Úrval - 01.09.1981, Page 87

Úrval - 01.09.1981, Page 87
HVÍTUR ESKIMÓADRENGUR 85 Madame Beaulieu, kona lögreglu- mannsins, hafði gert við hárið á sínu barni meðan Elsa var vinnukona hjá henni. Gullið hár með krullum! Elsa snart sitt eigið hár og fannst það gróf- gert, þungt og stíft. Svo snerti hún hárið á syni sínum, mjög varlega, en brosið ljómaði á andliti hennar. Drengurinn, sem var enn ekki orðinn óþolinmóður við mömmu sína með dökka andlitið sem var sífellt að þvo honum og greiða, veitti enga andspyrnu og hló meira að segja með henni stundum. Þessir fáu aurar sem anglikanski presturinn hafði önglað saman handa Elsu gengu fljótt til þurrðar. Sömu- leiðis aðstoð foreldra hennar og hagnaðurinn af minjagripasölu Thaddeusar gamla en gamli maður- inn lét allt sem hann fékk fyrir tálgu- myndirnar sínar renna til Elsu og drengsins. En samt vaknaði Elsa á hverjum morgni með nýja löngun til að kaupa eitthvað nýtt handa Jimmy litla. Þessa stundina langaði hana fjarska mikið í lítinn, bláan nælongalla sem var til sýnis á plastbarni í glugganum á Hudsonflóaversluninni. Hún hægði á sér þegar hún fór þar fram hjá, tók þessi fáu sent sem hún átti eftir upp úr vasanum og taldi þau, svo hélt hún áfram og var þungt um hjartað. Hún ákvað að fara aftur að vinna fyrir Madame Beaulieu, eins og hún hafði verið svo margbeðin um. Kaupstaður hvítu mannanna var ekki meira en svo sem tuttugu lítil hús sem stóðu á víð og dreif utan um verslunina. Þau voru eins og einhver hefði tekið handfylli af teningum og kastað þeim af kæruleysi yfir hæðir og lautir í þessu grýtta landslagi. Madame Beaulieu, sem stóð eins og svo oft við gluggann í fjögurra herbergja einingahúsinu sínu, þekkti Elsu á löngu færi — einu veruna sem sást á ferli yfir nakið og eyðilegt landslagið. Hún fór út á móti henni, knúin áfram af dapurlegri gleði. Á þessum endimörkum heimsins, sem henni fannst villimannabyggðin einber, var hún að deyja úr leiðind- um og meira að segja félagsskapur Elsu var guðsgjöf. Til að byrja með gekk allt vel. Þótt Elsa fengi ekki að hafa drenginn sinn með sér hugsaði hún fjarska vel um börnin tvö sem Madame Beaulieu trúði henni fyrir. Áður hafði hún verið óstundvís en nú passaði hún litlu vekjaraklukkuna sína vel og mætti alltaf á réttum tíma. Hún skrúbbaði og fágaði án þess að hugur hennar hvarflaði að því að á morgun þurfti hún að gera þetta allt aftur. Og henni var huggun í því að líta á klukkuna á fárra mínútna fresti og fá staðfest fyrir sjálfri sér að tíminn liði í raun og veru og bráðum væri hún frjáls að því að fara aftur heim til sín. ,,Ertu hnuggin?” spurði Madame Beaulieu einn daginn þegar hún fann Elsu við gluggann þar sem hún stóð með afþurrkunarklútinn og þurrkaði af að nafninu til meðan hún starði í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.