Úrval - 01.09.1981, Page 103

Úrval - 01.09.1981, Page 103
HVÍTUR ESKIM ÓA DRENGUR 101 höttunum sem Madame Beaulieu hafði skilið eftir handa henni. Með henni varjimmy í fyrstu síðbuxunum sínum, eirðarlaus og óþolinmóður. Hún var farin að hafa áhyggjur af því hvað hann virtist oft láta sér leiðast og vera með fyrirlitningarsvip þegar hann fór í kirkju eða var innan um ættingja sína. Elsa var döpur yfir fráfalli mömmu sinnar — þótt hún hefði svo sem ekki sýnt henni verulegan sóma meðan hún var á lxfi. Nú sá hún hana fyrir sér eigra um ströndina með slæður af sígarettureyk á undan sér eða eftir — reykurinn var hennar eini félagi í því afskiptaleysi sem svo lengi var hlut- skipti hennar. Einu sinni hafði Winnie reynt að stöðva Jimmy á gamla setuliðs- veginum til að segja eitthvað fallegt við hann eða gefa honum gömul, hálfbráðnuð sætindi. Hann skaust hjá henni með ákafri bjölluhringingu á þvílíkri fart að hún riðaði við gustinn af honum, enda þegar orðin las- burða. Eitt sumarið var það reiðhjól, annað baseball. Elsa gaf Jimmy hanska, grlmu, bolta og kylfu. En skömmu síðar voru tveir hvítu pilt- anna sendir til borgarinnar til fram- haldsnáms. Næsta ár hinir tveir. Þá varð Jimmy einn eftir. Hann vildi ekkert hafa saman við eskimóabörnin að sælda og gekk alltaf burtu strax og skóla lauk. Hann óx mjög hratt. Ekki leið á löngu þar til hann var ekkert annað en hendur og fætur, með granna úlnliði og langan, mjóan háls — fullu höfði hærri en Elsa. Bláu augun hans, sem hún hafði stundum séð heiðríkju himinsins í, minntu hana nú stundum á ís. Sjálf hafði hún gildnað og stundum vissi hún ekki fyrri til en hún var farin að ganga eins og Winnie, þung í spori og álút. Eftir því sem Jimmy eltist varð hann æ duttlungafyllri og spuna- stvttri. Hann lá tímunum saman í bakherberginu og las eða lét sem hann læsi eða hann fór og var burtu allan daginn án þess að gefa nokkrar skýringar. Einn daginn gerði kennarinn boð fyrir Elsu og sagði henni að Jimmy væri orðinn vandamál í skólanum og mjög gjarn á að skrópa. Hún vissi ekki lengur hvað hún átti að gera. Hún reyndi að láta á engu bera við kennarann og sagðist skyldu gera sitt besta til að finna leið og tókst að stilla sig þar til hún var sloppin. En þá var eins og allt hefði hrunið til grunna — þolinmótt lífsjafnvægið, brúðufjallið sem hún hafði unnið við nótt og nýtan dag. ,,Hvers vegna skrópar þú í skólanum?” spurði hún Jimmy seinna og reyndi að vera byrst. „Svona fallegum skóla, svo góðum og björtum! Veistu ekki hvað stjórnin hefur lagt mikið fé til hans?” Hann virti hana fyrir sér með eins konar meðaumkun. Þetta var bara eskimóaskóli. Hann hafði fengið nóg af að umgangast þessa breiðnefi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.