Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 22

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 22
21 lyktun, aS hjer sje ókleift aö gera járnbrautir. Ef vjer viljum fá einhvern mæli- kvarða fyrir því, hve miklar járn- brautir muni verða kleift að leggja lijer á landi, þá viröist naumast verða fenginn annár rjettlátari en sá, að vjer leggjum jafnmiklar brautir f y r i r h v e r n m a n n, eins og önnur lönd. Þó vjer sjeum máske ekki svo miklir menn sem stendur, þá verðurn vjer þó aS gera ráð fyrir því, aö einhverntíma í framtíöinni verði hver íslendingur fær um aö leggja hiö sama á sig, sem hver Can- adamaöur eða Ástralíubúi. Hjer var nú spurningin um þaS, hvort ioo þús. íslendingarmundu geta staöist straum af 500 kilómetra járnbraut — þaS er einn kílómetri af járnbraut fyrir hver 200 manns. Vjer skulum nú at- huga lauslega hvernig ástatt er meS þetta í þeim löndum, sem eru eitt- hvaS líkt á sig komin og ísland. Skulu þá fyrst athuguS þessi stóru lönd, Ástralía og Kanada, sem eru heldur strjálbygSari en Island. I Á s t r a 1 i u, sem er rúmlega 70 sinnum stærri en Island, voru taldir í fyrra (1913) 4,836,625 íbúar, fyrir utan innbornu villimennina, sem eru víst orðnir fáir, og eru ekki taldir meS mannfólkinu. Þetta sarna ár voru járnbrautirnar í landinu aS lengd alls 18,721 ensk míla, eöa 30,112 kíló- metrar, og koma þá 160 in a n ns á hvern kílómetra járnbrauta. Og þó er hjer ekki meötaliS í lengd járn- brautanna neitt af rafmagnsbrautun- um í borgunum, ekki taldir rúmir 1300 km. af brautum einstakra fje- laga, sem voru ekki opnar fyrir al- menning til hvaöa flutninga sem var, » og ekki taliö neitt af þeim brautum, sem veriö var aS byggja, en ekki var búiS aS opna til notkunar, en að þeir hafi ekki veriS hættir aS byggja járn- brautir má ráöa af því, aS áriS 1912 var byrjaS á járnbraut þvert yfir landiS, sem á aS verSa fullir 1700 km. aS lengd. í K a n a d a, sem er um 90 sinnum stærri en Island, voru taldir áriS 1911 7,206,643 íln'iar, en áætlaS aS þeir væru 7,758,000 áriS 1913. Lengd járn- brautanna var talin í júní 1913 alls 29,304 enskar rnílur, eSa um 47,150 lcm. Eftir hinni áætluöu íbúatölu ár- iS 1913 koma þá um 164 íbúar á hvern km. járnbrauta. Hjer eru ekki taldar rafmagnsbrautir og ekkert annaS en fullgeröar brautir, en altaf er veriS aö leggja nýjar brautir ;þann- ig lengdust brautirnar um 4150 km. frá júni 1912 til jafnlengdar 1913, og samsvarar aukningin þetta ár 9,6 pct., en fólksfjölgunin virSist vera urh 3,6 pct. Þó mikiö sje komiö af járn- brautum, halda þeir samt áfram aS auka þær, og þaS hraSara — miklu hraöara —- heldur en sem svarar fólksfjölguninni. Til dæmfs um þetta má einnig nefna, aS i árslok 1912 var veriS að leggja i tveimur vestustu fylkjunum, Alberta og British Co- lumbia, samtals 6600 km. af braut- um, auk þess sem þá var fullgert þar, og taliS er hjer aS neöan. Fylkin í Kanada eru mjög mislangt á veg komin aS því er landnám snert- ir Sum eru ekki nærri fullnumin enn þá, sum eru alveg nýnumin, en sum eru fyrir langa löngu albygS. Þessi mismunur kemur einnig fram í fólks- fjöldanum fyrir hvern brautarkm. Flestir eru um kílómetrann i aust-

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.