Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 15

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 15
14 stórt til þess aS geta haft full not af skipagöngum til Eyrarbakka og Stokkseyrar. Samgöngur á sjó geta ekki bætt úr neinum af áSurnefnd- um 4 meinum á þessu svæSi. 2. Borgarfj.láglendiö. í útjöSrum þess er annarsvegar versl- unarstaöurinn Akranes, sem er viS- komustaöur millilandaskipa (lending bærileg), en hins vegar Búöir, og koma strandbátar þar einstöku sinn- um. Báöir þessir staðir liggja svo fjarri aöal-landbúnaöarsvæSinu, að ó- kleift er aö hafa tíðar samgöngur úr sveitunum til þeirra, enda er ekki verslað þar af landbúnaöarsvæðinu. Miðstöö viðskiftanna er nú Borgar- nes; millilandaskip þora þar yfirleitt ekki inn vegna grynninga, og strand- bátar koma þar ekki við, en flóabát- ur gengur þaðan úr Reykjavík, og kemur nokkum sinnum við vestar á láglendinu, aö Straumfirði og Ökrum. Innsiglingin er vond, brýtur um þver- an fjörð í brimi, og tefst þvi bátur- inn oft, en þegar inn er komið, má gera viðunanlega höfn fyrir smáskip. Borgarnes liggur svo miðsvæðis í hjeraðinu, að með góðum vegum er kleift fyrir mestan hluta sveitanna að halda þar uppi nægilega tíðum samgöngum. Ef gerð er höfn í Borgarnesi, og nægilegir vegir þaöan, virðist vera unt að fullnægja þörfum þessa svæð- is n o k lc u r n v e g i n n meö sam- göngum á sjó. 3. D a 1 i r n i r. Aðalsvæðiö liggur upp frá botni Hvammsfjaröar, og er þar nýlegur verslunarstaður, Búð- ardalur. Höfn er þar vond, og ekki hafa millilandaskip tekið staðinn á áætlun sína, en strandbátar koma þar við í nokkrum ferðum. Breiðafjarö- arbátur, sem hefur aðalstöð sína í Stykkishólmi, heldur uppi ferðum þangaö. Mestur hluti hjeraðsins nær vel til Búðardals. Mig brestur kunn- ugleika til aö segja um hvort kleift mundi að halda uppi reglubundnum vetrarferðum þangað, en þó þykir mjer trúlegt að það mætti, og þá fremur sennilegt að samgöngur á sjó og vegir á landi gætu verið þessu hjeraði nokkurnveginn fullnægjandi. 4. Ii ú n a f 1 ó a 1 á g 1 e n d i ð. Það er nokkuð sundurskift — þar tel jeg til nokkurn hluta Strandasýslu og alla Húnavatnssýslu — og hafnir rnisgóðar, sumsstaðar vondar. Hafís lokar öllu í hafísárum, og því ekki til- tök að losna við horfellishættuna með samgöngubótum á sjó. Besti hluti svæðisins, alt landið upp af Húnafirði (Blönduóshjeraðið) er svo hafnlaus, að líklega er ókleift að hafa þangað reglulrundnar vetrar- ferðir, jafnvel þó sjór sje auður. Sam- göngulrætur á sjó, hversu miklar sem væru, eru því allsendis ófull- nægjandi fyrir þetta svæði. 5. S k a g a f j ö r ð u r. Höfn aðal- kauptúnsins, Sauðárkróks, fremur slæm, mætti þó líklega hafa þangað reglubundnar vetrarferðir, þegar auður er sjór. Hafís lokar einnig hjer i hafísárum, samgöngu- bætur á sjó geta ekki bætt úr hor- fellishættunni, veröa því ávalt ófull- nægjandi. Svæðið auk þess svo stórt, að afarmiklir örðuleikar eru á því fyrir alla að sækja til eins staðar. 6. E y j a f j ö r ð u r. Hafnir góð- ar, en hafís lokar öllu á hafísárum, og samgöngubætur á sjó þess vegna ekki fullnægjandi.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.