Úrval - 01.02.1962, Síða 164
172
ÚR VAL
klukkustundum fyrr, er ekki vit-
að nema fjórtán mannslífum
hefði þar með verið bjargað, ef
. . .. nei, það er ekki örugglega
víst, að mér hefði tekizt að fella
hlébarðann, þótt ég hefði haft
rafmagnsljóskerið við höndina.
Hryðjunni slotaði, ég skalf af
kulda, það rofaði til uppi yfir
og nú sá ég eitthvað skyg'gja á
hvíta steininn í gilinu og andar-
taki siðar heyrði ég að hlébarð-
inn var byrjaður á leifunum. En
nú gerðist það, sem ég hafði
ekki tekið með í reikninginn,
pollar höfðu myndazt við leif-
arnar af líkinu, og til þess að
forðast þá stóð lilébarðinn á
annan hátt að bráð sinni en
spor hans sýndu að hann hafði
gert nóttina áður, enda gat ég
ekki skotið, þar sem ég hafði
steininn ekki lengur til marks.
Eftir nokkra stund greindi ég
hann þó aftur, og um leið sá ég
hiébarðann hverfa eins og ljós-
gult leiftur inn undir limið. Ég
lyfti rifflinum i mið á hvíta
steininn, reiðubúinn að hleypa
af í sömu andrá og skyggði á
hann aftur, en því miður getur
maður ekki haldið svo þungu
skotvopni í miði nema stutta
stund í einu. Um leið og ég
lækkaði riffilinn til þess að
hvíla handleggina, bar enn
skugga á steininn, eða aðeins
andartaki um seinan, svo ég varð
að bíða unz hlébarðinn hyrfi
aftur frá bráð sinni. Um leið og
það gerðist og ég sá steininn aft-
ur, lyfti ég rifflinum enn í mið,
og hélt honum stöðugum, unz
mér var það ekki unnt lengur
sökum þreytu. Um leið og ég
tók mér hvíld bar skugga á
hvíta steininn í þriðja skipti;
þetta endurtók sig nokkrum
sinnum enn næstu tvær klukku-
stundirnar, og loks skaut ég á
hlébarðann upp á von og óvon
þegar hann hvarf frá bráðinni.
Daginn eftir fann ég kúluna í
sverðinum og sýndi slóð hlé-
barðans, að hún hafði farið að-
eins hársbreidd frá hálsi hans.
Fagnað of fljótt.
Þennan dag athugaði ég vand-
lega hvort hlébarðinn mundi
hafa farið yfir fljótið, er hann
styggðist við skotið, og hélt ég
enn fast við þá skoðun mína,
að hann mundi ekki fara yfir
hana nema á brú. Þegar ég hafði
sannfærzt um að ekki væri um
neina nýja slóð handan við
næstu brú að ræða, lét ég loka
þeim báðum á nóttum með
girðingu úr þyrnitágum, en það
var ekki eins róttæk ráðstöfun
og virðast kann, þar sem óttinn
við hlébarðann gerði, að ekki
var um neinar mannaferðir að
ræða eftir að dimma tók. Þar
sem ég gerði ráð fyrir að hlé-