Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 32

Morgunblaðið - 26.03.1988, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 EUGEMAEATIl Tengiliður miUi íslands og Ítalíu eftirSimone Mambriane Fyrir nokkrum árum fór Kristján Jóhannsson te- nórsöngvari til Ítalíu til að fullnuma sig í sönglist- inni. Hann sótti tíma hjá Gianni Poggi, frægum tenórsöngv- ara sem á sjötta áratugnum gat státað af rödd sem jafnaðist á við Di Stefano og Del Monaco. Kristján varð svo hrifinn að hann kom aftur ári seinna ásamt Unu Elefsen. Una hafði létta sópranrödd og þess vegna kom Poggi henni til fyrrver- andi nemanda síns sem rejmdar var fyrir löngu orðin fræg söngkona. Þannig hófust kynni Eugeniu Ratti af íslandi. Að söngnáminu loknu fór Una aftur til Reykjavíkur og sagði Ingólfi Guðbrandssyni frá Eugeniu. Það varð til þess að hann bauð Ratti að koma og þjálfa söng- fólk Pólyfónkórsins. Þetta var árið 1980 og Ratti er nú væntanleg til íslands í fimmta skipti til þess að halda hér söngnámskeið. Hin lýríska sópransöngkona Eugenia Ratti er fædd í Genova. Hún byijaði bamung að syngja. Hún var ekki nema sex ára þegar hún söng „Vertu sæl gamla tíð“ úr La Traviata við píanóundirleik. Hún söng fyrst á sviði fimmtán ára ásamt Tito Schipa. Stóra stundin í lífí Ratti rann upp heima hjá frænda hennar í Piacenza þar sem hún dvaldi í fríi (þetta var einmitt á Vigolo Marchese þar sem Ratti býr núna). Ratti naut þess að syngja undir berum himni og Poggi sem þá var á hátindi ferils síns heyrði til hennar. Hann fór með hana í Scala-óperuna í Mílanó í áheym hjá Victor De Sabata og Carlo Maria Giulini. Ratti reyndist alls ófeiminn SCALA í MARS 1955 Niðurbrotin eftir að hafa fengið skammir frá Maríu Callas. Leonard Bernstein huggar Ratti (ofan til vinstri). Ásamt leikstjóranum Luchino Visconti (ofan til hægri) María Callas og Eugenia Ratti I hlutverkum sínum í Svefngenglinum (fyrir neðan). við þessa frægu menn. Hún söng fyrir þá „Það er skrýtið" úr La Traviata og var þegar komin í hóp hinna útvöldu. í janúar 1955 söng hún í fyrsta sinn við Scala-óperuna í Ástar- drykknum. Giulini var hljómsveitar- stjóri og Zeffirelli leikstjóri. Hún söng líka í Töfraskyttunni og Eug- enio Montale skrifaði eftirfarandi í „Aftanpóstinn": „Óvænt sending af himnum ofan ... blátt áfram og sjálfsömgg, með mikla, ömgga og hrífandi söngrödd sem gefur aðeins tilefni til björtustu framtíðarvona." í marsmánuði fær hún næstveiga- mesta hlutverkið á eftir Maríu Call- as í Svefngenglinum undir stjóm Bemsteins og Visconti var leik- stjóri. Ratti litla var hún kölluð vegna þess hvað hún var ung að ámm — hún var ekki einu sinni orðin tvítug og stjama hennar var farin að skína meðal annarra frægra stjama á þessari gullöld lýrískra söngvara í ítalskri söng- sögu. I kjölfarið fylgdu viðburðarík ár ótrúlegs frama sem sést best ef litið er á fjölda þeirra ópera sem hún hefur leikið í, en þær em rösk- lega fimmtíu. Hún hefur sungið undir stjórn frægra hljómsveitar- stjóra. Á meðal þeirra frægustu em nöfn á borð við De Sabata (fjöl- skylduvinur og guðfaðir frumburð- arins Súsönnu) Giulini, Bemstein, Votto, Serafín, Walter, Cantelli, Karajan, Abbodo, Mitropoulos. Leikstjórar hennar em einnig fræg- ir: Luchino Visconti, Franco Zeffí- relli og Giorgio Strehler. Hún hefur sungið með svo mörgum frægum söngvumm að of langt mál yrði að telja þá upp — þó ekki væm nefnd- ir nema þeir frægustu. Allan tímann meðan Callas er drottning á Scala er Ratti staðgeng- ill hennar. Ratti dáist að henni, verður vinkona hennar og tekur María Callas i hlutverki sínu í Madam Butterfly. Áletrunin er svo- hljóðandi: „Til hinnar frábæru Eugeniu Ratti með bestu óskum um bjarta framtíð". Mhmhigar Eugeniu Ratti um Maríu Callas Itilefni þess að tíu ár em liðin frá dauða Maríu Callas hafa fjöldamörg viðtöl verið tekin við söngvara sem sungu með henni. Vitnisburður Eugeniu Ratti er ómetanlegur bæði vegna þess að nú getur hún metið hlutina úr hæfilegri fjarlægð og einnig vegna þess að Ratti man ýmis eftir- minnileg smáatvik sem varpa ljósi á persónu Maríu Callas. Ratti var staðgengill þessarar miklu ópem- söngkonu í hlutverkum sem hæfðu rödd hennar (Fiorilla í Tyrkjanum á Ítalíu, Rosína, Gioconda Violetta, Amelia og svo framvegis). í mars og apríl 1955 söng Ratti með Call- as á tíu sýningum í Svefngenglin- um. Tveimur ámm seinna var hann settur á svið fímm sinnum í Scala- ópemnni. Af báðum þessum ópemm em til plötuupptökur af fyrstu sýn- mgunum. María Callas átti sinn þátt í að móta Eugeniu Ratti í upphafi söng- ferils hennar. Á lokaæfíngu á Sveftigenglinum mætti Ratti fímm mínútum áður en sýningin átti að hefjast. Hún átti að byrja á því að syngja aríu í hlutverki Lisu: „í dag ríkir gleðin, í dag er hátíð." María öskraði á hana: „Þú þekkir hvorki léikhúsið né lífið, ef eitthvað á að verða úr þér þá skaltu fyrst læra að taka listina alvarlega og mæta stundvíslega." Eugenia fór að há- gráta en Leonard Bemstein hugg- aði hana. Eugenia Ratti getur þakk- að Maríu Callas það að upp frá þessu fór hún að taka list sína alvar- lega og ná smám saman þeim ár- angri sem færði henni frama. Callas var fádæma iðin við æf- ingar og sýndi ávallt að hún var mikill listamaður. Hinar endalausu æfingar á Svefngenglinum (vegna þess að Luchino Visconti vildi að þetta yrði fullkomið) fóm fram fyr- ir framan speglana í danssal Scala- leikhússins. Eugeniu er minnisstætt að dag einn söng María „ó hve ég dái þig“ með ijóluvönd í höndunum og henni „virtust blómin vaxa í fögmm höndum söngkonunnar vegna yndislegra hreyfínga þeirra". Vorið 1955 var Callas óvenjulega slæm á taugum og ef til vill af heilsufarsástæðum. Búningsher- bergi Ratti var við hliðina á her- bergi Maríu Callas og þaðan heyrði hún oft hrópað: „Battistaaa!!!" en eiginmaðurinn hét Battista Meneg- hini. Einn af duttlungum stjömunn- ar var að kalla Eugeniu „smástelp- una“ og hún hætti því ekki fyrr en kennarinn Gavazzeni hótaði henni því að „smástelpan" fengi hennar hlutverk. Upp frá þessu tókst góð vinátta milli_ stjömunnar og smá- stelpunnar. Á þessum tíma var heitt í kolunum milli aðdáenda Renötu Tebaldi og Maríu Callas. Morgun einn sátu María og Eugenia á Biffi- Scala, kaffíteríu listamannanna og þá spyr Callas með þjósti hvort það sé satt að Ratti hafi fullyrt að keppi- nautur hennar væri betri söngkona en hún sjálf. Eugenia vísaði þessu umsvifalaust á bug, sagðist aldrei hafa sagt neitt í þá veru. Hin skap- bráða María lét sér þá nægja að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.