Læknaneminn - 01.10.1995, Page 121

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 121
SJÓNBRAUTIR Mynd 3. Þröskuldssvar stafa (STR) skráð með hornhimnuskauti frá manni með eðlilega sjón. Birtumagn ertingar (sem var lOgsek að tímalengd) var aukin kerfisbundið í logarythmískum skrefum; mest birtumagn var notað við töku neðstu skráningar. Birtumagn er sýnt í tölum í vinstra dálki við skráningar, sem log skammtar (photons) er falla á hverja gráðu sjónhorns, miðað við507nm sem hámarksbylgjulengd Ijóssins (þ.e. optimal ertingfyrir stafi). Þröskuldssvar (merkt STR) kemur greinilega fram við 3.3 log skammta og við tekur b-bylgja (PII) stafa. (Breytt eftir Sieving og Nino, 1988, (fig 1) með góðfúslegu leyfi R.Sieving. ekki ljóst vegna skorts á rannsóknum. Þetta er ERG svar sem kalla rnætti á íslensku þröskulds- svar stafa (scotopic threshold rsponse, STR) (29,30). Til þess að vekja b-bylgju stafa þarf birtumagn ljóss sem fólk með eðlilega sjón á tiltölulega auðvelt með að sjá, þ.e. sem er langt fyrir ofan skynfræðilegan (psychophysical) þröskuld stafa í auga sem er aðlagað að rökkri (12). Að þessu leiti eru skynfræðilegar aðferðir næmari en ERG, en hins vegar „huglægar“ (sem er ekki endilega frágangssökl). Hefur næmi einstaklings fyrir lítilli birtu minnkað af ein- hverjum sökum, t.d. á byrjunarstigi retinitis pigmentosa (22)? Þessu er ekki hægt að svara með því að mæla b-bylgju, en umkvartanir um náttblindu eru augljóslega tengdar þessu. Hins vegar hafa menn fundið að með því að aðlaga að rökkri rækilega (í ca. klukkustund), lengja skráningartíma eftir ertingu (upp í ca. 500 msek.) og auka mögnun enn frekar en venja er að gera við töku ERG, er hægt að skrá svör við áreitum sem eru allt upp í 3 logariþmískum einingum minni að birtu en þarf til að vekja b-bylgju, og reyndar mjög nærri „huglægum" þröskuldi (30). Dæmi um slíkt svar er sýnt á mynd 3. Þetta svar hefur nrjög langa dvöl (um 150 msek.), er negatíft við hornhimnu og frekar smátt (sjaldan rneir en 15pV). Þetta svar er hægt að skrá frá bæði mönnum og öðrum spendýrum, s.s. öpum, köttum, og rottum. Tilraunir á öpum, köttum og rottum benda ótvírætt til þess að uppruni þessa svars sé á svipuðum slóðum og sveifluspenna, þ.e. ama- crine frumur, sem skýrir þá hina löngu dvöl (t.d. 35). Það hljómar e.t.v. undarlega en frá raflíl'- eðlislegu sjónarmiði (þ.e. ERG) virðast amacrine frumur nænrari fyrir birtumagni en stafirnir sjálfir! Skýringin á þessu er væntanlega sú að það verður einhver mögnun í straumflæði við þessar frumur (sem í mönnum, öpum, og köttum fá margar hverjar eingöngu boð frá stöfum) sem skili sér í þröskuldssvari stafa, en straumflæðið við stafina sjálfa sé ekki nægjanlegt við þrösk- uld. Þessi mæling er erfið, en gefur möguleika á að auka getu til að greina vandkvæði í starfsemi sjónhimnu fyrr, og er auk þess enn ein raflíf- eðlisleg aðferð til viðbótar sem virðist nokkuð sérhæfð fyrir aftari hluta sjónhimnu. Ef t.d. einstaklingur er með eðlilegar b-bylgjur, og eðlilegar a-bylgjur en óeðlilegt þröskuldssvar stafa er vandinn líklega í aftari hluta sjónhimnu, LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.