Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 148

Læknaneminn - 01.10.1995, Síða 148
ÁRSSKÝRSLA DEILDARFUNDUR OG DEILDARRÁÐ Deildarfundur Deildarfundur er æðsta vald Læknadeildar. A deildafundi eiga sæti ákveðið hlutfall stúdenta (nú 15 talsins). Deildarfundir eru haldnir tvisvar til þrisvar á ári. Núverandi deildarforseti er próf. Helgi Valdemarsson. Deildarfundir í ár fóru að mestu leyti í það að endurráða gamla lektora og dósenta og afgreiða dómnefndarálit þar um. Deildarráð Deildarráð er framkvæmdavald deildarfunda og tekur ákvarðanir um llest mál er tengjast Læknadeild. Deildarráð fundar á hálfsmánaðar fresti. Þar eiga sæti sex prófessorar deildarinnar ásamt tveimur fulltrúum stúdenta, formanni og ritara EL. Hafa nemendur tvö atkvæði af átta. Voru fulltrúar nemenda í deildarráði mjög virkir í starfsemi þess og reynt var í ríkum mæli að vekja athygli á hagsmunamálum stúdenta og benda á leiðir til úrbóta. A hverju ári eru ótal eru ótal erindi afgreidd í deildarráði, hér á eftir verður leitast við að fjalla um þau sem snúa að læknanemum beint. Takmörkun á fjölda tilrauna í numerus clausus. Deildarráð læknadeildar hafði fyrir nokkru samþykkt að lillögu kennslustjóra að setja bæri hámarksíjölda leyfilegra tilrauna í numerus clausus. Skemmst er frá því að segja að Háskólaráð felldi þessa tillögu Læknadeildar í tvígang, á þeirri forsendu að um óþarfa forræðishyggju sé að ræða af hálfu deildarinnar, svo að þessi tillaga er einfaldlega úr sögunni. Tutorakerfi Handleiðarakerfi það sem verið hafði mörg ár í undirbúningi, var hrundið af stað með miklum látum í byrjun ársins 95. Virtist sem hinir nýskipuðu handleiðarar væru ákaflega misupplýstir um þetta nýja kerfi. Fjölmargir læknanemar hafa nú þegar nærri ár er liðið frá gildistöku þessa nýja kerfis ekki enn heyrt neitt frá handleiðurum sínum. Þetta kerfi sem í sjálfu sér er ágæt hugmynd , er hálf mislukkað, a.m.k. eins og staðan er í dag, og virðist það líða fyrir hálf klúðurslega skipulagningu af hálfu læknadeildar. Ráðgjafanefnd fyrir læknanema Læknadeild hefur komið á fót ráðgjafarnefnd fyrir læknanema. í þessari eiga sæti dósent í heimilislækningum, dósent geðlækningum sem og fulltrúi F.L. Hlutverk þessarar nefndar er að virka sem nokkurs konar öryggisnet fyrir læknanema sem lenda í hvers konar vandræðum í námi sínu. Nefndinni er ætlað ráðgjafahlutverk fyrir þá sem til hennar vilja leita. Rannsóknarverkefni og valtímabil Þótt F.L. leggi það ekki í vana sinn að berjast fyrir launa- hækkunum til handa kennurum sínum, þó þótti ótækt að bæði kennarar sem taki nemendur í rannsóknarverkefni(lOv) sem og kennarar sem taki að sér nemendur á valtímabilum á 5. og 6. ári geri það alfarið í sjálfboðavinnu. Þetta stendur nú til bóta og á sjálfsagt eftir að skila sér margfalt tilbaka í bættri kennslu. Réttindi og aðbúnaður F.L. á Háskólasjúkrahúsinu Landspítalanum I kjölfar dæmalausrar framkomu stjórnenda Lsp. gagnvart læknanemum kennslusjúkrahúsinu, sbr. mötuneytismál og bílastæðamál var ljóst að e-ð róttækt varð að gera í réttindamálum læknanema á Lsp. Mál af líkum toga hafa verið að koma upp nánast annað hvert ár en aldrei verið leyst í eitt skipti íyrir öll. Vegna þessa lögðu því fulltrúar læknanema í deildarráði fram tillögu þess efni að tafarlaust verði hafist handa við að tryggja réttindi og aðbúnað læknanema á kennslusjúkrahúsinu með samningum milli landspítala og háskólans, slíkur samningur gæti síðan orðið fyrirmynd hliðstæðra samninga við önnur kennslusjúkrahús. Skemmst er frá því að segja að tillaga F.L. var samþykkt samhljóða í deildarráði og skipuð hefur verið nefnd sem í eiga sæti Rektor H.Í., deildarforseti Iæknadeildar, formaður félags læknanema og fulltrúi ríkisspítala. Þessari nefnd er ætlað að koma þessum málum í viðunandi horf. Kennslumál og aðstaða Niðurstöður kennslumálaráðstefnu F.L. voru í fyrsta sinn sendar til allra kennara deildarinnar. Einnig voru niðurstöður ráðstefnunnar rækilega kynntar i deildarráði. I þeirri umfjöllun var reynt að leggja áherslu mikilvægi þess að læknanemar hafi aðgang að tölvum í námi sínu sem og mikilvægi nútímalegra kennsluhátta almennt. Segja má að viðhorf flestra deildarráðsmanna gagnvart þessum áhersluatriðum olli okkur nokkrum vonbrigðum. Lesstofumál Vakin var athygli á lesstofuvandræðum og almennu aðstöðuleysi læknanema á fjölmörgum deildarráðsflindum. Lagt var fram minnisblað varðandi Iestofuþörf læknanema í klíniska náminu. í þessu máli hafa deildarráðsmennlagt sig fram um að aðstoða okkur, hvergi er þó ástandið nægilega gott og frekari úrbóta erörf. Húsnæðismál Mikill tími hefur farið í að skipuleggja þann hluta Læknagarðs sem er ófrágenginn. Það er svo undarleg tilviljun (?) að í þessum tiltölulega smáa hluta hússins er allri félags- og kaffiaðstöðu læknanema ætlaður staður. Læknadeild og tannlæknadeild rífast þar eins og hundur og köttur um hvern einasta rúmsentimeter, barátta þar sem smærri deildin hefur yfirleitt betur. Ekki ein einasta áætlun varðandi byggingu þessa húss hefur staðist. Steininn tók þó úr þegar forráðamenn deildarinnar tóku að leggja ofuráherslu á byggingu dýrahúss fyrir bróðurpartinn af naumt skömmtuðu framkvæmdafé byggingarinnar. Þessu mótmælti stjórn F.L. harðlega, svo að því var lofað að á árinu ‘95-’96 verði félagsaðstaða sem og kaffiaðstaða að mestu leyti tilbúin. Svo að við fáum okkar aðstöðu a.m.k. ekki seinna en mýsnar, rotturnar og síðast en ekki síst froskarnir hans Þórs Eysteinssonar. Lesstofur eru krónískt vandamál eins og fyrr. Sl. vetur misstu 6. árs nemar lesaðstöðu sína í kjallara Lsp. vegna stækkunar göngudeildar. Formaður F.L. hefur verið í stöðugri lestofuleit síðan, þrátt fyrir það er góð, varanleg lausn ekki fundin enn. 6. árs nemar hafa fengið aðstöðu tímabundið á 13-A, en hafa þá aðstöðu iíklega ekki nema til áramóta. Einnig höfum við 12-pIáss í Eirbergi á gamla skóladagheimilinu, það húsnæði er þó heldur þröngt og óvistlegt. Þó er jákvætt að við læknanemar höldum að öllum líkindum lesaðstöðu í húsi ljósmæðraskólans, þrátt fyrir að ljósmæðraskólinn sé að heija göngu sína á ný. Af þessu má Ijóst vera að læknanema bráðvantar varanlega lesaðstöðu á kennslusjúkrahúsunum. Þetta er mikilvægt hagsmunamál sem þolir enga bið. 138 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.