Fjölnir - 02.01.1835, Síða 72

Fjölnir - 02.01.1835, Síða 72
168 aði lítið við sig, enn mart við aðra sem við voru staddir, .og let eínsog hann sæi sig ekki. J»ar var gamall riddari í veízlunni, sem alltaf hafði sjnt sig í óvináttu við Eggert, og spurt eptir konu hanns og auðæfum öðruvísi enn aðrir menn. Högni gekk til Jjessa manns, og töluðu J)eír hljótt góðan tíma og horfðu alltaf til Eggerz. Nú sá hann að sann- aðist grunur sinn; hann heldt sig vera svikinn, og kom í hann óttaleg bræði. Hann starði enn á þá, og vissi ekki fyrr til, enn hann ser liöfuðið á Valt- ara, og svipinn, og síðan alla minðina lianns; liann horfði enn um stund, og varð sannfærður um, að eínginn annar enn Valtari var að tala við riddarann gamla. — Hann skelfdist meír enn frá verði sagt, strauk út í ósköpum, fór úr borginni J>egar uin nóttina, og komst heím í kastalann eptir marga villu-króka. Nú var hann allur á hótta og skundaði hús úr húsi; hugur hanns var á eínu flugi, hann hljóp frá óttalegum hugmindum til annara óttalegri, og ekki kom honum dúr á auga. Honum datt opt í liug, að hann væri vitstola, og byggi ser Jietta allt saman sjálfur til af ímindunarabli sínu; J)á mundi hann eptir svipnum hanns Valtara og trublaðist enn J)á meír. Hann ásetti ser að fara í lángferð og koma so í lag hugmindum sínuin, og var búinn að slá frá ser fyrir fullt og allt öllum vináttu-hug og laungun eptir viökynníngu. Hann fór á stað, eítthvað út í bláinn, og gaf valla neínn gaum að lanzlaginu fram undan ser.

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.