Læknaneminn - 01.10.1995, Page 143

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 143
ABSTRAKTAR LYFHRIF ALGENGRA LYFJA Á AMPICILLÍN-ÓNÆMA ENTEROKOKKA Tryvvvi Helgason'. Helga Erlendsdóttir2, Sigurður Guómundsson3, 1LHI, 2sýkladeild Landspítalans, 3Landspítalinn. Inngangur: Á síðustu árum hefur sýkingum vegna enterokokka, þar meö talið ampicillín-ónæmra enterokokka, farið íjölgandi. Hér á landi hefur ekki boriö mikið á ónæmi enterokokka, fyrr en á síðasta ári. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna lyfhrif, s.s.virkni (MIC/MBC), drápshraða og eftirvirkni (postantibiotic effect) lyfja sem algengt er að nota gegn enterokokkum. Efniviður og aðferöir: Á tímabilinu sept.’93 til des.’94 ræktuðust 6 ampicillín-ónæmir E. faeciuni-stofnar frá 11 sjúklingum á deildum LSP. Þar af 3 úr blóði. Aðrar ræktanir voru úr: sárum(3), þvagi(2), CSF(l), saur(l) og einn sjúklingur bar bakteríuna en var ósýktur (colonisation). í öllum tilvikum var E. faecalis staðalstofn ATCC 29212 skoðaður um leiö. Könnuð voru lyfhrif fjögurra IyQa, ampicillíns(A), gentamicíns(G), vancomycíns(V), og imipenems(I) hvers fyrir sig og í samsetningum. Notuð var lyQaþéttni í margfelduni af lágmarks- heftistyrk(MIC): frá lx til 8x fyrir A og V, lx og 2x fyrir G og I, auk 0,5x MIC fyrir G í samsetningum. Þol var skilgreint sem MBC/MIC- hlutfal! >32. MIC var mældur með E-test strimlum. Dráp umræddra lyfja m.v. tíma og eftirvirkni(EV) þeirra á þá 3 stofna sem ræktuöust úr blóði var mæld með líftalningaraðferð. Lágmarksdrápsstyrkur(MBC) var mældur meö örþynningum og E-testi. Loks voru borin saman MIC allra lyfja, mæld með E-test strimlum og örþynningaraðferð. Var þá bætt við tveimur næmum stofnum sem ræktast höfðu úr sjúklingum. Niðurstöður: Bakteríudráp lyfjanna var mjög mismunandi milli stofnanna fjögurra sem voru kannaðir. Hjá tveimur þeirra var dráp allra lyfja mjög lítið (< 1,4 Iogl0CFU/mL á 2 klst). Dráp á þriðja stofninum og staðalstofninum var meira, t.d. í samsetningum A og G (3-5). Vancomycín drap ekki umrædda tvo stofna (< 1,0 log10CFU/mL á 4 klst) og þann þriðja ekki fyrr en í samsetningum með gentamicíni. Imipenem hefur litla virkni umfram ampicillín. EV Iyfjanna var einnig misjöfn eftir stofnum en aö meðaltali fyrir E.faecium stofnana þrjá (í klst): A(l-8x MIC) 0,6-2,0; G(l-2x) 2,2-3,1; blöndur A og G 1,1-3,6; V(I-8x) 0,4- 1,2; blöndur V og G 2,1 -2,6; I( 1 -2x) 0,5-1,6; blanda I( 1 x) og G( 1 x) 3,5. Nókkurt ósamræmi var í MlC-mælingum með E-test og örþynningum. Með þynningum voru E. faecium stofnarnir allir ampicillín-ónæmir (MIC >64pg/mL), en með E-testi mældust 2 þeirra á mörkunum (6 og 12 gg/mL). Við mælingar á gentamicíni var meira en tvöfaldur munur hjá fjórum stofnum en tveimur fyrir vancomycín. Allir stofnar sem mældir voru reyndust hafa vancomycín-þol nema staðalstofninn. Þrír voru með (MBC/MIC 8-16) fyrir gentamicín. Efnisskil: Þótt enterokokkar séu ekki enn orðnir vancomycín- ónæmir hér á landi, þá hafa þeir náð að þróa upp þol fyrir lyfinu, svo þaö nær ekki viðunandi drápi. í samsetningum með ampicillíni jók gentamicín undir MIC (0,5x) verulega drápshraða lyfsins. Rétt væri að kanna nánar hvort enn minni skammtar gera sama gagn. Lengdin á EV lyfjanna er mjög mismunandi eftir stofnum og rétt væri að þróa einfaldari aðferðir til mælinga á henni. Gentamicín viröist vera ráðandi hvað varðar lengd EV í samsetningum með A og V, en lyfin hvert fyrir sig hafa tiltölulega stutta EV. Verulegur munur var á mælingum á MIC með E-testi og venjubundnum þynningum fyrir þessa enterokokkastofna. Notkun þess þarf að staðla betur miðað við hefðbundnar aðferðir áður en hægt er að treysta algerlega á þaö í klínískri vinnu. NIÐURS I'ÖÐUR SKURDAÐGERDA VEGNA LUNGNAKRABBAMEINS Á BORGARSPÍTALANUM, 1971-1993. Vign ir pór Biarnason1. Gunnar H. Gunn/augsson2. ‘LHI, 2Handlœkningadeild Bsp. Ingangur: Lungnakrabbamein er mannskæðasti flokkur krabbameina á íslandi, bæði meðal karla og kvenna, og skurðaðgerð með brottnámi æxlisins er talin eina mögulega lækningin. Ár hvert deyja um 80 Islendingar úr þessum sjúkdómi, sem er um fimmtungur dauðsfalla af völdum krabbameina og 5% af öllum dauðsfollum. Tölur frá 1994 frá krabbameinsfélaginu benda hins vegar til að tíðni lungnakrabbameins hafi loks náð hámarki. Þannig var nýgengi hjá körlum 35,4 af 100.000 á ári 1984-88 en 33,2 árin 1989-93. Hjá konum hefur nýgengið lækkað úr 27,1 í 25,5 miðað við sömu ár. Um 30% af sjúklingum með „non-small ceir‘ krabbamein reynast með sjúkdóminn á skurðtæku stigi og gangast undir læknandi (curative) brottnámsaðgerð. Mjög lítill hluti sjúklinga með smáfrumukrabbamein hafa skurðtækt mein. I grein eftir Hjalta Þórarinsson prófessor um árangur skurðaðgerða vegna lungnakrabbameins á íslandi 1955-1974 kemur fram að á þessum árum voru framkvæmdar 75 brottnámsaðgerðir vegna lungnakrabbameins og 5 ára lifun var 29,3%. Skurðaðgeróir vegna Iungnakrabbameins hófust á Landsspítalanum 1955 og á Borgarspítalanum 1969. Markmið þessarar rannsóknar er aö veita yfirlit yfir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins á Borgarspítalanum 1971-1993, og athuga árangur þeirra. Efniviður og aðferðir: Á 23ja ára tímabili, frá 1971 til 1993, voru framkvæmdar á Borgarspítalanum 66 brottnámsaðgerðir vegna frumæxlis í lunga í 64 sjúklingum. Tveir sjúklingar fóru tvisvar í aðgerð, annar með kirtilkrabbamein í báöum lungum, 50 dagar liðu milli aðgerða. Hinn fór 57 ára í aðgerð vegna carcinoid æxlis og 61 árs vegna flöguþekjukrabbameins, þar sem um sitthvort frumæxlið var að ræða, er hann tvítalinn, og þannig um 65 sjúklinga að ræða, 42 karlmcnn og 23 konur. Upplýsingar um sjúklinga voru fengnar úr sjúkraskrám og læknabréfum á skurðdeild Borgarspítalann, frá tölvudeild Borgarspítalans, síðustu læknabréfum þeirra sem létust á Borgarspítalanum og Landspítalanum og úr dánarvottorðum á Hagstofu íslands, auk þess sem reynt var að hafa símasamband við þá sem voru á lífi og aðstandendur þeirra sem voru látnir. Alls náðist að fylgja eftir, annaðhvort allt til dánardags eða minnst 7 ár fram í tíman, 12 af þeim 13 sjúklingum sem eru á lífi (92,3%) og öllum þeim 51 sem eru látnir. Samtals eru það 63 sjúklingar af 64 eða 98,4%. Fimm ára lifun var reiknuð út með Kaplan-Meier aðferð sem tekur tillit til þess hvort sjúklingar deyji úr lungnakrabbameini eða af meðferöartengdum orsökum annars vegar, eða hinsvegar af orsökum ótengdum lungnakrabbameini eða séu á lífi og minna en 5 ár liðin frá aðgerð. Við tölfræðilegan samanburð á lifun milli hópa var notað log- rank próf, munur var skoðaður sem marktækur ef p < 0.05. Niöurstöður: Fjórir sjúklingar höföu carcinoid æxli, 3 karlar og 1 kona, meö aldursdreifingu frá 20 upp í 57 ár og miðaldur 39.5 ár. 61 sjúklingur, 39 karlar og 22 konur, höföu önnur æxli, þar af 27 með flöguþekjukrabbamein, 25 með kirtilkrabbamein, 7 með stórfrumukrabbamein, 1 með óþroskað „non-small cell“ krabbamein og 1 með smáfrumukrabbamein. Miðaldur þessara 61 sjúklings var 65 ár, sá yngsti var 45 ára og sá elsti 85. 24 sjúklingar (36.9%) voru einkennalausir við greiningu. 21.2% aðgerða voru lungnabrottnám, 6.1% brottnám á tveimur lungnalöppum, 63.6% brottnám á einum lungnalappa, og 9.1% minni aðgerðir. Þrír sjúklingar (4,5%) létust úr fylgikvilla aðgerðar, tveir úr lungnabólgu, annar 70 ára og hinn 85, og einn lést úr lungnabilun 78 ára. Eftir 14 aðgerðir af 66 fengu sjúklingar fylgikvilla eða 21,2%, lungnabilun og gáttaflögt voru algengustu LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.