Skírnir - 01.01.1881, Side 32
32
ENGLAND.
þeirra skyldu vera honum til ráSaneytis. þeir reistu stjórnar-
höl! og tóku sjer merki. A fánanum er þarlendnr hermaSur, sem
heldur á spjóti og rjettir þaö út yfir landið (til varnar), en í
einu horni hans er dregið merki Englendinga.
Vjer getum 1 þetta skipti leiðt hjá oss að skýra frá þing-
8törfum Englendinga, aS því er snertir almenna löggjöf e0a laga-
bætur, því þingræðurnar hafa mestmegnis teki0 til þeirra vanda-
raála, sem þegar er nokkub frá sagt. En þaÖ er álit allra
manna, sera eru kunnugir högum og hreifingnm og allri flokka-
afstöSu á Englandi, aS þaS geti vart liðiB á löngu, áður enn
hjer verSi tekiB til mikilvægustu nýjunga og lagabreytinga. J>ó
menn nefni a8 eins tvo höfuSflokka á Englandi, þá hafa báSir
fyrir langa löngu tekiS yms stakkaskipti, og út úr hvorum fyrir
sig (og stundum úr báÖnm samt) hafa skapazt minni flokkar, sero
beittust fyrir einstöku höfuömálum (t. d. kornlögunum), en hurfu
svo aptur er þau voru komin á framfæri. Nú sem stendur er
komin einskonar tvídeild á Viggaflokkinn. Hjer standa sumir
langt um lengra frammi en abrir, og hyggja til mikilla breytinga
á lögum og iandstjórn, en þó má ekki jafna þeim viS frekju-
flokkana á meginlandinu. Munurinn er sá, aö Englendingar vilja
hafa allar umbætur fram me0 lögum en ekkert meS byltingum eöa
ofríkisrá&um. J>egar Gladstone tók við stjórninni fjekk hann
ymsa af framsóknarmönnum me8 sjer til ráðaneytis. Vjer nefnum af
þeim Forster, Charles Dilke (undirráSherra fyrir utanríkismálum),
Bright (kanselleri fyrir Lancaster), Mundella (undirráÖh. fyrir
kennslumálum), auk fl. þessir menn vilja færa enn út kjör-
rjettinn til helmingi fleiri manna enn hans njóta nú, breyta laDd-
búnaSarlögunum til mikilla muna, leggja langt um meira fram
til alþýðu uppfræ&ingar, takmarka einkarjettindi „hákirkjunnar11
og fl. þessk. Á meSal þeirra eru líka margir þjóSveldisinnar, rnargir
sem í álitum sínum nálgast jafnaðarmönnum eSa frumhugsunum
þeirra, en viS slíku er lítiS hreift á málfundum og kjörfundum,
og á löngu mun líöa áSur þaS ver&ur á þing boriS. En þaS er
eitt mál, sem miklu varSar, er þegar er fariS aö brydda á, og
þaS er breyting sjálfra þingskapanna, þegar lávarSarnir (efri
málstofan) felldu frumvarp Forsters um fjárstyrkinn til leigu-