Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
„Fullorðnir eiga að bera
virðingu fyrir bömimum“
Anne-Cath Vestly
Norski rithöfundur-
inn Anne-Cath
Vestly í viðtali
Norski barnabókahöfundurinn
Anne-Cath Vestly er stödd hér á
landi í boði Norræna hússins og
á morgun, sunnudag, les hún úr
bókum sinum á sérstakri dagskrá
helgaðri verkum hennar. Dag-
skrá þessi er liður í Norskum
bókadögum sem nú standa yfir
í Norræna húsinu. Velkist ein-
hver í vafa um hver Anne-Cath
Vestly er, þá nægir að nefna Óla
Aleksander fílibomm-bomm-
bomm, börnin átta og ömmu
þeirra, litlabróður og Stúf, Ár-
óru, Gúru og nú síðast Kaos sem
reyndar er ekki búið þýða á
islensku. Já einmitt, Anne-Cath
Vestly er höfundur allra þessara
bóka sem óhætt er að fullyrða
að allflestir íslendingar hafa
komist í kynni við á einn eða
annan hátt.
Það var á miðvikudagsmorgun-
inn sem ég hitti þau hjónin Anne-
Cath Vestly og Johan Vestly að
máli í kaffistofu Norræna hússins.
Þau höfðu komið til landsins kvöld-
ið áður og varð tíðrætt um fjallasýn-
ina og veðrið meðan á viðtalinu
stóð. Anne-Cath Vestly er nú á
sextugasta og áttunda aldursári en
ekki er neinn bilbug á henni að
fínna. Hún hefur nú sent frá sér
bók árlega allar götur frá árinu
1953 og síðasta ár var engin undan-
tekning frá þeirri reglu. Auk 36
sögubóka hefur Anne-Cath Vestly
skrifað 4 leikrit, eitt þeirra að
minnsta kosti, Húsið í skóginum,
hefur verið flutt hér á landi. Þó
tónninn í þessu viðtali sé alvarlegur
er samt greinilegt að gamansemin
er ekki langt undan hjá þeim hjón-
um báðum. Anne-Cath tekur það
meira að segja sérstaklega fram
að ekki megi taka alvöru hennar i
þessu viðtali allt of alvarlega. Við-
talið er helgað Anne-Cath einni, en
engu að síður er rétt að taka fram,
að ýmislegt þurfti að skeggræða
þeirra á milli áður en endanlegt
svar var fengið við spumingunum
í viðtalinu.
Fyrsta bókin um Óla Alek-
sander kom út árið 1953, hver
var kveikjan að þessum miklu
afköstum á ritvellinum?
„Upphafið nær alveg aftur til
þess er ég var barn og ungling-
ur, en þá þjáðist ég mjög af
feimni. Þessa feimni komst ég
yfir með þvi að taka þátt i leik-
listarstarfi og skrifa stutta leik-
þætti og einræður sem ég lék
sjálf. Þannig ieiddist ég út í leik-
listarnám sem ég stundaði við
Studio Teatret i Oslo á árunum
1945-1950. Eftir það fór ég vinna
við Norska rikisútvarpið og sá
um gerð þátta fyrir börn. Og það
var við gerð þessara bamatíma
fyrir útvarpið sem Óli Aleksand-
er leit fyrst dagsins ijós.“
Óli Aleksander hefur þá verið
vel þekktur i Noregi þegar fyrsta
bókin kom út?
„Já, ég var búin að lesa nær alla
fyrstu bókina, Óla Aleksander
fílibomm -bomm-bomm, í útvarpið
árið áður. Það er dálítið skemmti-
legt að minnast þess frá þessum
tíma að Arbejderbladet gerði könn-
un á því hver væri vinsælastur í
Noregi á meðal bama. Efstur varð
Alf Praysen, Thorbjem Egner í
öðm sæti og Óli Aleksander
fíiibomm-bomm-bomm varð í þriðja
sæti.!“
Óli Aleksander er stórborgar-
barn, sem býr i stórri ibúðablokk
með foreldrum sinum. Hvernig
féll þessi lýsing að hugmyndum
fólks um barnasögur á árunum
rétt upp úr 1950?
„Viðbrögðin vom margvísleg, allt
frá hneykslan og til mikillar
ánægju. Sterkustu viðbrögðin fékk
ég þegar þangað er komið í sög-
unni er Óli Aleksander eignast syst-
ur. Ég hneykslaði marga með því
að segja að hún hefði komið. úr
maganum á mömmu Óla en ekki
með storknum. Margir áttu erfitt
með að sætta sig við svona hrein-
skilni. Aðstæðumar í sögunni vom
einnig óvenjulegar. Bamabækur á
þessum tíma fjölluðu yfirleitt um
sveitalíf og dýrin í sveitinni. Óli
Aleksander býr í borginni óg það
var nýstárlegt. Nú snýr þetta þver-
öfugt, því 1953 gengu hestvagnar
enn um götur Oslóborgar og því
er lýst í bókunum um Óla Aleksand-
er. Hestvagnar sjást ekki lengur
og bækumar því kannski orðnar
svolítið gamaldags."
Sögurnar þínar hafa allar
orðið til sem framhaldssögur í
útvarp sem þú lest sjálf, áður en
þær birtast á prenti?
„Já, ég hef séð um bamatíma í
norska ríkisútvarpið í öll þessi ár.
Það er rétt, að flestar sögumar
mínar hafa fyrst heyrst í útvarpi
en ekki alveg allar. Ein að minnsta
kosti birtist fyrst sem framhalds-
saga í tímariti áður en hún kom út
í bókarformi. Þetta er meðal annars
ein af ástæðunum fyrir þessum af-
köstum sem þú varst að minnast
á. Mér hefur alltaf leiðst tilhugsun-
in um að endurflytja gamalt efni.“
Þú hefur tekið á málum í bók-
um þínum sem mikið hafa verið
rædd í samfélaginu. í sögunum
um Litlabróður og Stúf sem
koma út rétt eftir 1960 fer mam-
man að vinna úti og les til stúd-
entsprófs utanskóla. í bókunum
um Aróru skipta foreldramir um
hlutverk, pabbinn er heima en
mamman vinnur úti. Ertu mjög
meðvitaður höftmdur?
„ Nei, ég er það í rauninni ekki.
Ég sest aldrei niður með fullmótaða
hugmynd að sögu og vinn útffá
því. Ég er heldur ekki meðvituð um
boðskap bókanna minna. Stundum
hef ég aðeins eina mynd í huga
þégar ég er að byija. í sögunni um
Áróru hafði ég t.d. aðeins mynd í
kollinum af pabbanum, þar sem
hann er að þvo upp. Framhaldið
réðist síðan af sjálfu sér. Þannig
er það oftast nær. Ég var t.d.
skömmuð af gagnrýnendum fyrir
að gera foreldra Áróru að mennt-
asnobbum. Það var sagt að þáu
væru svona ftjálslynd í krafti
menntunar sinnar. í sögunni er
pabbinn að skrifa doktorsritgerð
jafnframt því að hann er heimavinn-
andi. Það skemmtilega við þetta er
að ég hafðl sjálfa mig til viðmiðun-
ar í lýsingunni á pabbanum. Ég hef
sjálf alltaf unnið svona; skriftimar
hafa verið til viðbótar við heimilis-
störfin. í bókunum um Litlabróður
og Stúf fer mamman að vinna úti
þegar telqur föðurins hrökkva ekki
fyrir greiðslum af húsinu þeirra.
Hún er einnig að lesa til stúdents-
prófs.Þetta var á þeim tíma þegar
mikill meirihluti mæðra voru heima-
vinnandi. Ég fékk mikið af hring-
Bláfjalladagur á skíðum
Boðið verður upp á ókeypis skiðakennslu og barnagæslu
BLÁFJALLANEFND í samstarfi
við Mjólkurdagsnefnd stendur
fyrir Bláfjalladegi i dag, laugar-,
daginn 26. mars, ef veður leyfir,
annars verður honum frestað
fram á sunnudag. Markmið dags-
ins er að leiðbeina fólki, bæði
byijendum og lengra komnum, á
skíðum og auk þess að bjóða uppá
skemmtidagskrá í fallegu um-
hverfí.
Sveitarfélögin innan Bláfjalla-
nefndar vilja með deginum vekja
athygli á hversu rík áhersla er lögð
á almenningsíþróttir og þar er skiða-
iþróttin mikilvægur þáttur. í Bláfjöll-
um eru alls 12 skiðalyftur á fimm
mismunandi svæðum, þar af tvær
stólalyftur. Flutningsgeta þeirra
allra er um nfu þúsund manns á
klukkustund. Göngubrautir verða
lagðar merktar.
Skíðakennsla verðúr fyrir þrjá
mismunandi flokka, byrjendur, nokk-
uð vana og vana, verður á svæðunum
við Fram-lyftu, Breiðabliks-lyftur og
( Kóngsgili, SólSkinsbrekku og Suð-
urgili. 60 til 80 kennarar verða á
þessum svæðum. Bamalyftur eru við
Breiðabliksskála og Bláfjallaskála.
Svigbrautir fyrir almenning verða
víða á svæðinu en margir hafa horft
á keppendur æfa en ekki fengið tæki-
færi sjálfir til að reyna sig.
Skíðaganga og kennsla hefst stutt
frá Bláflallaskála. Þar verður
kennsla fýrir byijendur á klukku-
stundarfresti 3 km, 5 km, 10 km
gönguleiðir með tilsögn og umhverfi-
slýsingu á Bláfjallasvæðinu. Farið
verður m.a. með stólalyftunni í
Kóngsgili upp á fjallabrún, en þaðan
er útsýni stórkostlegt í allar áttir.
Sérstök bamagæsla verður í
gamla Bláfjallaskálanum og eiga
böm að hafa með sér skíði eða sleða-
búnað ef þau eiga.
Harmoníkuleikarar koma í heim- -
sókn og leika „skíðatónlist" fyrir
gesti. Einnig munu svifdrekamenn
sýna listir sínar.
Veitingasala verður víða á svæð-
inu og verða veitingar seldar á vægu
verði.
Skíðakennslan, bæði í svigi og
göngu er ókeypis, einnig bamagæsl-
an.
Gott skíðafæri er nú í Bláfjöllum
og verður svæðið opið frá kl. 10.00
til 17.00. Allir sem koma inn á svæð-
ið fá afhenta dagskrá sem sérstak-
lega hefur verið gerð í tilefni dags-
ins.
Bláfjalladagur verður í Bláfjöllum í dag, laugardag. Þá gefst fólki kostur á ókeypis skiðakennslu og
bamagæslu. Einnig verður ýmislegt til skemmtunnar.
Hinir nýju prófastar ásamt konum sínum og biskupi. Frá vinstri:
Sr. Guðni Þór Ólafsson, Herbjört Pálsdóttir, herra Pétur Sigurgeirs-
son biskup, Ragnhildur Jónasdóttir og sr. Flosi Magnússon.
Prófastafundur Þjóðkirkjunnar:
Skattalög ekkí hlið-
holl hjónabandinu
ÁRLEGUR prófastafundur
kirkjunnar fór fram f Reykjavík
dagana 2. til 4. mars. Á fundinum
var m.a. fjailað um starfsreglur
við skipan prófasta og um nýju
skattalögin og það gagnrýnt, að
þau eru ekki hliðholl hjónaband-
inu. Tveir nýir prófastar voru
settir f embætti á fundinum.
Prófastafundurinn fjallaði um
nýju skattalögin með tilliti til hjóna-
bandsins. Sr. Bemharður Guð-
mundsson fréttafulltrúi Þjóðkirkj-
unnar sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að í áliti fundarins kæmi
fram, að löggjafinn er ekki hlið-
hollur hjónabandinu varðandi
skattamál, eins og ítrekað hefur
komið fram á kirkjunnar vettvangi.
Þá ræddi fundurinn um sókna-
og kirkjugarðsgjöld og um jöfnun-
arsjóð sókna, sem varð til með nýj-
um lögum um sóknagjöld. Tilgang-
ur sjóðsins er að jafna áðstöðu á