Fjölnir - 02.01.1835, Page 10

Fjölnir - 02.01.1835, Page 10
106 jþá tók guð leífar af heímsins sái, og hellti f þeím í bikarinn, sein hún áður var minduð í. Ur þessu efni tilbjó hann sálir, og við sálir mannanna bætti hann þaraðauk nokkiu af guðdómsins veru, og gaf ])eim órjúfanleg forlög um aldur og æii. j>á var ákvarðað, að dauðlegar verur skyldi fæðast, sem bæru skilníng á guði og lians vilja. Maðurinn skyldi vera konunni æðri, og rettlætið skyldi vera þarí innifalið að drottna yfir girndum holzins, og ránglætið í því að bugast fyrir þeím. Rettlátir menn skyldu komast í stjarnanna heím- kynni, og njóta þar eýlífrar sælu, enn hinir verða að konum og fæðast so í annað sinn; og ef þeír heldu áfram í ránglætinu skyldu þeír ennfremur verða íklæddir ímsra dýra mindum, og öðlast eklci heíður síns upphaílega eðlis, áður þeír gjörðu sig liæfa til að hlýða skynseminnar röddu. Guð hefur ekki getað skapað, og hefur ekki skapað, utan þá beztu veröld af öllurn sem skapaðar urðu, enn verkefni hans var óhæíilegt til reglu, og íllt viður eígnar, og gjörði hans vilja þúriga og sífelda mótspyruu. Af þeírri mótspyrnu má ennþá sjá nokk- rar menjar, og þaraf koma stormar og landskjálftar og allar þær eýðileggíngar, sem granda vorum jarðar- hnetti. Andarnir, sem minduðu oss, urðu líka að nota það efni, sem þehn var fengið í hendur; þarafkoma veíkindi líkamans og sálarinnar. Allt sem er gott í heíminum öllum og manninum útaf fyrir sig, er upprunnið lijá æðstuin guði, enn hitt sem er ábóta- vant, leíðir af brestuin frumefnisins.

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.