti undir-ritaður
námskeið er bar yfirskriftina „Internordic course
on Smooth Muscle Physiology, Pharmacology
and Clinical lmportance“. Nám-skeið þetta var
haldið í Ebeltoft í Danmörku á vegum NorFA
(Nordisk Forskerutdannings-akademi). A hverju
ári styrkir NorFA og stendur fyrir námskeiðum á
borð við þetta, og eru þau ætluð stúdentum í
framhaldsnámi og rann-sóknum á Norður-
löndum. Kveikjan að þessum skrifum var öðrum
þræði að vekja athygli á þessari starfssemi
NorFA og hins vegar að skrifa hugleiðingu um
þá umræðu sem fram fór og ýmis vandamál í
rannsóknum á sléttum vöðvum.
Sléttir vöðvar eru á margan hátt fjölbreyttir og
svo var einnig um þá fyrirlestra sem ég hlýddi á
þessa sex daga. Meðal þeirra sem héldu
fyrirlestra voru þekktir vísindamenn sem standa
mjög framarlega í dag, hver á sínu sviði. Ekki er
hægt að gera efni þeirra tæmandi skil hér, en
drepið skal á fáeina athyglisverða þætti.
VIÐTAKARNIR -
TIL HVERS ERU UNDIRFLOKKAR
VIÐTAKA?
Mikið hefur verið rætt og ritað um rannsóknir
á viðtökum og jónagöngum undanfarin ár. Með
tilkomu nýrra rannsóknaraðferða hefur þekking
á himnubundnum próteinum tekið stórstígum
Höfundur er líffrœðingur, starfar á Lífeðlis-
frœðistofnun HI og er í MS námi við Lœknadeild HÍ.
framförum. Biitþvingun (patch clamping) hefur
veitt miklar upplýsingar um raflífeðlisfræði
fruma. Aðferðin var kynnt til sögunnar 1976 af
þeim Neher og Sakmann (1) og fyrir það fengu
þeir Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði
árið 1990. Aðferðinni verður ekki lýst hér en
þeim sem hafa áhuga á að kynna sér aðferðina
betur, bendi ég á grein eftir Þór Eysteinsson,
Stefán B. Sigurðsson og Jóhann Axelsson er
birtist í Læknanemanum 1991 (2). Sameinda-
klónun (molecular cloning) og ýmsar aðrar
aðferðir í sameindalíffræði hafa gert rannsóknir á
amínósýruröð og byggingu próteina mögulegar,
jafnframt því að rækta frumur með tiltekna
eiginleika s.s. einstaka viðtaka eða afbrigði af
viðtökum. Radioligand binding assay, sem beitt
er til lyfjafræðilegra rannsókna á samspili
viðtaka og lyfja, hefur opnað þann möguleika að
flokka og greina viðtaka eftir mismunandi sækni
(affinity) lyfja í þá. Með tilkomu nýrra og
sérhæfðra lyfja hefur nákvæmni þessarra aðferða
aukist.
ÞRÍR FLOKKAR.
Klónanir hafa á undanförnum árum veitt
upplýsingar um amínósýruröð og byggingu
fjölda himnubundinna viðtaka sem tengjast
boðflutningi um frumuhimnur, en þó alls ekki
allra. Þegar námskeiðið í Ebeltoft fór fram voru
ca. 230 mismunandi viðtakar þekktir.
Viðtökum má skipta gróflega i þrjá Bokka
eftir byggingu. Þá er stuðst við annars stigs
byggingu þeirra próteina (subunits) sem mynda
viðtakana, frekar en að átt sé við samsvörun
94
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.