Læknaneminn - 01.10.1995, Page 147

Læknaneminn - 01.10.1995, Page 147
SKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS LÆKNANEMA 1994-1995 Aðalfundur Félags læknanema var haldinn laugardaginn þann 15. okt. 1994 og lyktaði kosningum til stjórnar á eftirfarandi veg: Formaður: Arnar Þór Guðjónsson Ritari : Ingvar Hákon Olafsson Gjaldkeri: Ingibjörg Guðniundsdóttir Formaður Kennslumála- og fræðslun: Einar Kr. Hjaltested Fulltrúi 2. árs: Halldór Skúlason Fulltrúi I. árs (byrjaði e. jól) : Rafn Hilmarsson Stjórnarfundir voru haldnir vikulega, nema sérstaklega stæði á. Hér á eftir verður leitast við að skýra frá helsta því sem á daga F.L. hefur drifið á árinu 1994-1995 SAMSKIPTI VIÐ STÚDENTARÁÐ, STÚDENTASJÓÐ OG ÖNNUR STÚDENTAFÉLÖG. SHI og formannafundir Samskiptin við stúdentaráð voru með hefðbundnum hætti, formannafundir haldnir u.þ.b þrisvar sinnum á hvoru misseri. Voru þeir fundir að mörgu leyti gagnlegir. Bæði voru þar rædd ýmis klassísk mál ss. skipulagning félagslífins og þannig hlutir en einnig ýmis framfaramál bæði kynnt og rædd. Má sem dæmi nefna nýjar verklagsreglur fyrir Háskólann, aðstoðarmannakerfi, kennslu- málaráðstefnu frantkvæmd og fyrirkomulag, einnig aðstöðumál hvers konar sem og ýmis sameiginleg hagsmunamál. Semsagt ágætir fundir en erfitt aö sækja þá því fundarboð bárust yfirleitt samdægurs eða daginn eftir. Félag deildarfélaga Félag deildarfélaga sem stofnað var með miklum látum f. 2-3 árum síðan virðist endanlega heyra sögunni til. Starfsemi þessa félags hefur legið niðri sl. ár og er það vel því tilgangur þessa félags var alla tíð hálf óljós og starfsemi sú sem það átti að inna af hendi fór aldrei almennilega af stað. Vonandi heyrir félag deildarfélaga því sögunni til. Dansleikjaliald í samvinnu við önnur deildarfélög Félag hélt áfram samstarfi við félög; hjúkrunarfræðinema, sálfræðinema, lyjafræðinema og stjórnmálafræðinema um skipulagningu og framkvæmd dansleikja. Var m.a. haldið vel heppnað jólabail á hótel íslandi í gríðarlegri samkeppni við þríeykið laganema, viðskiptafræðinema og verkfræðinema sem voru í Perlunni með sitt skrall. Er það æskilegt að halda þessu samstarfi áfram, meðan vel gengur því þetta skilar okkur aurum í kassann. Samstarf við Curator Félag hjúkrunarfræðinema Samstarf F.l. við hjúkrunarfræðinema hófst f. tæplega tveimur árum síðan og fer sífellt vaxandi. Hefur samvinna þessara félaga á sviði félagsmála gengið ákaflega vel. Mæting á þá atburði sem skipulagðir hafa verið er mjög góð, og er það kannski von til þess að samstarf sem þetta geti í framtíðinni leitt til betra andrúmslofts inni á deildum spítalanna, ekki veitir a.m.k. af!!. Síðastliðið ár hefur bæði verið skipulagt sameiginlegt fræðslukvöld, einnig var leigður salur og veitingar seldar á kostnaðarverði og boðsmiðar á ball á eftir, sem og sameiginlegt kynningarball nú í haust. Þegar þetta er ritað er þegar hafinn undirbúningar að næsta fræðslukvöldi þessara deildafélaga. Samstarf við félag lyfjafræðinema Fyrir utan jóladansleik í samstarfi með m.a. lyfjafræðinemum, þá vorum við einnig í samvinnu við þá I sambandi við árshátíðina. Hún var haldin á Ömmu Lú og var dansleikurinn sameiginlegur með lyfjafræðinemum. Var það vel heppnuð ráðstöfum, því að auk þess að læknanemar og lyfjafræðinemar skemmti sér vel saman, þá næst þarna fram ákveðin hagræðing vegna dreifingar kostnaðarins á tvö deildarfélög í stað eins. Samstarf deildarfélaganna í læknadeild er i raun nytsamlegt á mjög margan hátt því hags- munamálin eru mörg þau sömu. Sem dæmi má nefna að svo til allar deildir/ skorir innan Læknadeildar búa viö afar þröngan kost aðstöðulega séð. Samstarf þessara nemendafélaga mætti því víkka út og breikka til hagsbóta fyrir alla nemendur Læknadeildar. BREYTINGAR Á STJÓRNKERFI F.L. Eins og menn muna var stjórnkerfi gerbreytt á síðasta aðalfundi. Embættismönnum var fækkað úr tæplega 70 í 44. Breytingunum var ætlað að gera starfsemi félagsins skilvirkari, þróttmeiri og umfram allt léttari í vöfum. Er það ljóst að að breytingar þessar hafa tekist aimennt vel, öll boðskipti miklu auðveldari, starfsemi stjórnar miklum mun léttari I vöfum sem og afkastameiri. Einnig má nefna sameiningu fræðslunefndar og kennslunefndar sem hefur skilað sér í einni mjög öflugri nefnd með breitt verksvið í kennslu- og fræðslumálum læknanema. Einnig má nefna Ijármál F.L. þar sem Gjaldkeri F.L. hefur nú betri yfirsýn sem og yfirstjórn á Ijárreiðum félagsins eftir að hinar fjölmörgu nefndir F.L. fyrir utan Læknanemann og stúdentaskiptanefnd voru sviptar fjárræði. Fulltrúar yngri áranna eru virkir þáttakendur i starfi stjórnar vegna breytinga á skipan stjórnar, t.d. gjaldkeri af 3. ári í stað 5. ári). Einnig hefúr tenging stjórnar sem og hinna ýmsu nefnda F.L. tekist vel, sérstaklega við skipulagningu félagslífsins. Skipulagning hinna ýmsu atburða F.L. hver um annan þveran, eins og áður var, heyra því vonandi sögunni til. LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.