Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 5
kuml úr heiðnum sið
9
2. Kolsholt, Villingaholtshreppur, Árnessýsla.
11. 10. 1958.
Hinn 11. október 1958 fórum við Gísli Gestsson að Kolsholti
í Flóa til þess að rannsaka fornmannskuml. Hafði jarðýtustjóri
fundið þar hrossbein um vorið, en heimamenn nokkrar leifar manns-
beinu um haustið.
Norðaustur frá bænum gengur ávalur ás með holtagróðri og
smáhækkar með langri atlíðandi brekku frá bænum. Gamall götu-
skorningur liggur um holtið norðanvert. Fundarstaðurinn er á
háholtinu, rétt þar sem fer að halla austur af, í áttina til næsta
bæjar, Vatnsholts, um 500 m frá bænum í Kolsholti, og er því sem
næst miðja vega milli bæjanna. Kumlið hafði verið rétt sunnan
við götuna, og hafði þar verið nokkuð stór þúfa, kölluð Tvíþúfa, af
því að henni var eins og skipt í tvennt. Þúfunni hafði verið velt með
jarðýtu norður í götuna, og við það komu beinin í ljós.
Við tíndum saman hrossbein og fáein mannsbein í ýturuðningn-
um og reyndum að finna eitthvað óhreyft á kumlstæðinu, en það
tókst ekki. Töluvert mikið aðflutt grjót var á staðnum, en um
fyrirkomulag kumlsins vei’ður ekkert sagt. Beinaleifar mannsins
benda til, að þarna hafi verið heygð ung kona. Af haugfé fund-
ust aðeins þrjú litil járnbrot, óskilgreinanleg. Hugsanlegt er, að
kuml þetta hafi verið rofið áður.
3. Selfoss, (áður) Sandvíkurhreppur, Árnessýsla.
16. 7. 1958 og 12. 6. 1962.
1. kuml. Hinn 15. júlí 1958 hringdi séra Sigurður Pálsson og
skýrði frá því, að síðastliðinn laugardag hefði jarðýtustjóri orðið
var við mannabein, þar sem hann var að jafna til í lóð á Selfossi.
Daginn eftir tilkynninguna fórum við Gísli Gestsson austur á Sel-
foss og rannsökuðum staðinn.
Þegar við komum á staðinn, sáum við lærlegg og mjaðmargrind
manns, hvort tveggja óhreyft, og grófum út frá beinunum á alla
vegu. Kom þá í ljós, að ekki var annað óhreyft af beinunum en
neðri kjálki með tönnum, hægri öxl og handleggur, hryggur, mjaðm-
argrind og hægri lærleggur. Allt annað hafði jarðýtan fært úr stað,
og hafði sumt af beinunum verið tínt saman í kassa, en annað glat-
azt í moldina. Nógu mikið var þó óhreyft af beinum til þess að
ráða mætti bæði horf og stellingar líksins.