Læknaneminn - 01.10.1995, Page 135

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 135
ABSTRAKTAR allar cítókíngerðirnar í öllum mögulegum samsetningum. Smásjárljósmyndir af ræktunum voru teknar á tveggja daga fresti í 9 daga (dagur 5-13). Niðurstöður: IL-12, IL-4, TNF-a (*) og IFN-g var mælt í 8 sýnum og kom út neikvætt eða mjög lágt. Hin 8 sýnin voru meðhöndluð þ.a. próteinstyrkur var hærri (3-10x) og mældist þá TNF-a (**) marktækt hærra í æxlisvefjafloti (parað t-próf, einu öfgagildi sleppt, p < 0,04) og í burðarfloti (öll gildi, p < 0,008) miðað við sýni úr eðlilegum vef. IFN-g mældist örugglega í einu æxlisveíjafloti og hugsanlega í tveimur öðrum (mjög lág gildi) en IL-12 og IL-4 voru ekki mæld. Cýtókín mældust vart eða ekki úr eitilfrumuræktunum líklegast vegna þess að þær hafi drepist sem endurspeglaðist í mjög lítilli tymidín upptöku. Æxlisfrumur af gerðinni T47D sýndu minnkaða samloðun vegna IL-6, TNF-a dró úr viðloðun við yfirborð ræktunarskála, frumublöðrur mynduðust og frumudauði jókst. IL-6 og TNF-a sýndu samvirkni m.t.t. þessara þátta þegar þau voru höfð saman. IFN-g hafði lítil áhrif á T47D eitt og sér, þó var eilítið minnkuð samloðun en með IL-6 var minnkaði samloöun meira og sérkennileg kúlulögun varð á frumunum. IL-6 og TNF-a saman valda myndun fíbróblastalíkra ZR- 75-1 æxlisfruma sem sjást ekki í ræktum þar sem aðeins annað er til staðar. í ræktum þar sem IFN-g og TNF-a var haft losnuðu frumur niikið af yfirboröi en þessi áhrif var erfitt að meta því vegna óhappa í framkvæmd voru ekki neikvæðar samanburðarræktir til fyrir ZR-75-1. I'fnisskil: TNF-a mælist marktækt hærra í æxlisvef en eðlilegum brjóstavef og IFN-g mælist einnig í æxlisvef. Bæði þessi cýtókín hafa áhrif á hegðun krabbameinsfruma í rækt ásamt IL-6, sem hefur áöur mælst hækkað í blóði kvenna með brjóstakrabba. IL-6 minnkar samloðun, og TNF-a viðloðun og eykur frumudauða og þau hafa samvirkni hvort á annað. IL-6 sýnir auk þess meðvirkni við TNF-a og IFN-g til breytinga á frumulögun sem sjást ekki þegar cýtókínin eru ein og sér. Þessar niðurstöður benda til að boðefni ónæmiskerfisins hafi bein áhrif á brjóstakrabbameinsfrumur. BRÁÐAMEÐFERÐ Á KRÖMPUM. Rannsókn á diazepam nefúða, klíniskur fasi I. Helvi Jónsson* 1. Sveinbjörn Gizurarson2, Friðrik K. Guðbrdndsson3. 'LHÍ, 2Lyjjafræði lyfsala LHÍ, 3HNE Borgarspítalinn. Inngangur: Bráðameðferð á krömpum felst aðallega í því að gefa diazepam eða clonazepam í æð, eða gefa diazepam sem klysma í endaþarm. Þessar aðferðir eru árangursríkar en hafa ákveðna annmarka. LyQagjöf í æð er aðcins framkvæmd af menntuðu starfsfólki, sem er þjálfað í að gefa lyf, sjúklingum sem eru í krampa. Endaþarms lyfjagjöf er einfold en ekki hcppileg við allar aðstæður og er aðallega beitt á börn með hitakrampa. Aukinn áhugi er orðinn á gjöf lyfja á slímhúðir, sem ætluð eru til system verkunar. Slímhúð nefholsins er dæmi um slíkt. Ýmsir þættir hafa áhrif á hraða og upptöku lyfja yfir slímhúð, einn slíkur er burðarefni lyfjablöndunar. Dýratilraunir mcö benzodiazepín nefúöa hafa gefið til kynna að lækningalegur styrkur í blóði náist innan 2 mínútna, og hámarksstyrkur þegar u.þ.b. 2 mínútur cru liðnar frá lyfjagjöf. Tíminn er mjög háður burðarefni blöndunnar. Að geta gefið diazepam sem nefúða er til mikilla bóta fyrir sjúklinginn og ekki síst ættingja hans. Þeir gætu gefið lyfið, í staö þess að standa bjargarlausir og bíða aðstoðar, því það er mjög mikilvægt aö grípa inn í sem fyrst til að koma í veg fyrir taugaskaða. Efniviður og aðferðir: Tilrauninni var ætlað að athuga aðgengi og lyflirif mögulegra nefúöa sem hægt væri að nota til bráðameðferðar á krömpum. Rannsóknin var byggð upp sem opið cross-over mat á 9 heilbrigöum einstaklingum á aldrinum 21-29 ára af báðum kynjum, sem fengu lyfið í æð og svo sem tvennskonar nefúða á þremur aðskildum tilraunadögum. Lyfjablöndurnar voru eftirfarandi: A) Stesolid 2,5 mg, gefið í æð; B) 2,5 mg diazepam í PEG200 meö 5%gIycofurol og C) 2,5 mg diazepam í PEG300. Þátttakendurnir sem valdir voru úr hópi umsækjenda höfðu enga alvarlega hjarta, nýrna- eða lifrarsjúkdóma og enga sjúkdóma í nefholi (t.d. kvef, ofæmi). Þeir máttu ekki neyta áfengis 3 dögum fyrir framkvæmd og ekki taka inn róandi lyf. Auk þess máttu þeir ekki heldur vera á lyfjum sem milliverkuðu vió diazepam (nikótín meðtalið). Fyrir og eftir lyQagjöf voru teknar blóðprufur til að meta breytingar á styrk diazepams í blóói. Einnig voru lagðar spurningar og próf fyrir þátttakendur fyrir og eftir lyfjagjöf til að meta breytingar á andlegri líðan, skammtímaminni og hreyfiviðbragöi. Eftir aö hafa fengið lyfið í nef mátu þátttakendur ertinguna auk þess sem hún var metin klínískt af lækni 30 mínútum eftir lyQagjöf. Niðurstöður: í ljós kom að styrkur diazepams í blóði var í hámarki eftir 10 mínútur ef notaður var nefúði og var þá 40% af plasmastyrk eftir i.v. gjöf. Það kom einnig í ljós að styrkur lyfsins eftir nefúöann reyndist stöðugri, þaö kom ekki eins mikill toppur í byrjun og fall styrksins ekki eins ört. Marktæk breyting á líðan eftir lyfjagjöf kom ekki í Ijós og enginn munur á lyljaformum eða dögum. Hins vegar reyndist marktækur munur á líðan milli einstaklinga, sem ekki kemur á óvart. Skammtímaminni veröur aö teljast hafa breyst marktækt eftir lyfjagjöfina, og marktækasti munurinn reyndist eftir gjöf nefúóa B). Það reyndist ckki marktækur munur á skammtímaminni milli daga eða einstaklinga, sem hlýtur aö styrkja niðurstöðurnar frekar. Ekki reyndist marktækur munur á hreyfiviðbragði. Efnisskil: Við teljum að þessar niðurstöður séu í samræmi við það sem búast mátti við. Það er kostur aö styrkur lyfsins virðist vera jafnari þó svo að hann náist ekki eins fljótt upp eins og eftir i.v. gjöf. Það gefur vonir um aö lyfið væri öruggara fyrir óvana að meðhöndla og jafnvel hægt að komast hjá aukaverkunum eins og öndunarlömun. Lyfhrifapróf voru ekki marktæk við svo lága skammta nema skammtímaminnið. Útkoma þess var þó þannig að nefúðinn kom engu verr út en stungulyfið. Þessar niðurstöður hvetja því til frekari rannsókna á þessu sviði, því ef hægt er að koma lyfinu í hendur aöstandenda þá má reikna með lækkuðum innlagnarkostnaði og eðlilegra fjölskyldulífi. CALCIUM METABOLISM IN CHRONIC SPINAL CORD INJURV SUBJECTS. Ingi Þór Hauksson1. William A. Bauman M.D.23, Kristján T. Ragnarson M.D.2, Holly Drexler4, Ann M. Spungen5, You Gong Zhong6. 1 University of Iceíand Medical School, 2M.D., Mt. Sinai Medical Center, NY. 3M.D. Director Spinal Cord Damage Research Center, Veterans AJfairs Medical Center, Bronx, NY. 4Technician SCDRC. 5Research Co- ordinator SCDRC. 6M.D., VAMC. Introduction: Subjects with spinal cord injury (SCI) are known to have increased risk of bone fractures even with minor trauma, especially of appendicular Iong bones. The predominant factor is reduced bone mineral content, a consequence of accelerated bone loss. Other factors contributing are vitamin D deficiency, decreased sun exposure and reduced endogenous synthesis of vitamin D. Changed dietary habits in SCI may be partially to blame. Following immobilization aftcr acute injury, a rapid phase of bone loss with associated hypercalcemia/ hypercalciuria and hyperphosphatemia results. 6 to 18 months post-SCI. bone loss stabilizes, which is characterized by normocalcemia or even mild hypocalcemia (total calcium) with longer time duration since injury, possibly related to lower serum binding proteins levels. Vitamin D and its hydroxylated products has a multipliats of roles in calcium and bone metabolism. A state of vitamin D deficiency has LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 125
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.