Skírnir - 01.01.1881, Blaðsíða 46
46
FRAKKLAND.
£eir menn bafi sízt gleymt kreddum sínum, sem líknað var og
aptur eru komnir heim úr útlegðinni frá Nýju Kaledóníu og
öSrum stööum. J>ingi8 galt samþykki til sakauppgjafarinnar viö
þá 12. júlí (sbr.ViÖaukagrein »Skírnis» 1880), og hafÖi Jules
Simon mælt helzt á móti (í öldungadeildinni), aÖ stjórnin gerði
hjer alla jafna. Blöö frekjumanna tóku hjer hart á, og völdu
honum þau verstu nöfn, sem þeir gátu honum fundið, Gambetta
haföi fylgt öflugast því máli, og því þóttist blað hans (BépuUique
Jrangaise) veröa þá aö fylla flokkinn og kallaði Jules Simon
• skælandi krókódíl.» Vjer látum oss nægja að herma það, af
ummælum frekjublaðanna, sera stóö um Simon í Mot d’ Ordre
(fyrrum blað Rocheforts): „Jules Simon hefir svívirt svo mann-
kynið f oröum sinum, að þrælmenniö hann Thiers hefði vart þora'ð
að láta aunað eins sjer um munn fara uppi í frekkneskum ræðu-
stóli.*> — Rocbeíort átti ekki svo langt heim að sækja, því hann
hafði látið f’yrir berast lengstuin í Genf, eptir s.trokið frá Nýju
Kaledóniu. þegar hann koin til Parísar tók lýðurinn á móti
honum sein mesta þjóðskö rungi og óskabarni þjóðarinnar. Hann
hafði borið sig allra manna aumlegast um vorið 1871 og heitið
á Gambettu tíl forbæna, og hitt vita allir nú, að hann fjekk ærna
peninga af Gambettu til íerðarinnar. þegar hann var kominn til
Parísar byrjaði hann nýtt blað, sem hann kallaði L' Intransigeant
(þ. e. Sáttasynjandann), og hóf þar níð og ámæli gegn Gambettu
og hans málsinnum, og sagði að það væru menn, sem ækju
segluin eptir viudi til að ná völdum og auði, og hefðu að eins
þjóðina fyrir þrep, meðan þeir væru að stíga upp til fullsælu
og metorða. Líkar þakkjr guldu aðrir. Nokkrir þeirra rituðu
ávarp í eitt af írekjublöðunum til «öreiganna,» og kváðust eiga
vinum sínum að þakka, eða þeirra atkvæðafylgi og kröfum, að
þeir væru aptur heim komnir; en stjórnin hefði ekki þorað
annað enn veita þeiin lausn, þó það hef'ði dregizt þrem vikuin
lengur enn skyldi «fyrir enar svívirðilegu umræðnr á þinginu.»
í júlímánuði buðu 7—8 hundruð stúdeuta hetjunum heiinkomnu
til gildis, og töluðu enir ungu menn svo gífurlega, að sumum,
t. d. Rocheíort, kom í hug, hvort þeir væru ekki að gera gys
að sjer og liinum görpunum. Einn af stúdentunum sagði, að