Fjölnir - 02.01.1835, Side 40

Fjölnir - 02.01.1835, Side 40
rit síu, stiiðluðu jiau öll til aö auka og ebla páfavaidið, og so kvað ramt að því, að Iiaim sagði í fullri alvöru, ekkfert vaeri skinsemiiiiii samkvæmt, nema {iað sem páf- inn i Ilóm tryði og kenndi. Enn þó liann hefði órett að mæla, dáðust menn samt að málsnild hanns og slcarp- leíka; og einusinni þegar hann hafði orðið of svæsinn og honum var stefnt um rit sín, voru dómendurnir so inildir sem þeím var unnt, og letu honura í Ijósi virð- i'ngu sína í dóms-ástæðunum. Eptir seínustu stjórnar- biltinguna, fór liann að gefa út tímarit, og var tilgángur J>ess að losa kyrkjuna ineð fullu og öllu undan verald- legri yfirðrottnun. Hann sagði: að kyrkjan og kenni- dómuriun ættu hvurki að þyggja laun eðnr nokkurn ann- an styrk af ríkis-stjórninni, enn ekki heldur að hlýða Iiennar boðum; liiín ætti að vera fátæk og frjáls og hlýða aungvum nema páfanum. J>etta þótti nú heldur svæsið, eínsog von var; hann var ákjærður að nýu, og páfi siálfur þorði ekki annað enn gefa lionum drjúga ofanígjöf, {m' liann helt ékafi þessa guðsmanns, mundi koina ser í deílur við stjórnendur katólsku landanna. þetta fell Lamennais illa; hann liætti þá við tíinarit sitt og gekk suður til Rómaborgar, tilað friðmælast við páfa; og það er mælt sá lieílagi faðir hafi tekið Iionum vel og euda boðið honum kardinálshattinn; enn hann er ekki inetoröagjarn, og þáði ekki þennan heíður. Öllum ber saman um að Lamenuais se mesta valmenni, ástúð- legur og blíður i viðmóti og öldúngis óserdrægur. Seínasta ritiö hauns eru ”Orð ins trúaða.” Yið höfum tekið úr því tvo kabla til sýnis, og vonuin að lesendum Fjölnis muui ekki þykja óskemtilegt að sjá, hvurnig þessi raaður fer að hugsa og taia.

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.