Úrval - 01.09.1981, Page 72

Úrval - 01.09.1981, Page 72
70 ÚRVAL af borginni Engels. Atburðirnir gerðust eins og í æsandi skáldsögu. Ég kom aftur utan úr geimnum til nákvæmlega sama staðar og ég hafði fyrst lært að fljúga flugvél. Þegar ég steig á fasta jörð sá ég konu og stúlkubarn. Þær stóðu hjá skjöldóttum kálfi og störðu forvitnis- lega á mig. Ég lagði af stað til þeirra og komu þær í átt til mín. En því nær sem þær komu þeim mun hægari skrefum gengu þær. Ég var enn í eld- rauðum geimbúningnum og hann hefur sennilega hrætt þær. Þær höfðu aldrei séð neitt þessu líkt áður. Konan var eiginkona skógarvarðar í grenndinni og telpan barnabarn hennar. , ,Komstu virkilega utan úr geimn- um?” spurði hún dálítið óviss. ,,Hugsið ykkur bara, það gerði ég sannarlega,” svaraði ég. Þennan dag fór faðir minn til smíða í þorpil2 kílómetra frá Gtsajtsk þar sem verið var að reisa testofu fyrir samyrkjubú. Á ferjunni yfir fljótið spurði gamli ferjumaðurinn, sem þekkti föður minn, hann: ,,Hvaða foringjatitil hefur sonur þinn?” ,,Hann er yfirliðsforingi,” svaraði faðir minn. „Útvarpið skýrði frá því að einhver majór Gagarín hefði flogið til tungls- ins eða eitthvað þess háttar,” hélt gamli maðurinn áfram. , Jæja, en sonur minn er nú langt frá því að vera orðinn majór,” sagði faðir minn. , ,Þessi Gagarín er kannski eitthvað skyldur ykkur?” spurði gamli ferju- maðurinn aftur. , ,Það er fullt af Gagarínum í heim- inum,’ ’ sagði faðir minn að lyktum. Þar með voru samræðurnar á enda. Gömlu mennirnir tveir höfðu náð hinum bakkanum, þeir dmkku öl- kollu til heilla þeim sem flogið hafði út í geiminn og fengu sér bita af reyktum fiski með drykknum, síðan axlaði faðir minn smíðatól sín og hélt áfram leiðar sinnar og gleymdi öllu um geimfarann. Skömmu síðar fór ég ásamt allri fjölskyldu minni til mót- töku í stóru höllinni í Kreml til heið- urs hinu frábæra afreki vísinda- manna, verkfræðinga, tæknimanna og verkamanna er gerði þetta fyrsta flug mannsins út í geiminn mögu- legt. Við upphaf móttökunnar las Leonxd Brésnéf, formaður forsætis- nefndar Æðsta ráðs Sovétrxkjanna, upp tilskipun og festi Lenínorðuna og gullstjörnu Hetju Sovétríkjanna á jakkann minn. Hann sagði að ég hefði um borð í Vostok unnið óvenju- legt afrek er væri táknrænt fyrir það góða er kommúnisminn hefði fært Sovétríkjunum. Bréf úr einkabréfasafni Gagaríns Það er hugsanlegt að fólk sem hitti Gagarín aðeins einu sinni geti mynd- að sér sína eigin hugmynd um hann en sú mynd myndi sýna hann eins og hann var einmitt á þeirri ákveðnu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.