Úrval - 01.09.1981, Side 124

Úrval - 01.09.1981, Side 124
122 ÚRVAL ungsgersemi. Taminn veiðifálki getur steypt sér á bráð sína á allt að 270 km hraða á klukkustund og gangverðið á ótömdum unga er frá 8.500 krónum og allt upp í 34.000 krónur fyrir stykkið. Til frekara öryggis ákváðu þeir Colin og Ian Armstrong að láta merkja eggin. Daginn eftir var Sue Harper, lífeðlisfræðistúdent og einn af sjálfboðaliðunum, látin síga í reipi niður að hreiðrinu sem í voru komin 4 egg. Þegar niður kom skrifaði hún sérstakt skrásetningarnúmer á hvert egg fyrir sig með ósýnilegu bleki. Á meðan þessu fór fram flugu fálka- hjónin fram og aftur yfir höfði hennar og skræktu reiðilega. Næsta föstudag valdi Colin Armit- stead sér stað uppi í kimbrísku hæð- unum, þar sem lítið bar á, næstum 300 metra frá fálkahreiðrinu og sló upp tjaldi fyrir sig og sjálfboðaliðana sem hann hafði fengið til liðs við sig. Þetta skyldu vera höfuðbækistöðvar þeirra í hinni löngu yfirsetu sem framundan var. Allt var þetta fólk brennandi af áhuga um fuglavernd og því fannst tíma sínum síður en svo illa varið þegar í húfl voru afkvæmi eins þess sérstæðasta af öllum rán- fuglum, fugls sem lengi hefur verið í útrýmingarhættu en kannski aldrei meiri en nú á síðustu áratugum. Á árunum fyrir seinni heimsstyrj- öldina voru næstum 650 verpandi fálkahjón þekkt á Bretlandseyjum. Á meðan á styrjöldinni stóð voru margir fálkar skotnir því þeir lögðust á bréf- dúfur sem notaðar voru af hernum til að koma skilaboðum á milli staða. Að stríðinu loknu upphófst óhófleg notkun eiturefna og hún tók sinn toll. Smáfuglar sem öfluðu sérfæðu á ræktuðu landi tóku til sín eiturefni í töluverðu magni, efni eins og DDT, og eitrið tók smátt og smátt að hlað- ast upp í vefjum þeirra. Þar sem fálk- ar lifa svo aftur á þessum smáfuglum barst eitrið í vefi þeirra og fjölmargir þeirra tærðust upp til dauða af þess- um sökum. Um 1960 var svo komið að minna en 100 verpandi hjón voru eftir. Með auknu eftirliti og tak- mörkun á notkun eiturefna var myndarlega spyrnt við fótum og í kringum 1976 hafði þessi tala hækkað í um 300 pör. Fyrsta yfirsetuhelgin leið án þess að nokkuð markvert bæri til tíðinda. Þegar sjálfboðaliðarnir voru að safnast saman í tjaldinu til að búa sig undir helgi númer tvö barði bóndi einn, sem bjó þarna í nágrenninu, að dyrum og tjáði Colin Armitstead að eldsnemma um morguninn hefði hann séð tvo grunsamlega menn vera að sniglast nærri klettabeltinu þar sem fálkahjónin áttu sér hreiður. Af lýsingu bóndans að dæma taldi Colin líklegt að þar hefði náunginn í Austin-Míní bílnum verið á ferðinni. Einn af sjálfboðaliðunum, 31 árs gamall lögfræðingur frá Liverpool, David Bishop að nafni, hraðaði sér þegar af stað upp í klettabeltið. Fálkahjónin sjálf voru hvergi sjáanleg við hreiðrið og David fann á sér að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.