Úrval - 01.09.1981, Qupperneq 72
70
ÚRVAL
af borginni Engels. Atburðirnir
gerðust eins og í æsandi skáldsögu.
Ég kom aftur utan úr geimnum til
nákvæmlega sama staðar og ég hafði
fyrst lært að fljúga flugvél.
Þegar ég steig á fasta jörð sá ég
konu og stúlkubarn. Þær stóðu hjá
skjöldóttum kálfi og störðu forvitnis-
lega á mig. Ég lagði af stað til þeirra
og komu þær í átt til mín. En því nær
sem þær komu þeim mun hægari
skrefum gengu þær. Ég var enn í eld-
rauðum geimbúningnum og hann
hefur sennilega hrætt þær. Þær höfðu
aldrei séð neitt þessu líkt áður.
Konan var eiginkona skógarvarðar í
grenndinni og telpan barnabarn
hennar.
, ,Komstu virkilega utan úr geimn-
um?” spurði hún dálítið óviss.
,,Hugsið ykkur bara, það gerði ég
sannarlega,” svaraði ég.
Þennan dag fór faðir minn til
smíða í þorpil2 kílómetra frá Gtsajtsk
þar sem verið var að reisa testofu fyrir
samyrkjubú. Á ferjunni yfir fljótið
spurði gamli ferjumaðurinn, sem
þekkti föður minn, hann:
,,Hvaða foringjatitil hefur sonur
þinn?”
,,Hann er yfirliðsforingi,” svaraði
faðir minn.
„Útvarpið skýrði frá því að einhver
majór Gagarín hefði flogið til tungls-
ins eða eitthvað þess háttar,” hélt
gamli maðurinn áfram.
, Jæja, en sonur minn er nú langt
frá því að vera orðinn majór,” sagði
faðir minn.
, ,Þessi Gagarín er kannski eitthvað
skyldur ykkur?” spurði gamli ferju-
maðurinn aftur.
, ,Það er fullt af Gagarínum í heim-
inum,’ ’ sagði faðir minn að lyktum.
Þar með voru samræðurnar á enda.
Gömlu mennirnir tveir höfðu náð
hinum bakkanum, þeir dmkku öl-
kollu til heilla þeim sem flogið hafði
út í geiminn og fengu sér bita af
reyktum fiski með drykknum, síðan
axlaði faðir minn smíðatól sín og hélt
áfram leiðar sinnar og gleymdi öllu
um geimfarann. Skömmu síðar fór ég
ásamt allri fjölskyldu minni til mót-
töku í stóru höllinni í Kreml til heið-
urs hinu frábæra afreki vísinda-
manna, verkfræðinga, tæknimanna
og verkamanna er gerði þetta fyrsta
flug mannsins út í geiminn mögu-
legt.
Við upphaf móttökunnar las
Leonxd Brésnéf, formaður forsætis-
nefndar Æðsta ráðs Sovétrxkjanna,
upp tilskipun og festi Lenínorðuna og
gullstjörnu Hetju Sovétríkjanna á
jakkann minn. Hann sagði að ég
hefði um borð í Vostok unnið óvenju-
legt afrek er væri táknrænt fyrir það
góða er kommúnisminn hefði fært
Sovétríkjunum.
Bréf úr einkabréfasafni
Gagaríns
Það er hugsanlegt að fólk sem hitti
Gagarín aðeins einu sinni geti mynd-
að sér sína eigin hugmynd um hann
en sú mynd myndi sýna hann eins og
hann var einmitt á þeirri ákveðnu