Úrval - 01.09.1981, Síða 88

Úrval - 01.09.1981, Síða 88
86 URVAL átt heim í eskimóabyggðina. ,Jæja þá, ef þú lofar að koma fljótt aftur máttu hlaupa heim og sannfæra þig um að allt sé í lagi. ” Þegar Elsa kom heim fagnaði Jimmy henni en ekki af þeirri ákefð sem hún hefði óskað. Hann var orðinn því vanur að vera allan daginn með Winnie ömmu og Thaddesusi langafa og hann var farinn að læra að sitja þegjandi langtímum saman við hné gamla mannsins og stara út í bláinn. Svo var það einn morguninn, þegar drengurinn var í fanginu á Winnie sem gat illa dulið ánægju sína með að fá að hafa hann allan daginn út af fyrir sig, að hann sýndi engin óánægjumerki þótt mamma hans færi. Nú leist Elsu ekki á blikuna. Kannski væri betra að hlaupa frá öllu og vera kyrr heima að líta eftir honum? En þegar hún fékk fyrstu launin út- borguð hljóp hún beint í búðina og áður en hún vissi var hún búin með hvert einasta sent. Þar að auki hafði hún komið auga á svo margt sem hana langaði ákaflega að eignast. Það var best að halda áfram að vinna dálítið lengur. Hreinlæti Eftir nokkra mánuði við líferni sem var svo andstætt eðli hennar, með annað augað sífellt á klukkunni, var hún orðin afskaplega þreytt. En þegar hún fór frá hreinleika og fínheitum Beaulieuhússins heim í kofann sinn með ósandi lampanum ofbauð henni ástandið þar svo hún fór að skrúbba og hreinsa þar líka. ,,En ég er búin að þvo,” mótmælti Winnie sem tók hlutina ekki svona hátíðlega. Þegar Elsa var búin að hreinsa nægju sína settist hún við sauma og bætingar. Hún var haldin óviðráðan- legri hvöt til að halda kofanum jafn- fínum og húsinu hjá lögreglu- manninum og konu hans. Önnur og þriðju mánaðarlaunin hennar fóru í að kaupa gólfdúk og hlý ullarteppi í staðinn fyrir dýraskinnin, full af ryki og bakteríum. ,,Hvað er athugavert við skinnin?” spurði Archie þegar hann hafði tök á að vera heima í nokkra daga. ,,Það er ekki hægc að þvo þau,” svaraði Elsa stuttaralega, og Archie vissi ekki hvernig átti að svara því. Jímmy var nýbúinn að eiga fyrsta afmælið og var að byrja að ganga. Þaðan í frá gat hann náð í næstum hvað sem var í kofanum, þar sem allt var krökkt af hvers konar dóti, og Elsa sá hvernig dótið raunverulega var, ekki við hæfi barnsins og jafnvel hættulegt fyrir það. Á því var aðeins ein lausn: Hún keypti leikgrind eins og þá sem Madame Beaúlieu fangaði yngra barnið sitt í. Aldrei hafði slíkur fjötur á persónufrelsið verið settur á nokkra manneskju í húsum eskimóanna. Drengurinn rak upp skerandi óp og teygði hendurnar til hinna í hvert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.