Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 10
i
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
BLÓM
VIKUNNAR
87
Umsjón:
Ágústa Bjömsdóttir
sphagnum-mold. Léttmoldin hefur
marga ómetanlega eiginleika sem
íslenska moldin getur ekki boðið
boðið upp á. Hún er afar létt í sér
en getur haldið í sér vatni sem nem-
ur níu sinnum þurrþyngd sinni án
þess að hún verði vatnsósa og loft-
laus. Þess vegna er léttmoldin eigin-
lega eina moldargerðin sem hægt
er að nota í sjálfvökvandi potta.
Léttmoldin hefur líka annan kost
sem gerir það að verkum að kjörið
er að nota hana sem sáðmold og
til að róta í henni græðlinga. Hún
er nefnilega alveg gjörsamlega ster-
il eða dauð og hefur sóttveijandi
áhrif. Hún heldur vel í sér lofti og
raka og hitasveiflur í henni tregar.
Hún er sem sagt lengi að hitna eða
kólna en heldur þeim mun betur
þeim hita sem hún hefur tekið í sig
úr umhverfinu. Léttmoldin er í
eðli sínu súr og ófijó en í vinnslu
hefur verið sett í hana kalk og
áburður. Þegar Léttmold er notuð
er afar þýðingarmikið að halda
henni rakri og að gefa daufan
áburðarskammt í hvert sinn sem
vökvað er. Léttmold er ekki heppi-
leg til notkunar á pottaplöntur í
venjulegum pottum sem vökvaðir
eru á hefðbundinn hátt. Enda þótt
meirihlutinn af þeim pottaplöntum
sem ræktaðar eru til að selja í
blómabúðum sé aldar upp í léttmold
vegna þess að hún auðveldar alla
vinnu og tæknivæðingu í gróður-
húsum, þá er ekki þar með sagt
að sama fyrirkomulag mæti plönt-
unum þegar þær koma í heimahús.
Þess vegna ætla ég að endurtaka
það, að það er nauðsynlegt að halda
léttmoldinni alltaf ögn rakri og
vökva gjama með volgu vatni á
djúpa skál þannig að plöntumar fái
rakann mest neðan frá.
4. Blandmold eða Laufmold
sameina kosti venjulegrar íslenskr-
ar pottamoldar og léttmoldar. Hún
er að uppistöðunni til alveg eins og
pottamoldin en að talsverðum hluta
blönduð með léttmold og inniheldur
minni áburð heldur en pottamoldin.
Blandmoldin eða Laufmoldin er
ætluð á öll stofublóm sem ekki gera
miklar kröfur og fara hægt.
5. Kaktusmold er í stóum drátt-
um eins og pottamoldin en inniheld-
ur oftast meira af leir og sandi og
svo eru áburðarhlutföllin í henni
miðuð við sérþarfír kaktusa og
þykkblöðunga. Hún er sem sagt
snauð af köfnunarefni en þeim mun
ríkari af fosfór og kalíum. Kaktus-
moldin þarf að taka vel og fljótt
við vatni, en það þarf líka að hripa
hratt niður þannig að moldin standi
ekki lengi blaut.
6. Súr mold er eiginlega engin
fastákveðin pottamoldarblanda.
Undir þetta hugtak fellur hver sú
moldarblanda sem ekki inniheldur
kalk. Venjulega má nota Bland-
mold eða Léttmold í hennar stað.
Þótt báðar hafí í sér kalk. En það
er hægt að binda kalkið með þar
til gerðum áburðarblöndum, einnig
má binda kalkið með skólpi af te-
laufum ellegar að setja 1 matskeið
Fyrrihluti
Ég ætla að gera smátilraun til
að gefa ykkur yfírlit um þær mold-
arblöndur sem fást hér í blómabúð-
um og útskýra til hverra nota þær
henta best.
1. Sáðmold. Ætluð til sáningar
og við rætingu græðlinga. Hún
þarf að vera létt f sér, halda vel
raka, vera fremur áburðarsnauð og
að sjálfsögðu alveg laus við sveppi
og plöntusjúkdóma sem grandað
gætu fræplöntum og viðkvæmum
græðlingum. Þannig sáðmold er
oftast gerð úr hreinum starmó sem
tættur er saman við fínkomaðan
vikursand. í hana er einungis bland-
að um þriðjungi af þeim áburðar-
efnum sem notuð eru í venjulega
pottamold.
2. Venjuleg pottamold er gerð
úr sömu hráefnum og sáðmold en
má vera ögn grófari og inniheldur
fullan áburðarskammt. Hún er not-
uð til umplöntunar á stálpuðum
fræplöntum og til umpottunar á
gráðugar pottaplöntur. Svo sem
Iðnulísu, Havairós, sumarblóm og
rósir. Hún hentar líka vel í stampa,
svalaker og alls staðar sem við vilj-
um hafa vöxt í hámarki.
3. Léttmold — hún er alltaf inn-
flutt. Oftast frá Skandinavíu eða
Finnlandi og er hreint hámýrartorf
og gengur oftast undir heitinu
Um moldar-
blöndun og
umpottun
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 430. þáttur
í þáttum 325 og 328 Qallaði
ég af lítilli þekkingu um vísuna
Þegar Halldóra bekkinn braut
og annað sem þeim kveðskap
tengist. Að vísu ber sögnum ekki
saman, en þegar ég var að fletta
Óðni frá fyrstu árum þessarar.
aldar um daginn, rakst ég þar á
upplýsingar sem mér hafði hingað
til sést yfír. Þetta birtist á sínum
tíma undir fyrirsögninni Gamlar
vísur (Óðinn, 2. ár, 2. tbl. 1906):
„Jón Vídalín biskup var á yngri
árum, sem kunnugt er, aðstoðar-
prestur í Görðum á Álftanesi.
Einu sinni vildi það til við messu-
gjörð hjá honum, að Halldóra
nokkur í Hlíð þar í Garðahverfinu
braut undir sér bekk í kirkjunni
og féll á gólfíð. Þar var viðstadd-
ur meðal annarra heimilismaður
í Görðum, sem Halldór hét og var
hagmæltur. Hann orti þá þetta:
Þegar Halldóra bekkiim braut,
bombsa náði’ í henni;
gyðjan ofan á gólfið hraut,
glóggt þann atburð ég kenni.
Salvör í Kióki sat þar hjá,
sú varð bereygð í framan;
Halidóra litum bússin brá,
bískældist hún öll saman,
það þótti þegnum gaman.
Jón Vídalín svaraði fyrir Hall-
dóru með þessari vísu:
Þegar Halldór guðs boðorð braut
um blessaðar messustundir,
honum í eyra skrattinn skaut
að skálda predikun undir.
í hjarta fylgsnum innstu hans
andar sjö sátu saman,
skimp og forögtun skaparans
skældu hans sái í ffarnan.
Fjandanum fannst það gaman.
'
Fyrir vísunum og því, sem þeim
fylgir, er borinn Páll Melsteð.
Þess má geta að bússin er =
bústin og skimp er háð og spé.
En vegna andanna sjö, sem
Vídalín drap á, þykir rétt að láta
hér fylgja þennan bút á reiðilestr-
inum fræga (predikun á sd. milli
áttadags og þrettánda):
„Fáum þeim, sem reiðast, þykir
reiði sín ranglát vera, og með
soddan móti verður hún að hatri
í mannsins hjarta og súmar þar
inni, til þess hún skemmir kerið,
og er þá illa farið með guðs must-
eri (2. Cor. 6), þegar það er gjört
að soddan djöflabæli, hvar and-
skotinn inni ríkir með sjö öndum
sér verri (Lúc. 11), því heiftin er
aldrei einsömul. Oftind, dramb-
semi, rógur, lygi, bakmælgi, agg,
þræta, tvídrægni og margt annað
illþýði fylgir henni gjaman."
★
í síðasta þætti gerði ég nokkra
grein á karlmannsnafninu Ólafur
og ætla að láta hér fylgja lítilræði
um samsvarandi kvenmannsnafn.
í mannanafnabók Hermanns
Pálssonar stendur:
„Ólöf, sú sem erfír forfeður
sína. Hefur tíðkazt hér frá önd-
verðu. Þegar stúlkur eru látnar
heita f höfuðið á Ólafí, er þetta
að sjálfsögðu eina heitið, sem um
er að ræða. Útlenda nafnið Ólafía
á engan rétt á sér. Það er eftir-
tektarvert, að á síðari hluta 19.
aldar fór þeim konum fækkandi,
sem báru Ölafamafnið, en á sama
tfma stórfjölgaði Ólafíum. Árið
1855 vom hér 23 Ólafíur, en þær
voru orðnar 356 árið 1910.“
Þetta vom orð Hermanns Páls-
sonar. En lítum nánar á Ólöfu.
............
Eldri myndir nafnsins era Áleif,
Álöf og Álof. í Landnámu getur
11 kvenna með þessu nafni, í
Sturlungu em þær 8. í manntalinu
1703 em 519 Ólafar á íslandi,
og er nafnið þá hið 10. í vinsælda-
röðinni. Ofan við vom (og í þess-
ari röð): Guðrún, Sigríður, Ingi-
björg, Margrét, Helga, Þuríður,
Kristín, Valgerður og Halldóra.
Árið 1855 hétu 479 konur Ólaf-
amafni og árið 1910 vom þær
603. Þá var nafnið komið ofan í
19. sæti. Áratugina 1921—50
vom Ólafamafni skírðar hér á
landi meyjar alls 561, og heldur
Ólöf 19. sæti. Samkvæmt þjóð-
skránni 1982 er Ólöf í 21., og
heita svo 1.412 konur, þar af
1.131 að fyrra nafni. Kvenmanns-
nöfnin 20, sem vom ofan við ÓI-
öfu 1982, era (og í þessari röð):
Guðrún, Sigríður, Kristín,
Anna, Margrét, Helga, María,
Sigrún, Ingibjörg, Jóhanna,
Björk, Björg, Elín, Jóna, Guð-
björg, Erla, Þóra, Guðný, Ásta
og Lilja.
★
Nikulás bóndi norðan sendi
þættinum þetta limmkom:
Ein kerling í Katmandú starfandi
í kýrhelgimálum var garfandi.
íýrir bölv var hún dæmd
og úr borginni flæmd,
þegar í hana hljóp illur tarfandi.
Og við fleytum þessu með frá
„Málvöndunarmanni":
Við lífínu lundgóð við kímum,
þó við lifum á erfiðum tímum,
því að margt er hér djúsí
og dásamlegt, júsí,
bar’ ef rétt við tölum og rímum.
Mimi Rogers stelur (óvart) senunni af Tom Berenger í Einhver
til að gæta min, ládauðri spennumynd sem (óvart) varð að mein-
lausu ástardrama.
Vandræði á vaktinni
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubío: Einhver til að gæta
min — Someone to watch over me
Leikstjóri Ridley Scott. Hand-
rit Howard Franklin. Kvik-
myndatökustjóri Steven Poster.
Klipping Claire Simpson. Tónlist
Michael Kamen, auk þess Sting,
Fine Young Cannibals, Steve
Winwood, ofl. Aðalleikendur
Tom Berenger, Mimi Rogers,
Lorraine Bracco, Jerry Orbach.
Bandarísk. Columbia 1987. 100
mín.
Mimi Rogers leikur vellauðugan,
stórættaðan broddborgara sem
verður ein vitni að morði. Lögreglan
óttast um líf hennar fyrir mann-
dráparanum (Katsulas), kunnum
glæpamanni, og gætir hennar dag
og nótt. Einn vaktmannanna er
ungur, giftur Queensbúi (Berenger)
snotur og snauður. Þessar algjöm
andstæður í mannhafi milljónaborg-
arinnar verða ástfangnar.
En Katsulas (skemmtilega ill-
yrmislegur náungi) reiðir til höggs
með þeim afleiðingum að gæslunni
líkur og skötuhjúin verða að gera
upp hug sinn.
Myndin lítur ekki slorlega út á
pappímum. Gömul og góð morð-
söguflétta, persónumar með svo
ólíkan bakgrann að samband þeirra
hlýtur að vera bæði athyglis- og
forvitnilegt. Og dálítill „film noir“-
þefur til að krydda innihaldið. Leik-
stjórinn Ridley Scott og kvikmynda-
tökustjórinn Steven Poster, gamlir