Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 26.03.1988, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1988 ÞIMGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON RÆKTl JNARim TING ÍVA Haf- og fiskirannsóknir SJO -'A Þorskunnn er & „Verkefni í haf- og fiskirannsóknum hafa aukizt síðustu áratugi eftir að íslendingar færðu út fiskveiðilögsöguna í áf öngum. Sóknargeta fiskveiðiflotans hefur farið ört vaxandi á þessu tímabili og þörfin á þekkingu til að stjórna veiðunum á fræðilegum forsendum vaxið að sama skapi. Síðustu árin hefur síðan komið til mikil fjárfesting í fiskeldi án þess að þar væri byggt á umtalsverðum innlendum rannsóknum“. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) flytur ásamt fímm öðrum þing- mönnum, úr öllum þingflokkum, tillögu til þingsályktunar um haf- og fískirannsóknir. Tillagan fjallar um áætlun um auknar Qárveitingar á næstu fímm árum til rannsókna á þessum vettvangi, sem geymir undirstöðu efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Aðfararorð þessa pist- ils eru upphaf greinargerðar með tillögunni. Þar segir áfram: „Mönnum er nú ljósara en áður þýðing innbyrðis tengsla nytja- stofíia, samkeppni þeirra um æti — og áhrif veiða úr einstökum stofn- um á vistkerfið. Umhverfísskilyrði, svo sem ástand sjávar, valda mikl- um sveiflum í svifdýra- og plöntu- samfélögum hafsins sem sfðan end- urspeglast f nýliðun og afraksturs- getu nytjastofnanna á hveijum tíma. Þekking á þessu samhengi er hins vegar mjög í brotum og því þarf að auka mjög rannsóknir á vistkerfum íslenzkra hafsvæða." í fjölriti frá Hafrannsóknastofn- un, sem fjallar Um þessi mál, kem- ur meðal annars fram, að íslending- ar veija rétt rúmlega hálfu pró- senti af verðmæti útfluttra sjávar- afurða til haf- og fískirannsókna. Það er langtum lægra hlutfall en gerist hjá grannþjóðum, sem byggja þó þjóðarbúskap sinn í mun minna mæli á sjávarútvegi en við gerum. n í flölriti frá Hafrannsóknastofn- un sem fylgir tillögunni segir m.a.: „Að því er bezt verður séð eru allir stærstu nytjastofnar nýttir til hins ýtrasta og vaxtarmöguleikar [heildarafla] felast því nær ein- vörðungu í nýtingu tegunda eins og gulllas, spærlings, kolmunna, úthafskarfa, langlúru, skrápflúru og tindaskötu, auk hryggleysingja svo sem krabba- og skelfísktegunda svo og ígulkeija." Síðan segir — og gleður vafalítið fólk sem man síldarævintýrið: „Hugsanlegt er að vísu að norska vorgotssíldin heQi ætisgöngur á ís- landsmið aftur, en um það er ekki hægt að fullyrða ...“ Þá er vitnað til álitsgerðar nefnd- ar sem Rannsóknaráð ríkisins skip- aði 1985 til þess að §alla um þróun sjávarútvegsins, en þar segin „Er áætlað að fískiskipaflotinn sé um þriðjungi of stór miðað við afrakstursgetu fískistofnanna og hagkvæmni veiðanna frá sjónarmiði þjóðarheildar." Af framangreindum ástæðum telur Hafrannsóknarstofnun ein- sýnt, að stjóma þurfí veiðum úr flestum_ nytjastofnum með einum eða öðmm hætti { fyrirsjáanlegri framtíð. Hinsvegar sé nauðsynlegt að endurskoða forsendur og fyrir- komulag veiðistjómunar reglulega. Morgunbtaðið/Ámi Johnsen Marktækar haf- og fiskirannsóknir em nauðsynlegar, ekki sízt til að byggja á hyggiiegar ákvarðanir að þessu leyti. Að sjáifsögðu verður einnig að taka tillit til þjóðhags- legra sjónarmiða, sem og byggða- hagsmuna. m Eldi sjávar- og vatnadýra er vax- andi atvinnugrein víða um heim. Norðmenn hafa vísað veginn um margt að því er varðar fiskeldi. „Margir sérfræðingar telja að hafin sé ræktunarbylting i vatni og sjó, hliðstæð þeirri sem átti sér stað þegar jarðræktin tók við af hjarðbúskap og veiði- þungavigtarfyrirbæri í þjóðarbúskap íslendinga. Sjávarvörur gefa langleiðina i þijár af hverjnm fjórum krónum útflutningstekna. Lifskjör í landinu og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar hvíla ekki sízt á lifriki sjávar. Það gerir landið byggilegt. Sá þorskur, sem hér sést, var 149 sm að lengd. Megi hann eignast sem flesta afkomendur að vexti og verðmætum. mennsku,“ segir f fylgiskjalinu frá Hafrannsóknastofnun. Hér er ekki lítið sagt. Sem dæmi um framtak Norð- manna má nefna að þeir framleiddu árið 1986 um 44.000 tonn af eldis- laxi. Þeir hafa og stigið fyrstu skrefín f eldi ýmissa annarra nytja- físka — og trúlega allnokkur spor til viðbótar. „Eldi sjávarlifvera er sérstakt áherzlusvið í norskri at- vinnumálastefnu," segir í tilvitnuðu fylgiskjali. Sem fyrr segir eru flestir nytja- stofnar hafsins hér við land fullnýtt- Óperudeild FÍL: Úthlutað úr söngvarasjóði Söngvarasjóður óperudeildar Félags islenskra leikara styrkir efnilega söngnema til náms og starfandi söngvara til frekari menntunar i list sinni. í ár er i fyrsta sinn úthlutað samkvæmt nýjum reglum sjóðsins. Alls sóttu 10 manns um styrk að þessu sinni. Til styrkveidngar komu 140.000 krónur og ákvað söng- stjórn að skipta þeirrí upphæð i tvennt. Styrki hlutu þau Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran og Sverrir Guðjónsson kontratenór. Hlutu þau 70.000 krónur hvort. Anna Eymundsdóttir, móðir Ingi- bjargar, veitir styrknum viðtöku fyrir hönd dóttur sinnar. Ingibjörg er við nám í Indiana University School of Music f Bandaríkjunum. Hún stundaði áður nám í Tónlistar- skóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjamardóttur og söng þá opin- berlega við ýmis tækifæri. Sverrir Guðjónsson er kunnur fyrir að syngja dægurlög og í söng- leikjum en hefur nú snúið sér að klassískri tónlist. Hann stundar nám hjá Ruth L. Magnússon sem kontratenór en það er n\jög sjald- gæf raddtegund. Sverrir hyggst fara f söngnám til London og hlýtur styrk til þess. Stjóm Söngvarasjóðs ópenideild- ar FIL skipa þau Elfsabet Erlings- dóttir, Július Vífill Ingvarsson og Kristinn Hallsson, Morgunblaðið/BAR Frá afhendingunni. Frá vinstrí: Krístinn Hallsson, Ellsabet Erlingsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Anna Eymundsdóttir og Sverrir Guðjónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.