Fjölnir - 02.01.1835, Side 75
171
Frá Vestmönnum.
Til þess eru miklar líkur, að í Nóa-flóði muni
menn víða um heíminn liafa komist af á háfjöllum
og byggt þaðan löndin að nýu. Norðan og vestan
í Sínaveldi liggur Qallaklasi mikill og jöklurn liul-
inn hið efra, er ”Kúenhín” heítir, — þángað munu
eínnig menn liafa flúið, og ínun Sínland liafa byggst
þaðan; því Sínverjar rekja þángað ættir sínar enn
íjdag og kalla J>að aðsetur guða sinna. J>að er og
sagt í árbókum þeírra, að |)eír unnu í fyrstu útnorð-
urhluta Sínlanz að eíns, áður enn J>eír lögðu |)að
undir sig allt. Eíns og Indir frá Himinlægju hafa
mætt blökkumönnum og átt við J>á ófrið J)ar til
þjóðirnar blönduðust, allt að eínu hittu þessir menn
frá ”Kúenlún” fyrir ser aðra þjóð, J)ó viðureígn
þeírra við Iiana færi nokkuð á annan veg. j>ví sú
J)jóð varð ofurliði borin og flúði vestur á fjöll þau
er hún enn byggir. jþessi þjóð heítir ”Míaó.”
Fleíri þjóðir búa þar í fjöllunum. Sú er eín þjóð
að ”Khíang” nefnist og má vera enn fleíri. Allar
Jiessar þjóðir kalla Sínverjar Vestmenn.
f>34 árum eptir Krists burð höfðu Vestmenn
konúng yfir ser; enn liann var undirkonúngur keís-
arans og honum skattskyldur. Undir hinum næstu
konúngum er þá komu til ríkis efldust þeír so mjög
þar í fjöllunum, að Sínverjum tók að standa af
þeíin uggur, og þraungvuðu þeím að austan, enn
Tirkir að vestan í sama mund, og kom svo, að
Vestmenn urðu skattgildir annað sinn. f>á er Móng-