Læknaneminn - 01.10.1995, Side 130

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 130
ABSTRAKTAR einstaklingar (14 konur og 11 karlar) á aldrinum 30-78 ára (meðalaldur=49.8 ár). Þríglýseríð og kólesteról í blóði voru 8.49 ( 7.47 mmól/L) og 7.43 ( 2.30 mmól/L). Sex sjúklinganna voru með sykursýki og einn var meö lípódystrófíu. Allir nema einn höfðu verið án blóðfitulækkandi lyfja í 1 til 6 vikur þegar sýnataka fór fram. Aðferðir: Blóö var dregið fyrir og 10 mínútum eftir gjöf heparíns (30 ein/kg líkamsþyngdar) í æð. Plasmað skilið frá og fryst viö - 70(C fram að notkun. Magn LPL var mælt með one step sandwich enzyme immunoassay (Markit-F-LPL). Magn LPL, gefið upp sem ng/ml, var reiknað út frá sex punkta staðalkúrfu. Niöurstöður: Magn LPL, í ng/ml, er reiknað sem mismunur á milli gilda sem fengust vió mælingar á pre- og post-heparínsýnum. Magn LPL hjá sjúklingum (n=25) var á bilinu 65,5-404 ng/ml. Meðaltalið var 228,3 ( 97,2 ng/ml). Magn LPL hjá viðmiðunarhóp (n=17) var 287,5 ng/ml ( 54,1). Marktækur munur var á milli kvenna og karla í tilfellahóp (P<0.01), þar sem konur höföu mun oftar lægri massa en karlar. Um þriðjungur tilfella (32%) hafói magn á LPL sem var meira en 2 staðalfrávikum fyrir neðan meðaltal viömiðunarhóps (7 konur og 1 karl) Efnisskil: Bæði aukin myndun og minnkaó nióurbrot þríglýseríða getur leitt til hækkunar þeirra í plasma. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hjá um þriðjungi íslendinga (32%) með verulega hækkun á þríglýseríðum í blóði sé ónóg myndun á LPL meðvirkandiþáttur í hækkun þríglýseriða í blóði. Er þetta mjög sambærilegt við erlenda rannsókn þar sem tíönin var 27%. Þar sem rannsóknin takmarkaðist viö mælingu magns LPL er ekki útilokað að um annan galla í LPL sameindinni, sem ekki tekur til magns heldur virkni, sé að ræöa hjá þeim einstaklingum (68%) sem mældust meö eölilegt magn LPL í blóói sínu. Einnig getur verið aó um of mikla myndun á þríglýseríðum í lifur sé að ræða. Frekari rannsókna er því þörf til að komast að orsök hækkunar á þríglýseríðum hjá einstaklingum með eðlilegt magn LPL í blóói. SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI GULBÚSSTUÐNINGI í GLASAFRJÓVGUN. Brynhildur Eyiólfsdóttir1. Guðmundur Arason2. 'LHÍ, 2Glasafrjóvgunardeild Landspítalans. Inngangur: Á glasafrjóvgunardeildum er oftast gefin meðferð eftir fósturfærslu sem ætluð er sem stuðningur við gulbú Ýmist er gefið prógesterón eöa hCG (human chorionic gonadotrophin). Hvor meðferðin verður fyrir valinu er háð ýmsu, en tekið er tillit til hættu á oförvun eggjastokka (ovarian hyperstimulation syndrome), við gjöf á hormónum. Á íslandi hafa bæði lyfin verið notuð en ekki hafa verið til tölur um þaó hvort munur sé á þungunartíóni þeirra kvenna sem hafa fengið hvort lyfið fyrir sig. Þessi aftursýna rannsókn kannar áhrif þessara tveggja Iyfjameóferóa á tíöni klínískt staðfestra þunganna. Efniviður og aöferðir: Efniviðurinn voru skýrslur um 367 fósturfærslur geröar á glasafrjóvgunardeild Landspítalans, þarsem 178 höfðu fengió hCG en 189 fengu prógesterón. Hóparnir voru sambærilegir hvað varóaði gæói og fjölda fósturvísa sem settir voru upp. Kona taldist klínískt þunguö ef þungunin var staöfest með ómun á 6. viku. Hvor grunnhópur var svo flokkaóur niður í undirflokka eftir aldri, hversu mikla örvun þurfti, estrogen styrk, íjölda fósturvísa sem voru settir upp og hvort fósturflutningur fór fram á 2. eða 3. degi eftir eggheimtu. Einnig var athugað hvort munur væri milli hópa á tíðni oförvunar eggjastokka, íjölburafæðingum, utanlegsþungunum og fósturlátum. Niðurstöður: Niöurstöóurnar voru þær að ekki var marktækur munur á klínískri þungunartíðni hópanna, hvorki í heild sinni né þegar undirflokkarnir voru bornir saman. Ekki reyndist heldur vera munur á milli hópanna hvaö varðar oförvun, fósturlát og fjölburafæðingar. Efnisskil: Þessar niðurstöður gefa því til kynna að þessar tvær meðferðir séu jafngóðar meó tilliti til þungunar og því þurfi ekki að taka tillit til þess við val meðferðar, heldur horfa einungis á aðra þætti svo sem hættu á oförvun og aukaverkanir. SJÁLFSMORÐ EITILFRUMNA Daníel Karl Ásgeirsson Helga Ögmundsdóttir2, Asbjörn Sigfússon3. 'LHI, 2Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Islands í frumu- og sameindawfrœði,3Rannsóknastofa í ónœmisfræði. Inngangur: 85% follicular og 20% diffuse B frumu lymphoma einkennast af litningavíxluninni milli litninga nr 14 og 18. Komið hefur í ljós að við þessa víxlun flyst svokallað bcl-2 prótein (skammstöfun á B Cell Lymphoma) frá sínum eðlilega stað á litningi nr 18. yfir á litning nr. 14 þar sem immúnóglóbúlín afritunarsvæði er. Undir stjórn Ig prómótersins tjáist bcl-2 í margfalt meira mæli en eðlilegt er. Tilraunir á interleukin háöum frumulínum sem sýktar hafa verið með bcl-2 geni tengdu Ig prómoter, þannig að bcl-2 oftjáist í þessum frumum, sýna að lengri tími líður þangaö til aó þær fara í apoptósis (frumu sjálfsmoró) en samanburöarfrumur þegar viökomandi interleukin skortir. Þessi oftjáning á bcl-2 og aukna antiapoptósis virkni er talin eiga þátt í meinmyndun eitilfrumukrabbameins. Viótekin tilgáta er aö lengra líf eitilfrumna búi í haginn fyrir frekari stökkbreytingar og stuðli þannig að krabbameini (stökkbreytingar = fasti * lífslengd) frekar en að bcl-2 valdi krabbameini per se. Rannsóknir undanfarin ár hafa sýnt að bcl-2 er staðsett á innri himnu hvatbera og því hafa sjónir beinst aó því að antiapoptósis virkni bcl-2 hafi eitthað með ildisháóan orkubúskap að gera (radical scavenger?). En nýjustu rannsóknir gefa tilefni til að ætla aó bcl-2 bindist frumusjálfsmorös- hvetjandi próteininu bax og hindri virkni þess (sem er aó mynda homotvennd og koma af stað frumusjálfsmorði). Eftirfarandi skýringarmynd skýrir þetta. bax/bax tvenndin virkjar ICE bcl2/bcl2 <-> bcl2/bax <-> bax/bax -> ensýmið sem virkjar endónúkleasa og sendir frumuna í apoptosis. Þannig að bcl-2 viröist ekki hafa sína eigin virkni heldur sé einskonar handjárn sem heftir áhrif bax/bax. Áhuga Krabbameinsfélags Islands á þessu próteini má rekja til íslenskrar fjölskyldu meó óvenju háa tíðni ýmissa tegunda hvítblæðis. Fjölskylda þessi hefur verið í rannsókn undanfarin ár og benda niðurstöður til arfgengrar aukningar á lífslengd eitilfrumna þeirra. Vonast er til að vitneskja um bcl-2 tjáningu eitilfrumna hvítblæðissjúklinga gefi eitthvert forspárgildi um gang sjúkdómsins. Þessari rannsókn er ætlað aó kortleggja tjáningu bcl-2 hjá heilbrigðum einstaklingum í tíma með og án örvandi.efna. Efniviður ug aðferðir: Eitilfrumur eru einangraöar á hefðbundinn hátt og tvílitaóar með flourescent tengdum einstofna mótefnum (phycoerythrin og flourescein isothiocyanate). Frumunum er síðan dælt inn í frumuflæöisjá af Beckton Dickinson geró. Frumuflæðisjá (FACS=Flourescent Activated Cell Scanner) er vél sem tekur upp í sig lausn af frumum og lætur þær flæóa í einfaldri röö fram hjá ýmsum nemum sem sem gefa hverri frumu 4 gildi. Þessi gildi byggjast á því hvernig fruma dreifir ljósi og hvort flourescent mótefni sé til staðar eða ekki (sem komió er í örvaö ástand með argon geisla). Þessi gildi eru 1. Stærö 2. Innri gerö (granularity) 3. Rauður litur 4. Grænn litur. Frumuhópurinn sem FACS tækiö hefur gefið gildi er síðan skoðaður og eiginleikar hans metnir í svo kölluöu dot plot formi. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að við 0 klst er bcl-2 dreifing útlægra eitilfrumna bímódal og vió rækt í 4 klst eykst bcl- 2 tjáning eitilfrumanna þannig aö úr veróur einn einsleitur hópur sem 120 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.