Læknaneminn - 01.10.1995, Page 134

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 134
ABSTRAKTAR 1,3,5 og 6 bóluefnið á sama hátt og áður, hópur 2 fékk bóluefnið í nef en hópur 4 undir húð. Fjórtán dögum síðar voru mýsnar aflífaðar og eftirtalin sýni tekin: Munnvatn, blóð, nefskol, húð, penis, lungu, milta, magi, skeifugörn, jejenum, ileum og colon. Sýnin voru síðan meöhöndluö hvert á sinn hátt og styrkur mótefna reiknaður út frá mælingum á gleypni í ELISA. Styrkur IgA, IgG og IgM var mældur í öllum sýnum en IgGl, IgG2a, IgG2b og IgG3 einungis í hluta þeirra. Niðurstöur og efnisskil: Helstu niðurstöður voru þær að styrkur IgA varð hæstur í blóði, milta, lungum og nefskoli hjá hópnum sem fékk samsetninguna in/sc-in/sc og næst hæstur hjá in-in hópnum. IgA í munnvatni, maga, risli og húð var hæst eftir in-in samsetninguna og næsthæst eftir in/sc-in/sc (nema munnv.). IgG í blóði var mest eftir sc- sc samsetninguna en næst mest eftir in/sc-in/sc. í milta, lungum, skeifugörn og ileum reyndist styrkur IgG vera hæstur í in/sc-in/sc hópnum en í colon var styrkurinn hæstur í in-in hópnum. Ekki var marktækur munur á styrk IgG í öðrum sýnum. Styrkur IgM var mjög lágur í öllum sýnum nema í blóöi og milta. ! blóði var styrkur IgA og allra undirflokka IgG áberandi lægstur í hópnum sem fékk fyrri bólusetninguna í nef og þá seinni undir húð. Þetta samræmist niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem bendir til þess að nefslímhúðarbólusetning sem veldur bæði bæði almennu og slímhúðarónæmissvari geti bælt T-og B-frumusvar ef einstaklingur sem bólusettur hefur verið í nef fær endurbólusetningu undir húð. Af þessu má draga þá ályktun að virkjun bæöi slímhúðarónæmiskerfisins og hins almenna í einu lofi mjög góðu. Ég veit ekki til þess aö þaö hafi verið reynt fyrr og mér þykir því vert að rannsakað það betur. SIÐFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR VID TAKMÖRKUN MEÐFERDARVIÐHORFSKÖNNUN MEÐAL LÆKNA OG H.IÚKRUNARFRÆDINGA UM TAKMÖRKUN MEÐFERÐAR VIÐ LÍFSLOK. Elsa B. Valsdótlir1 Pálmi Jónsson2, Hildur Helgadóttir5, Vilhjálmur Árnason4,1 LHt.:Hiúkrunarframkvæmdastjórn Bsp, 3Öldrunardeild Bsp.4Heimspekideild HÍ InnganguriScgja má að læknisfræðin byggi á tveimur hefðbundnum siðalögmálum: frumskyldu allra lækna aö gera ekki illt og að gera gott. Nútímalæknisfræði með öllum þeim tækni-framförum sem henni fylgja hefur vakið upp nýjar siðfræðilegar spurningar og til að svara þeim hefur tveim siðalögmálum til viöbótar þeim hefðbundnu verið beitt, en það eru viróing fyrir sjálfræði einstaklingsins og krafan um réttlæti. Ein þessara nýju siðfræðispurninga snýr að þeirri meðferð sem veitt er; hvenær á að veita fulla meðferð og hvenær ekki? í Bandaríkjunum hafa rannsóknir og umræður á þessu sviði verið töluverðar. A Islandi hafa engar rannsókir verið gerðar er snerta læknisfræði og siðfræði, en umræöa hefur verið nokkur. Til að kanna hvort og þá hvaða siðfræðilegu þættir hafa áhrif á ákvörðun um takmörkun nieðferðar viö lífslok var gerð könnun meðal lækna og hjúkrunarfræöinga til aö athuga þeirra viöhorf. Sérstök áhersla var lögð á samskipti og viðhorf til sjálfræðis sjúklinga. Efniviður og aðferðir:Könnunin var gerð meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á handlækninga-, lyfækninga-, svæfinga- og gjörgæsludeildum Borgarspítala og Landspítala. 184 læknar og 239 hjúkrunarfræðingar fengu sendan spurningalista meö 11 spurningum og þremur sjúkratilfellum. Tölfræðilegur samanburður milli hópa var gerður með kí-kvaðratsprófi. Munur skoðaðist marktækur ef p<0,05. Niðurstöður: Skil voru um 55%. í ljós kom það almenna viðhorf að virða beri óskir sjúklings og sjálfræöi hans til að hafna lífslengjandi meðferð. MikiII meirihluti er fylgjandi því að til séu skráðar leiðbeiningar innan spítalans um takmörkun meðferðar við Iífslok. Siíkar leiðbeiningar eru taldar stuðla að meira samráði milli fagfólks og við sjúklinga. 2/3 lækna vilja vísa ágreiningi um meðferð milli heilbrigðisstétta og sjúklings eða innan heilbrigðisstétta til siöanefnda Iækna eða landlæknisembættisins en yfir 70% hjúkrunarfræðinga vill vísa slíkum ágreiningi til þverfaglegra siöanefnda. Einungis 7% þátttakcnda telja réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum aö deyöa ólæknandi sjúkling ef hann óskar þess og 3% hjúkrunarfræðinga eru þeir einu sem telja aó þeir yrðu viö slíkri bón. Læknar segjast eiga auðveldara en hjúkrunarfræðingar með að ræða takmörkun meðferöar við lífslok við sjúklinga; 73% lækna segja þaö auðvelt eða frekar auðvelt en 63% hjúkrunarfræðinga erfitt eða mjög erfitt. 78% lækna telja sig alltaf eða oft hafa samráö viö hjúkrunarfræðinga við ákvöröun um takmörkun meðferðar við lífslok en 59% hjúkrunarfræðinga telja lækna gera það sjaldan eöa aldrei. 40% lækna á Landspítala og 29% á Borgarspítala telja að kostnaður eigi að ráða einhverju um það hvort nieðferð er veitt við lok lífs eóa ekki; 15% hjúkrunarfræðinga eru á þeirri skoðun. EfnisskihMarktækur munur reynist vera á afstöðu lækna og hjúkrunarfræðinga í sumum málum og milli spítalanna í öðrum. Ástæða þess að hjúkrunarfræðingar eru meira fylgjandi skráðum leióbeiningum en læknar kann að felast í því aukna öryggi sem slíkar leið-beiningar eru taldar veita starfsfólki. Stærri hluti hjúkrunarfræðinga en lækna telur réttlætanlegt undir einhverjuni kringumstæöum að deyða ákvörðunarhæfan ólæknandi sjúkling æski hann þess. Gæti orsaka þess verið að leita í því að samskipti hjúkrunarfræöinga við sjúkling eru oft nánari og tíðari en samskipti læknis og sjúklings og hjúkrunarfræðingar því meðvitaðri um þjáningar sjúklingsins? Sá mikli munur sem læknar og hjúkrunarfræöingar telja vera á samráði Iækna viö hjúkrunarfræðinga felst að öllum líkindum í mismunandi túlkun á „samráði“ - læknar telji sig hafa samráð þegar þeir eru að tilkynna öðrum einhliða ákvörðun sína. Erfitt er að skýra hví hjúkrunarfræðingar telja síður en læknar aö kostnaður eigi aó hafa áhrif á hvort meðferð er veitt við lífslok eða ekki. Fleiri læknar á Borgarspítala hafa alltaf samráð við sjúklinga um takmörkun meðferðar. Það kann að skýrast af skráðum leiðbeiningum á Borgarspítala. BRJÓSTAKRABBAMEIN OG BOÐEFNI ÓNÆMISKERFISINS Gunnar Biarni Ragnarsson1 og Helga Ögmundsdóttir2 1 Lœknadeild Háskóla Islands og 2Rannsóknastofa Krabbameinsfélags íslands í frumu- og sameindalíjfrœði Inngangur: Eitilfrumur eru venjulega til staðar í brjóstavef en íferð þeirra eykst oftlega í brjóstakrabbameini. Það hefur veriö tengt betri, verri eða óbreyttum horfum. Af samræktartilraun æxlis- og eitilfrumna var dregin sú ályktun að æxlisfrumur gætu verið ónæmar fyrir drápsvirkni, eitilfrumur hefðu oft fulla virkni og að þær seyttu efnum, hugsanlega cýtókínum, sem gætu örvað vöxt æxlisfrumna. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvaða cýtókín eru hugsanlega til staðar í brjóstakrabbameini, styrk og áhrif þeirra á krabbameinsfrumur. Mæld voru cýtókínin IL-12 og IFN-g (einkenna frumubundið ónæmissvar, Thl) og IL-4 (ofnæmissvar, Th2) auk TNF-a. Áhrif IFN-g , TNF-a og IL-6 á krabbameinsfrumur voru skoðuð. Efniviður og aðfcrðir: Blóðsýni og fersk brjóstasýni (eðlilegur og æxlisvefur), fengust úr 16 konum með brjóstakrabbamein. Flot (burðarflot) sem vefjasýnin voru geymd í var skilið frá. Bitarnir duftaðir, Ieystir upp, hratið skilió niöur og flot (vefjaflot) fleytt af. Með ELISA-prófi voru IL-12 (næmni 5 pg/mL), IFN-g (3 pg/mL), IL-4 (4,1 pg/mL) og TNF-a (4,4,pg/mL*; 0,180 pg/mL**) mæld í burðar- og vefjafloti og plasma . Eitilfrumur frá tveimur sjúklingum voru vaktar upp og settar í rækt með vefjahrati (eðlilegt og æxlis) úr þeim sjálfum. Flot var tekiö á degi 2,4 og 6 og áðurnefnd cýtókín mæld og í lokin var tymidínupptaka þeirra ákvörðuð. Tvær brjóstakrabbameinslínur (T47D og ZR-75-1) voru ræktaðar og IL-6 (10000 U/mL) bætt út í helminginn af ræktunum á degi 5. IFN-g (300 U/mL) og TNF-a (450 U/mL) var bætt út á ræktir á 7. degi þ.a. sýnishorn fengust af ræktum sem innihéldu 124 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.