Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988
47
Kökubasar í Verzló
Kökubasar verður haldinn í
Verzlunarskóla íslands laugar-
daginn 26. mars kl. 13—16.
Kökubasarinn er haldinn í fjáröfl-
unarskyni fyrir útskriftarferð 6.
bekkjar. Velunnarar skólans eru
eindregið hvattir til að líta inn.
(Fréttatilkynning)
. . X . Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Husfyllir var á skemmtumnm. A mnfelldu myndinni,svipmynd frá einu skemmtiatriðanna sem öll tókust mjög vel.
Reykhólar:
Menningar-
ferð til
Reylgavíkur
Reykhólum.
UM 70 manns fóru í gær frá
Reykhólaskóla í leikhúsferð til
Reykjavíkur.
Ráðgert er að fara í óperuna og
sjá Litla sótarann. Einnig á að fara
og skoða Þjóðminjasafnið og Lista-
safn íslands. Hér er um nýbreytni
að ræða og er það ætlunin að koma
heim á sunnudagskvöldið og má
segja að þetta sé góð byrjun á
páskaleyfinu.
- Sveinn
Lúðrasveit
verkalýðsins í
Langholtskirkju
Lúðrasveit verkalýðsins held-
ur sína árlegu vortónleika í dag,
laugardag, í Langholtskirkju og
hefjast þeir kl. 17. Jafnframt því
sem hér eru á ferðinni árlegir
tónleikar sveitarinnar eru þetta
35 ára afmælistónleikar, en sveit-
in átti afmæli 8. mars sl.
Á efnisskránni verða innlend sem
Selfoss:
Áþriðja hundrað
krakkar skemmtu
um 700 gestum
Selfossi.
KRAKKARNIR í Barnaskóla Selfoss héldu nýlega árs-
hátíð og sýndu skemmtiþætti og ýmis atriði fyrir fullu
húsi í íþróttahúsinu.
Alls komu fram 240 krakkar í hinúm ýmsu þátturn og
lætur nærri að það sé um helmingur nemenda skólans. Árs-
hátíðin var vel undirbúin og allt gekk snurðulaust fyrir sig.
Um 700 manns, foreldrar og aðrir gestir, voru á árshátí-
ðinni og fögnuðu leikendum vel og innilega.- Sig. Jóns.
erlend lög úr ýmsum áttum.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir eru velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
Stjómandi Lúðrasveitar verka-
lýðsins er eins og undanfarin ár
Ellert Karlsson.
(Fréttatilkynning)
, Kaupmannahöfn
THOR Vilhjálmsson, rithöfund-
ur, hafði viðkomu í Kaupmanna-
ísafjörður:
Fiðlu- og píanó-
tónleikar í dag
ísafirði.
HLÍF Siguijónsdóttir fiðluleikari
og Sólveig Anna Jónsdóttir
píanóleikari halda tónleika í sal
frímúrara á tsafirði í dag, laug-
ardag, kl. 17. Á efnisskránni eru
verk eftir Dvorák, Johan Sebast-
ian Bach, Alfred Felder, Niccolo
Paganini og Pablo de Sarasate.
Báðar hafa þær starfað hér á
ísafirði, Hlíf sem kennari við
Tónlistarskólann 1981—1983 og
Sólveig Anna sem hóf píanóleik
hjá Ragnarni H. Ragnar.
Hlíf Siguijónsdóttir lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík þar sem hún var nem-
andi Bjöms Ólafssonar. Hún stund-
aði síðan nám hjá Franco Gulli í
Indiana í Bandaríkjunum og hjá
Lorant Fenyves í Toranto á Italíu.
Hún var um tíma styrkþegi við lista-
skólann í Banss í Kanada en er nú
fastráðin hjá Kammerhljómsveit-
inni í Ziirich. Á íslandi hefur hún,
auk kennslunnar á_ ísafirði, verið
konsertmeistari hjá íslensku hljóm-
sveitinni.
Sólveig Anna Jónsdóttir hóf sinn
tónlistarferil hjá Ragnari H. Ragnar
hér á Ísafírði en lauk síðan prófi
frá Tónlistarskólanum á Akureyri.
Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar
sem hún lauk píanókennaranámi frá
Tónlistarskólanum 1983 og einleik-
araprófí þaðan ári síðar. Þá hélt
hún til frekara náms í Bandaríkjun-
um og nam hjá Nancy Weems við
háskólann í Houston 1984—1987.
- Úlfar
höfn á leið sinni frá Ósló, þar
sem hann tók við bókmennta-
verðlaunum Norðurlandaráðs.
En Tryggvi Ólafsson, listmálari,
var gestur Thors við afhending-
una í Ósló ásamt Gerði Sigurðar-
dóttur, konu sinni, og Þrándi
syni þeirra. íslendingar í Kaup-
mannahöfn voru svo heppnir að
mega njóta listar beggja eina
kvöldstund um síðustu helgi, er
Trygg^vi hafði sett upp sýningu
á nýjum verkum sinum í félags-
heimilinu í Jónshúsi og Thor las
upp úr Grámosinn glóir.
Mikil kynning hefur átt sér stað
á verðlaunabók Thors og höfundin-
um sjálfum hér í Danmörku. Frá-
bært sjónvarpsviðtal í Magasinet í
danska ríkissjónvarpinu sló í gegn,
en það var tekið upp heima og kom
Thor þar víða við og sagði skemmti-
legar sögur. Þá átti íslenzki út-
varpsmaðurinn Halldór Sigurðsson
viðtal við Thor fyrir danska ríkisút-
varpið og grein um höfundinn og
smásaga eftir hann birtust í Politik-
en, svo að fátt eitt sé nefnt.
Salurinn í félagsheimilinu var
þéttsetinn sem aldrei fyrr, er Kristín
Oddsdóttir Bonde, formaður bóka-
safnsnefndar, bauð skáldið, konu
hans Margréti Indriðadóttur og
gesti velkomin. Kristín sagði frá
frumkvæði Bergljótar Skúladóttur
gestgjafa við að fá Thor í heim-
sókn, en það væri íslendingum í
Kaupmannahöfn mikil ánægja að
Dómkórinn í Reykjavík.
Dómkórinn á Kjarvalsstöðum
DÓMKÓRINN í Reykjavík söngvarar og er Marteinn H. Frið- en í því verki leika tveir kórfélag-
syngur á Kjarvalsstöðum i dag, riksson stjómandi þeirra. Kórinn ar, Hlín Torfadóttir og Jósep
laugardag, kl. 16. syngur madrígala, þjóðlög og Gíslason, fjórhent á píanó. Áð-
í kómum eru rúmlega 40 nokkra ástarvalsa eftir Brahms, gangur er ókeypis. (fréttetiikynning)
fá að sjá hann og heyra. Óskaði
Kristín honum til hamingju með
verðlaunin og fögnuðu viðstaddir
verðlaunahafanum lengi og inni-
lega.
Thor Vilhjálmsson lýsti gleði
sinni yfir að vera kominn í Jóns-
hús. Það væri algjörlega fyrir orð
Bergljótar og hér væri gott að vera
með íslendingum í Kaupmanna-
höfn, ekki sízt þegar verk Tryggva
Ólafssonar vinar hans „auka okkar
geð í salnum". „Mikið gekk á í
Ösló við útnefninguna," sagði Thor,
„þar vom hópar manna vopnaðir
tækjum til að soga úr mér sálina."
Þá hófst upplestur og las höfund-
ur Kvöld smajans og úr kafla, sem
lesinn var í Ósló í þýðingu Peters
Hallbergs og nefnist Draumur og
að lokum úr áhrifamiklum þætti:
Hváð felst í einu ópi? Síðar vom
fyrirspumir og fór höfundur á kost-
um við svörin og sagði sögur á sinn
eftirminnilega hátt. Rödd úr salnum
sagði Thor draga upp svo skýrar
myndir í bókum sínum og hann
svaraði með sögunni um manninn,
sem ráðlagði honum að mála mynd-
ir og skrifa svo almennilega bók á
eftir!
í lokin þakkaði Bergljót Skúla-
dóttir rithöfundur komuna og færði
honum gjöf, og sagði frá því, að
listaverkabókin um Tryggva Ólafs-
son, þar sem Thor ritar æviþáttinn,
væri til sölu f Jónshúsi og muni
listamennimir báðir árita hana um
kvöldið.
Sýning Tryggva Ólafssonar var
opnuð daginn áður að viðstöddum
Qölda gesta, en það er mikill við-
burður, er Tryggvi opnar sýningu,
svo þekktur sem hann er hér í
Höfn. Eru málverkin langflest ný,
máluð síðan hann kom hingað aftur
úr frægðarför heim til Islands í
nóvember, en þá hélt hann sýningu
í Listasafni ASÍ og þá kom hin
glæsilega listaverkabók um hann
út. Fékk hvort tveggja mikla og
góða umfjöllun í blöðum. Mörg
málverkanna á sýningunni em þeg-
ar seld, en sýningin stendur til 15.
apríl. — G.L.Ásg.