Fjölnir - 02.01.1835, Síða 38

Fjölnir - 02.01.1835, Síða 38
134 og' líka so að fólkinu þætti ekki koma oflítið tii þess, sem ekkert kostaði. Bækurnar átti að borga í kók- usviðar- olíu, sem eýamenn áttuhægt með að útvega, og letu þeír hana glaðiega úti. So ervitt ogþúngt sem það er, að vinna sona hvíldarlaust þarna sudrí hitanum, segir Ellis samt, að þetta hafi verið eín- hvurjir farsælustu dagar af æfi sini. ”Eg sá opt og tíðum, segir hann milli 30 og 40 báta koma frá fjarlægum sveítum á Eímeó eða frá öðrum eýum, með 5 eða 6 menn á hvurjum, sem gjörðu ser ferð ekki til annars, enn að fá exemplör af heííagri ritníngu, þó þeír yrðu stundum að bíða eptir þeím í <> eða 7 vikur. þeír komu ineð stóra bagga af brefum, sem voru skrifuð á písángablöð og vafin sainan eínsog gamall bókfells - stiángi. það voru bónarbref frá þeím, sem gátu ekki komið sjálfir, enn mæltust til að fá bækurnar. — Eítt kvöid um sólsetur kom bátur frá Tahítí með 5 mönnum á. þeír lendtu, tóku saman seglin, settu bátinn upp og stefndu heíin til mín. Eg gekk tilmóts við þá; þeír kölluðu þá upp allir í eínu: ” ”Lúkas! orðið hanns Liikasar!” ” og rettu fram reírleggi af bamb- usviði, fulla af kókusviðar- olíu, sem þeír ætluðu að borga með. Eg hafði aungva bók tilbúna, enn lofaði þeím nokkrum morguninn eptir, og reði þeím til að vera nóttina hiá kunníngjum sínum í þorpinu. þegar þetta var, hallaði af dagsetri, því rökkrið er so skamt í hitabeltinu Ég bauð þeím góðar nætur og gekk inn til mín. þegar dagaði, Iinikkti mer við, að sjá þá liggja fyrir utan húsið á

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.