Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Side 152

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 152
ARSSKYRSLA bundið. I Deildarráði var málið hins vegar afgreitt á þann hátt að skipuð var sérstök tölvuvæðingarnefnd sem ekkert hefur spurst af síðan. Ráðstefna uni „Problem Based Learning“ I nóvember í fyrra fóru tveir nefndarmeðlimir til Maastricht í Hollands á rástefnu um þetta fyrirbæri sem er kennsluaðferð sem mikið er að ryðja sér til rúms í háskólum erlendis. T.d. er læknadeildin í Harvard alfarið með þessu sniði. Læknisfræði er talin sérstaklega vel til þessarar kennslu fallin enda snýst starf lækna fyrst og fremst um það að greiða úr vandamálum á einn eða annan hátt. I stuttu máli sagt gengur þessi hugmyndafræði út á það að þekkingar er aflað með það fyrir augum að greiða úr einhverju vandamáli og námsefnið ekki flokkað í einstakar kennslugreinar eins og líffærafræði, lífeðlisfræði o.sv.frv. Boðið er upp á þriggja mánaða kúrs fyrir erlenda stúdenta við læknadeildina í Maastricht þar sent kennt er eftir þessu formi og hvet ég áhugasama eindregið til þess að kynna sér málið Varðhundastarfsemi Hlutfallslega stærstur hluti af starfi formanns nefndarinnar fór þó í baráttu fyrir hærri (réttari) einkunnum ákveðins hóps læknanema sem undirritaður þó tilheyrði. Sú vinna fólst í söfnun undirskrifta í þrígang, samningu mótmælabréfa upp á samtals 2500 orð, samtals þremur korterum inn á skriftstofu harðsnúnasta prófessors i Læknadeild, stefnumótum við kennara, fjölda- mótmælafundi með kennurum og nemendum sem 5 nemendur sáu sér fært að mæta á (vegna tímasetningar prófessorsins), að þurfa að vakna klukkan 8 morguninn eftir árshátíð félagsins auk ótaldra andvökunátta. Eftir tæplega tveggja mánaða tuð og tafs skilaði þessi vinna sér þó í hækkun á meðaleinkunn í viðkomandi fagi um 0.47. Fræðslufundir Fyrsti fræðslufundurinn fjallaði um framhaldsnám í læknisfræði og ameríska læknaprófið. Sigurður Guðmundsson talaði um fyrrnefnda atriðið og Agúst kynnti ameríska prófið en hann hafði nýverið tekið bæði prófin. I febrúar steig bókmennta- og læknisfræðingurinn HlynurNíels Grímsson á stokk í Háskólabíó og hélt stórskemmtilegan fyrirlestur um blóðþyrstan greifa frá Transylvaniu, Dracula að nafni. Megininntakið í fyrirlestrinum var útlistun á erótík í meistaraverkinu Dracula eftir Bram Stoker og einnig tók hann fyrir túlkun F.F.Coppola á skáldsögunni. I kjölfar fyrirlestursins var kvikmyndin sýnd. Þessi atburður var skipulagður í samráði við Hreyfimyndafélagið. Fundur um starfsemi Rauða Krossins á stríðshrjáðum svæðum var haldin í mars og hafði Pálína, deildarhjúkrunarfræðingur á slysó framsögu urn málið en hún hefur verið á svokallaðri veraldarvakt Rauða krossins í mörg ár. Hópslvsaæfing 1 samvinnu viö Björgunarskólann og björgunarsveitir á Stór- Reykjavikursvæðinu var í mars sett upp flugslys á Reykjavíkurflugvelli. Léku læknanemar þar fórnarlömb af einstakri innlifun og skiptu sér einnig í leitarflokk, sjúkraflutningamenn og greiningarsveit. Aður hafði Jón Baldursson fjallað um skyndihjálp, og aðilar frá Björgunarskólanum kynnt verkaskiptingu á vetvangi hópslyss og uppsetningu æfingarinnar. Æfingin heppnaðist í alla staði frábærlega og er stefnan að halda uppi samvinnu við Björg- unarskólann og setja upp æfingar á tveggja ára fresti. Hitt árið teljum við tilvalið til þess að hafa skyndihjálparnámskeið og verður það þá hlutskipti komandi nefndar að skipuleggja það. Námsaðstoð Þessi nýjung hófst í fyrra að frumkvæði Námsráðgjafar Háskólans. Ljóst er að þessi þjónusta beinist fyrst og fremst að nemendum í numerus clausus. Þjónustan var lítið sem ekkert notuð í fyrra en þá vorum við með fasta tíma. Nú var þjónustan kynnt öllum nýnemum sértstaklega og gefin upp símanúmer nefndar- meðlima og hafa nokkrir látið í sér heyra. Fyrir hönd fræðslu-og kennslumálanefndar Einar K. Hjaltested SKVRSLA STÚDENTASKIPTANEFNDAR Starf stúdentaskiptanefndar var með hefðbundnum hætti í ár. Starfsárið hófst með kynningarfundi fyrir stúdenta í Læknagarði þar sem möguleikar á skiptum voru kynntir og skiptst var á sögum úr fyrri ferðum. Yfir vetrarmánuðina fer fram undirbúningsvinna fyrir sumarið, þ.e. tekið við umsóknum, samningar gerðir við stúdentaskiptanefndir erlendis, sótt um styrki fyrir nefndina og skipulag ferða og afþreyingar fyrir skiptinema sem koma hingað. Stúdentaskiptanefnd er styrkt af heilbrigðismálaráðuneyti og stúdentasjóði. I ár reyndum við að fá fleiri aðila til að styrkja starfið, svo sem lyíjafyrirtæki, apótek, og læknastofur og gekk það ágætlega. Peningunum er aðallega varið í ferðakostnað vegna ráðstefna og í húsaleigu fyrir skiptinema sem koma hingað. I staðinn fá íslensku skiptinemarnir frítt fæði og húsnæði erlendis. Krafist er 6000 kr. staðfestingargjalds þegar sótt er um skipti og er helmingur þess greiddur til baka þegar snúið er heim. I sumar fóru 15 íslenskir læknanemar út í almenn skipti í einn mánuð hvert. Auk þess fóru tveir út á okkar vegum í rannsóknarverkefni fjórða árs sem tekur þrjá mánuði og ein stúdína fór út í fimm mánuða þróunarverkefni. AIls tókum við á móti 26 erlendum læknanemum. Stærra hlutfall eldri nema, þ.e. af fjórða og fimmta ári, fór út í almenn skipti en áður hefur verið. Sennilegt er að það stafi af færri aðstoðarlæknastöðum sem í boði eru. Minna má á möguleika sjötta árs nema á að taka valmánuð erlendis á okkar vegum. Töluverður áhugi er á að gera rannsóknarverkefni erlendis. Við bjóðum upp á verkefni í mörgum löndum sem Læknadeild samþykkir, en þvi miður vantar ýmiss vinsæl lönd svo sem Danmörk, Bretland og Bandarikin. Því er mikilvægt að efla samstarf við prófessoranet Erasmus-áætlunarinnar. Einnig væri gott ef íslenskir læknar með sambönd við læknaskóla erlendis hjálpuðu okkur að koma á samstarfi. Alþjóðasamtökin IFMSA hafa lengi verið með ýmis þróunarverkefni í boði. Stúdentaskiptanefnd hefur reynt að vekja áhuga á þessum möguleika og í vetur fór einn nemi, Guðbjörg Ludvigsdóttir, alla leið til Súdan þar sem hún vann að heilsuvernd í sex smáþorpum. Meðal verkefna voru bygging og skipulag heilsu- gæslustöðvar og fræðsla almennings um hreinlæti, sorpeyðingu, malaríuvarnir og fleira. Hvetjum við aðra læknanema til að feta í fótspor hennar. Tvær ráðstefnur voru haldnar á árinu, önnur í Egyptalandi þar sem skipst var á samningum og hin í Barcelona þar sem aðalfundur IFMSA var haldinn. Fyrir ráðstefnuna í Barcelona var haldið námskeið í „public health“ og sóttu það þrír nefndarmeðlimir. Sumarstarfið var að venju unnið í samstarfi við verkfræði-, 142 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.