Úrval - 01.02.1962, Side 165
MANNÆTUHLÉBARÐINN
173
barðinn mundi fyrr eða síðar
leita yfir briina, bjó ég um mig
uppi í varðturninum og sat þar
í tuttugu nætur samfleytt, en
varð ekki neitt var ferða hans.
Eina nóttina vaknaSi einsetu-
maSur nokkur við þaS, aS hlé-
barði var kominn inn í eldhús-
iS i kofa hans, en hann hafSi
gleymt að loka dyrunum að því
kvöldiS áSur. Hins vegar hafSi
hann lokaS vandlega dyrunum
að herberginu þar sem hann
svaf. HurSin var gerð xir sterk-
um plönkum, sem ekki voru þó
fastfelldir saman, og sá einsetu-
maðurinn því út á milli þeirra
i mán'alýsunni, eftir að hjann
vaknaði og lá rennsveittur af
skelfingu á fleti sínu, hvernig
hlébarðinn réðist hvaS eftir
annaS á hurðina, unz hann varð
að lokum frá að hverfa. Til þess
að fara þó ekki alg'era erindis-
leysu, drap hlébarðinn belju
einsetumannsins, sem stóð í
tjóðri undir kofaveggnum, beit
sundur tjóSurbandið, dró hana
drjúgan spöl og reif siðan í sig
vænt flykki af skrokknum.
1 Tbbotson, sem fyrr er getið,
tók sér leyfi frá störfum í nokkra
daga og kom mér til aðstoSar
í viSureigninni við morðingj-
ann. Hann hafSi og meðferðis
frá stjórnarvöldunum einhvern
þann sterkasta og ferlegasta
dýraboga, sem ég hef nokkurn-
tíma séð, og svo aflmikinn aS
tvo fullsterka karhnenn þurfti
til að spenna hann. Þegar viS
liöfðum rakið slóð hlébarðans
frá bráSinni og yfir akrana og
inn í kjarr nokkurt, þar sem
hiin hvarf okkur, gengum við frá
þessu drápstæki á slóð hans við
útjaðar kjarrsins og bjuggum
svo um, að því varð ekki veitt
athygli. Að því loknu bjuggum
við báðir um okkur uppi í því
eina tré, sem fyrir fannst í
grennd við beljuskrokkinn og
biðum átekta.
Nokkru eftir að almyrkt var
orðið af nótt heyrðum við vein-
an mikla, urr og skræki, sem
gaf til kynna að gildran sú hin
mikla hefði reynzt fengsæl og
héldi sínu. Ég kveikti á raf-
magnsljósinu, sem fest var á
hlaupið á rifflinum, og í geisla
þess sá ég hvar hlébarðinn stóð
á afturfótunum meS gildruna
hangandi á annarri framlöpp-
inni; ég hleypti af þótt færið
væri langt, en kúlan hæfði hlekk
i keðjunni, sem gildran var tjóðr-
uð niður með, og slcit hana.
Þegar hún var laus orðin, hljóp
hlébarðinn af stað með hana á
framlöppinni í stuttum stökk-
um. ViS Ibbotson skutum báðir,
en misstum hans, og þegar ég
var að hlaða riffil minn á ný,
handlék ég rafljósið eitthvaS
ógætilega, svo það varð óvirkt.