Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 29

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 29
28 vegarins), sem teknir voru í tölu flutningabrautanna meö vegalögun- um 1894. Jafnframt veröur um 1923 lokiö við aö leggja flesta þjóðvega- kafla í bygö, sem standa í beinu sam- bandi við flutningabrautirnar, og mikiö veröur komiö af akfærum sýsluvegum í sambandi viö þessa vegi. Þessi innanhjeraös-vegakerfi verða með öðrum orðum komin svo vel á veg 1923 í öllum helstu hjeröð- um landsins, að annaöhvort þaö ár, eða eitthvert næstu áranna þar á eftir, veröa menn aö fara að snúa sjer að öðru verkefni í samgöngubótunum, jafnfram þvi sem unniö verður að því að fullkomna þessi sundurskildu vegakerfi með því að bæta við þeim minni háttar álmum, sem þá kann enn að vanta. Það virðist nú vera auðsætt, að næsta verkefnið er að samtengja þessi einstöku eða aðskildu vegakerfi, og þá einkanlega þau 4 eða 5 vegakerfi, sem liggja milli Faxaflóa og Eyja- fjarðar, og öll standa í sambandi við einhvern hluta þjóðvegarins milli Reykjavíkur og Akureyrar. Þessi vegakerfi eru, ef talið er norðanfrá, hið 1. i Eyjafirðinum, 2. í Skaga- firðinum, 3. í Húnavatnssýslunni, 4. í Borgarfirðinum, og hið 5., sem um getur verið að ræöa, er vegakerfið, sem kvíslast út frá Reykjavík. Sú braut, sem samtengir þessi vegakerfi, verður um leið þjóðbraut milli Suð- urlands og Norðurlands. En þá vaknar spurningin um það, hvernig þessi braut skuli gerö. Á það að vera tiltölulega ódýr mölborinn vegur, eins og þeir, sem nú eru lagð- ir i sveitum? Eða dýr vegur, þakinn grjótmulningi, hentugur fyrir bifreið- ar en ófær reiðhestum sakir hörku? Eöa járnbraut? Um þetta geta menn hugsað næstu árin, sennilega fram undir 1923, en úr því verður svarið að fara að koma. Og af því að ekki er ráð nema í tíma sje tekið, ætla jeg að benda á einstök atriði, sem hafa verður fyrir augum þegar spurn- ingunni er svarað. Þegar járnbrautaröldin hófst í heiminum voru flest lönd Norðurálf- unnar orðin fullskipuð vegum. Þess vegna hefur fengist alveg áreiðanleg reynsla um það, hvaða áhrif járn- brautirnar hafa á notkun og gildi vega þeirra, sem fyrir eru, þegar járnbrautir eru lagðar. Og reynslan er þessi: í fyrsta lagi sú, að enginn vegar- spotti innsveitis eða innanhjeraðs verður óþarfur eða fellur til muna í gildi, þó að járnbraut komi um hjer- aðið. Þetta er líka auðskilið. Setjum svo að vegur (flutningabraut) hafi verið lagður eftir hjeraðinu endi- löngu, og svo komi járnbraut þvert yfir hjeraðið. Þá er sett járn- brautarstöð við veginn, og vegurinn heldur gildi sínu, eða fær aukið gildi, sem aðalvegur út i sveitirnar til beggja hliða frá járnbrautarstöðinni. Notkun hans vex stórum við það að járnbrautin kemur. Hugsum oss síð- an hitt tilfellið, að járnbrautin liggi um hjeraðið samhliða aðalveginum; vegna landslagsins liggur hún þá líka að jafnaði mjög nærri veginum, af því að sljettasta leiðin er valin bæði fyrir veginn og brautina. Þessi veg- ur verður ekki heldur óþarfur þótt brautin komi. Hann liggur frá einni stöð til annarar meðfram brautinni, og bæirnir, sem liggja fram með

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.