Skírnir - 01.01.1881, Qupperneq 48
48
FRAKKLAND.
einn í senn til morðanna, og skal vera einn um verkiS. þegar
þeir eru allir falinir, sem baia myrt og níSt. bræður vora, þá
böfnm vjer unniB rjettlætinu til fullnaðar. Vjer skulum gráta
J)á, sem leggja hjer líf sitt í söiurnar, en gera þá a8 dýrblingum
vorrar aldar. Engum fjanda vorra skulu gri?) gefin, því misk-
unarlausir verBum vjer að vera. J>egar jeg fór frá París, var
hún í dauðadái; nú er hún vöknuÖ og viS pa?) hafa JrjóÖirnar
vaknaS, og andi byltingarinnar kominn upp aB móheiðum Rússa.
Konungarnir á förum, kirkjurnar mállausar. FólkiB stendur uppi,
J>ar sem allt annað hnigur, og fyrir Jiað viljum vjer láta líf vort, ef
þess þarf vib. Hvað skyldum vjer hirða um J>að, J)ó böðlarnir
skytu einni kúlu tieira? Lofum þeim að reyna til að rífa bjartað
úr brjósti voru, það verður til þess eins, að vjer verðum því
grimmari, þegar til vorra kasta kemur. J>eir sem eptir oss
koma munu iifa sjálfa höfuðby ltinguna, en vjer megum ekkert
skirrast, að henni hraði sem mes t fram. Einn tekur við af öðrum,
og jeg krefst þess, að fyrsta morðið verði falið mjer á hendur!“
Önnur stúlka talaði líka títt ú málfundum frekjumanna, og heitir
hún Paula Mink, og þar var jafnast Blauqui, róstuseggurinn gamli
(sjá „Skírni“ 1880 33. bls.), þ<5 hrumur væri og ætti skammt
eptir ólifað. Hann fjekk aðsvif, er hann gekk af einum fund-
inum og dó seinast í desember. í líkiylgdinni voru ritstjórar
lrekjublaðanna, fjöldi sendimanna eða umboðsmanna frá „jafnaðar“
eða byltingafjelögum í öðrum löndum, allir forsprakkar hinna
frönsku sósíalista og kommúnista í París og frá öðrnm stór-
borgurn. Eina líkræðuna flutti Louise Michel, og þarf þess ekki
að geta, að hún talaði ekki meira enn hinir um himnavistina,
heldur að eins um paradís þessa heims, þegar byltingamennirnir
heiðu upprætt allt illgresið úr jarðvegi manniegs fjelags og gert
hann að ódúinsakri frelsis og fullsælu. J>að er satt, að lög Frakka
helga ræðufrelsi og fundafrelsi, en þó hefir marga furðað á þol-
inmæði stjórnarinnar, þar sem hún hefir leyft frekjumönnum að
prjedika fyrir borgalýðnum upphlaup og morð, kollvörpun laga
og allrar löglegrar skipunar, óhelgi alls þess, sem hún er sjálf
sett til að gæta og uppi halda — já, fyrirlitningu fyrir mann-
úðlegum og kristilegum siðum. 18. marz þ. á. hjeldu frekjumeun-