Læknaneminn - 01.10.1995, Page 120

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 120
SJÓNBRAUTIR Þetta er mun hærri grunntíðni en grunntíðni b- bylgju, og því gefur Fourier-greining möguleika á að aðskilja þessa annars nátengdu þætti í sjónhimnuriti. Fourier-greining verður því sífellt vinsælli sem aðferð við úrvinnslu slíkra gagna klínískt (43,5). En þar senr grunntíðni sveiflu- spenna er um 150 Hz að meðaltali í fólki (samkvæmt Fourier-greiningu) er venja að stilla bandvídd skráningarmagnara við klíníska töku sveifluspenna á bilið 100-1000 Hz, og þá fást niðurstöður eins og sýndar eru á mynd 2. KLÍNÍSKT NOTAGILDI SVEIFLUSPENNA. Nokkuð er deilt um hversu næmar sveiflu- spennur eru við eftirlit með sykursýki, eða breytingum í sjónhimnu vegna sykursýki (diabetic retinopathý). Sumir telja að hægt sé að greina slíkar breytingar löngu áður en þær verða sjáanlegar í venjulegri augnbotnaskoðun (9). Arden og félagar (2) telja hins vegar að PERG sé mun næmari á þetta en sveifluspennur, en það er umdeilt atriði; þessar mælingar virðast mæla virkni taugafruma í sjónu á svipuðum slóðum, og því hugmyndin e.t.v ekki fjarri lagi. Nýleg athugun á hópi sjúklinga með insúlín-háða sykursýki styður skoðun Arden, og sýnir að PERG er lækkað að spennu snemma í sykursýki, áður en skemmdir koma fram í augnbotna- skoðun, og að fylgni er á milli þess hversu langt er síðan sjúkdómur var greindur og lækkunar í spennu PERG (24). En varðandi sveifluspennur benda menn á að það verði lækkun í spennu fyrst (pre-diabetic retinopathy), síðan jafnframt aukning í dvöl (implicit time) þeirra (sérstaklega við nýæðamyndun) og síðast hverfi þær algerlega í diabetic retinopathy; þetta gerist áður en nokkrar breytingar verða í b-bylgju, en þegar sveifluspennur eru horfnar eru fram komnar skemmdir í augnbotnum (9). Aðrir benda á og hafa sýnt fram á að það er talsverður breytileiki í spennuvídd sveifluspenna mælt frá sama ein- staklingi, sem dragi úr áreiðanleika í greiningu þeirra (21). í súrefnisþurrð vegna sykursýki (diabetic retinopathy) eru vísbendingar um lækkun í grunntíðni sveifluspenna mæld með Fourier-greiningu. í athugun á þessu atriði reyndist meðal-grunntíðni hjá heilbrigðu fólki vera 147 Hz (staðalfrávik 5 Hz) en 139 Hz (staðalfrávik 7 Hz) hjá fólki með diabetic retinopathy (43). Engin tölfræðileg greining á þessurn meðaltölum var uppgefin og staðalfrávik skarast, þannig að ekki er vist að þetta sé marktækt. Hins vegar sýndi Fourier-greining að styrkur (power) spenna í ERG á þessu tíðnisviði var mun lægri meðal sjúklinganna, eins og við var að búast. Það er því óljóst hvort grunntíðni ein sér gefur nokkrar upplýsingar um pathologiskt ástand. Ljósaðlögun og rökkuraðlögun, auk birtu- magns áreita og vídd sjáaldurs, hafa áhrif á sveifluspennur og geta valdið fyrrgreindum breytileika. Einnig getur hiutfallslegt vægi stafa og keila (og þá næmi þeirra) haft þar áhrif, en báðar gerðir Ijósnema virðast miðla boðum er leiða til sveifluspenna, a.m.k í mönnum. Þannig er hægt að mæla sveifluspennur stafa með dimmum bláum áreitum og fullkominni aðlögun að rökkri, aðskilið frá sveifluspennum keila, sem hægt er að mæla með björtum hvítum eða rauð- um áreitum og aðlögun að ljósi (44). Fourier- greining sýnir að grunntíðni sveifluspennanna er hin sama í báðum tilfellum (um 150 Hz) (44), en það er erfitt á þessu stigi að sjá klíníska gagn- semi þess að aðgreina þátt stafa og keila í sveifluspennum, þótt akademískt geti þetta talist athyglisvert. ÞRÖSKULDSSVAR STAFA (SCOTOPIC THRESHOLD RESPONSE, STR). Áður en skilið er við athuganir á starfsemi aftari hluta sjónhimnu með ERG sem vakið er með ljósblikkum (flash ERG), er rétt að nefna fyrirbæri sem hefur fundist nýlega og vekur mikinn áhuga nú, þótt klínískt notagildi sé enn 110 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.