Fjölnir - 02.01.1835, Síða 15

Fjölnir - 02.01.1835, Síða 15
111 sagan um sköpunarverkið se í rauninni hugmind eínhvurs austurlanda-lieímspekíngs um uppruna jarðarinnar, og er hún að vísu so háleít, að eínginn mundi vilja missa hana tír biblíunni. Hvað öbiutn náttúrunnar og eýlífa lögmáli viðvíkur, [>á sjá menn eínnig við nákvæmari íhugun, að Jtau reýndar eru in endanlega mind, er oss auðnast að sjá vilja guðs og hina eýlífu skynsemi í; enn hjá sjálfum guði er eíngin umbreýting ne umbreítíngarskuggi, so guð- rækileg skoðun hlutanna hlýtur, ekki síður enn heímspekilegar ransóknir, að leíða menn á J)á sann- færíngu, að lögmál náttúrunnar se eýlíft og óum- breýtanlegt. |av/ fer so fjærri, að almætti guðs og frjálsu vizku se neítað fjrir það, að eíumitt af ])ví inn frjálsi guð er fullkominn og ótakmarkaður, hljóta hans gjörðir fyrir vorum augum að líta út sem eýlíf og obifanleg lög, er allir hlutir verði að hlýða. Tökum til dæmis pýngdina. 1 fyrstunni kemur hún oss fyrir sjónir eínsog almennt lögtnál fyrir hlutina her á jörðu; við nákvæmari ígrundun sjá menn, að hún er aðdráttar kraftur allra skapaðra hluta sín á milli; ennfremur, að hún er sá ablfjötur, sem tengir saman alheíininn, og loksins birtist hún oss sem sá guðlegur vilji, er viðheldur hnattakerf- um heímsins í sínu fagra og undrunarverða sam- bandi. Hðr höfuin við hafið oss smátt og sinátt frá eínni skoðun til annarar háleítari, og komum þar eínsog annarstaðar til þeírrar áliktunar, að upp- haf allra hluta se guð.

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.